Vikan


Vikan - 26.12.1963, Blaðsíða 16

Vikan - 26.12.1963, Blaðsíða 16
ÞRÍR HÁSETAR, SEM LEGíÐ HÖFÐU VEIKIR, VORU Á NÁTTSKYRTUNUM EINUM SAMAN; ÞRIÐJA STÝRIMANN! HAFÐI EKKI UNNIST TÍMÍ TIL AÐ SETJA Á SIG SKÓNA, Um fjögurleytið, þann 15. júní, árið 1866, báru eyjarskeggjar á Hawaii fimmtán lifandi beinagrindur upp úr opnum báti í land á lágum hrauntanga, er nefndist Laupahoehoe. Ekki var neinn þessara fimmtán göngufær. Þeir voru í tötrurn einum og mjög sólbrunnið allt hörund þeirra. í meir en sex vikur höfðu þeir hjarað á hinum naumasta matarskammti og ekki haft vatn nama til að væta kverkarnar. Þeir höfðu si~lt meira en 3600 mí!- ur í björgunarbát, sem ekki var nema 21 fet á lengd, hreppt storma mikla og þolað brunahitann á Suðurhöfum. Sú sigling er með hetjulegustu afrekum, sem saga sjóferðanna kann frá að greina. Með þeim atburðum lauk og sögu ,,Hornet“, eins sagnfræg- asta og hraðskreiðasta „klippora" Bandaríkjamanna. Harmleik- ur sá, og hin ótrúlega sigling þeirra bátverja, eftir að honum lauk, varð dagblöðunum um gervöll Bandaríkin, frá Kaliforníu til New York, fréttaefni undir stórletruðum forsíðufyrirsögnum. Svo undarlega vildi til, að blaðamaðurinn ungi, sem reit sögu þá al.'a, varð síðar éinn ástsælasti rithöfundur Bandaríkja- manna, undir höfundarnafninu Mark Twain. James Norman Hall, annar þeirra er skrifaði sögu „Uppreisnarinnar á Bounty“, lét síðar svo ummælt, að sigling þeirra í björgunarbátnum af „Hornet“, væri „engu minni hetjudáð en þeirra Bligh skipstjóra og manna hans“ sem hröktust um Kyrrahafið, eftir uppreisn- ina um borð — :.og að sumu leyti enn merkilegra afrek“. Engu að síður er saga þeirra ,,Hornet“-manna í sjálfu sér yfir- lætislaus 03 ébrotin írásögn af einum manni, sem neitaði að gefast upