Vikan


Vikan - 26.12.1963, Blaðsíða 14

Vikan - 26.12.1963, Blaðsíða 14
VASA- VANDRÆÐI Ég veit ekki hvar þetta endar allt saman. Líklega með því að það verður gengið af manni dauðum, með þessu áframhaldi. Það líða ábyggilega ekki mörg ár þangað til maður verður eins og hafmeyja í hjólastól — ferðafær en nakin og óinteressant. Það er smátt og smátt verið að tína helgustu hluti karlmannsins frá honum, afklæða hann á lúmskan og löglegan máta, svo hann tekur í raun og veru alls ekki eftir því, fyrr en hann stendur einn góðan veðurdag frammi fyrir alþjóð algerlega varnar- og bjargarlaus. Þá verður konunum skemmt, — því þá verður ekkert ráð til bjargar okkar kyni, annað en að fara að ganga með tösku undir hendinni, rétt eins og þær. Það er nefnilega einhver, sem gerir í því að stela frá okkur dýrmæt- um vösum. Eins og vasar eru líka ómissandi hverjum þeim karlmanni, sem nokkra virðingu ber fyrir sjálf- um sér og sínu sterka kyni. í gamla daga var það altalað mál, að sá maður væri nakinn og tröllum gefinn, sem ekki lumaði ein- hvers staðar á hníf og snærisspotta í vasanum. Mér er spurn. Hvar í and- skotanum á maður eiginlega að geyma hníf og snærisspotta nú á dögum? Og hversu margir ganga nú í dag með slíka bráðnauðsynlega hluti einhvers staðar á sér? Nei, það er ekkert pláss fyrir það. Það eru engir vasar, sem þola það, enda allir uppteknir til geymslu ann- arra hluta, sem áralöng reynsla hefur kennt manni að séu ennþá nauðsyn- legri en hnífur og snærisspotti. Svo langt er nú gengið, að það kostar mig mikil heilabrot á hverjum morgni og sárar andlegar yfirveganir, hvað ég eigi nú að hafa með mér í þessum örfáu vösum, sem eftir eru, og hverju ég eigi að fórna. Vasarnir eru af svo skornum skammti, að það er rétt með herkjum að maður getur haft með sér alla nauðsynlegustu hluti, eins og vasaklút, húslykilinn og einn blý- antsstubb. — VIKAN 51. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.