Vikan


Vikan - 26.12.1963, Blaðsíða 15

Vikan - 26.12.1963, Blaðsíða 15
Ég varð að taka þá alvarlegu ákvörðun núna fyrir nokkru, að hætta að reykja pípu, vegna þess að það var svo komið, að ég hafði hvergi pláss fyrir tóbakspunginn né pípuna. Frá því að ég man eftir mér, hef ég átt því láni að fagna að hafa rassvasa beggja megin, og vandi mig snemma tóbakspunginn vinstra megin. Undan- á það að hafa veskið hægra megin, en farin ár hefur rassvasinn vinstra meg- in smátt og smátt verið að minnka, þar til fyrir nokkrum árum, að hann hvarf alveg. Ég þraukaði lengi á þann hátt að ganga aðeins í gömlum fötum, sem vinstri vasi var ennþá á, en loks kom að því að þau duttu í sundur og þá hvarf sá nauðsynlegi vasi alveg. Samt reyndi ég að þrauka. Ég flutti tópakspunginn yfir í vinstri jakkavasa — innaná ■— og þótt það væri mjög vafasamur geymslustaður þá dugði hann þó í bili. Samt kom þetta sér illa, því að menn, sem vinna sér til hita og hafa áhuga fyrir starfinu — eins og ég — þeir fara alltaf úr jakk- anum áður en þeir taka til við verk. Þá þarf maður að fara að leita að honum ef manni dettur í hug að fá sér í pípu. En þetta bjargaðist, semsagt. En einhver hlýtur að hafa komizt að þessu, því nú leið ekki á löngu þar til bessi vasi hvarf líka alveg sporlaust. Eða — mér er spurn — hafið þið slík- an vasa, lesendur góðir? Nei. Mér datt það í hug. Þá fór að harðna í ári. Ég flutti tóbakspunginn yfir í hægri síðuna, þar sem ég er vanur að geyma víxla- tilkynningar, afsagnartilkynningar, óborgaða reikninga og svoleiðis. Og þarna varð maður að gramsa sér til hugarangurs innan um öll þessi æsing- arrit, í hvert sinn, sem maður ætlaði að fá sér í pípu. Þetta var alveg að fara með mína andlegu heilsu, eins og þið hafið kannske séð á skrifum mínum undanfarið. Og hvar átti ég svo að geyma píp- una? Hún hafði löngum verið í vinstri jakkavasanum að innan, en varð að þoka þaðan yfir í brjóstvasann utan á jakkanum. ásamt nokkrum blýants- stubbum, tveim til þrem pennum, og þverslaufunni minni, sem ég tek alltaf af mér og sting þar. Samt þoldi ég þetta lengi vel, þangað til ég stakk pípunni einu sinni logandi í vasann af eintómri hugaræsing og brenndi botn- inn úr honum — út úr jakkanum. Þetta hefði aldrei komið fyrir í inn- anávasa . . . Þá fór ég að reykja sígarettur, enda fann ég fyrirtaks stað fyrir sígarettu- pakka, þar sem brjóstvasinn á skyrt- unni var. Hann passaði alveg fyrir þann hlut, og aldrei fer maður úr skyrtunni nema mikið liggi við. En viti menn. Nú verður maður að leita bæinn á enda til að finna skyrt- ur með brjóstvasa! Nú er mér spurn. Er það meining- in að ég — og allir aðrir karlmenn hætti alveg að reykja — eða hvað? Og þetta er svo sem ekki allt. Vasa- hörgullinn kemur fram á fleiri svið- um. Ég hefi meir að segja séð vesaiings menn, sem voru svo langt leiddir, að þeir tróðu vasaklútnum sínum upp í ermina á jakkanum, vegna þess að búið var að taka af þeim alla vasa. Það er ekki nema vika síðan, að ég komst að því á áþreifanlegan hátt, að nú er verið að undirmínera rass- vasann hægra megin líka. Ég keypti mér ný föt — tilbúin, vegna þess að ég er vel vaxinn og fæ alltaf slík föt, sem passa — en það leið ekki nema sólarhringur þangað til ég var búinn að týna veskinu með aleigunni í. Heilar fimmtíu krónur. Við eftir- grennslan komst ég að raun um, að vasinn var svo grunnur, að tveir þriðju hlutar veskisins stóðu upp úr hon- um. Þetta er upphafið á niðurlögum hægri rassvasans. Og nú spyr ég eins og fáráðling- ur: Hvar geymið þið smápeningana nú á dögum? Vasaklútinn? Húslykilinn? Skriffærin? Tóbakið? Kveikjarann? Upptakarann? Eru þetta ekki allt nauðsynlegir hlutir? Það var öðruvísi í þá góðu gömlu daga. Þá hafði maður vasa hvar sem t maður þreifaði. Þá gekk maður jafn- vel í vesti með fjórum vösum, og fílaði sig eins og meðalstórt skatthol. Þar gat maður geymt skriffæri í vinstri- efri vasa, vasabók með símanúmer- um í hægri-efri, smápeninga í neðri- hærgi og kannski naglaþjöl, en í vinstri neðri vasahníf með upptakara. Þá var veskið öruggt hægra megin að aftan og tóbakspungurinn í bakborðs-bak. Kveikjarinn í vinstri-hliðar vasa á bux- unum og klúturinn hægra megin. Stundum var jafnvel lítill leynivasi hægra megin framan á buxunum, þar sem maður gat geymt . . . geymt . . . ýmsa nauðsynlega hluti. Og svo komu allir himnesku vasarnir á jakkanum, tveir að innan og stundum sá þriðji fremst í líningunni, tveir utanávasar (sem satt bezt að segja eru einu vas- arnir á allri útrústningunni, sem mættu hverfa) og brjóstvasinn vinstra megin. Hann er dauðadæmdur — næstur á listanum, því nú er manni bannað að hafa skriffærin þar. Sagt að það sé ljótt. Helzt að maður fær að setja þar klút, sem maður notar aldrei og er aðeins til skrauts. Alveg eins gott að næla helvítis klútinn utan á mann einhversstaðar. Nei, mér er fyllsta alvara. Ég vil hafa mína vasa og engar refjar! Þetta er einhver undirróður, neðan- jarðarhreyfing, sem smánagar af manni allar hirzlur, og þetta er gert á svo lymskulegan hátt, að manni er nær að halda að einhver súper-heili sé bak við þetta allt. Það er verið að smáfikra sig upp á skaftið, byrjað á saklausum vasagreyjum, þeir minnkað- ir, þangað til þeir hverfa með öllu. Þá er byrjað á nýjum. Ég trúi því hreint ekki, að þetta sé alt saman skraddaraleti. Ég skal borga fyrir mína vasa, og ég vil fá nóg af þeim. Það er greinilega eitthvert system í þessum vasahvörfu.m. Hafið þið tekið eftir því, að þeir byrja allir á því að hverfa vinstra megin á manni? Fyrst vinstri rassvasi, svo vinstri innanávasi á jakkanum, svo vinstri brjóstvasi á skyrtunni, og síðan vafalaust brjóst- vasinn vinstra megin utan á jakkanum. Kannske þetta sé alltsaman pólitískur áróður . . . Hver veit? Og úr því maður er á annað borð farinn að tala um föt og afturför í þeim efnum, þá sakar kannske ekki að minnast á blessaðar buxurnar, sem maður verður að kaupa nú á dögum. Þær eru allar með einhverjum patent- teygjustreng utan um mann, sem aldrei er hægt að hemja, svo maður er alltaf með buxurnar á hælunum. f gamla daga notaði maður bara axlabönd, og var viss um, að þær mundu tolla uppi. Þá var maður líka í vesti, og enginn vissi hvernig buxunum var fest upp. Svo hvarf vestið, og þeir sem skömmuðust sín fyrir böndin, fóru að herða saman á sér istruna með belti. En nú er ekki einu sinni hægt að fá buxur með beltislykkjum, en verður að treysta á vafasöm teygjubönd, svipuð og eru í kvenbuxum, og árangurinn er auðvitað sá, að maður veit aldrei hvort maður er í buxum — eða ekki. Enda mætti segja mér, að þetta væri aðeins einn liðurinn í þessari lævísu undir- heimastarfsemi. Fyrsti liður áætlun- arinnar hefur heppnast prýðilega, þeg- ar vestið hvarf, síðan er smátt og smátt verið að gera mnan svo óánægðan með fötin vegna vasaskorts, að manni er raunverulega sama hvort maður er í þeim eða ekki, og svo kemur þriðji liðurinn — að láta buxurnar hverfa smám saman. Ég hlakka bara til að sjá þá fyrstu á rúntinum í vasalausum jakka ein- um klæða! Ég vona bara að hann verði ekki einhnepptur. Þá ætla ég að ná mér í gamlan kart- öflupoka, hvað sem hver segir! G.K. VIKAN 51. tbl. — JFJ

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.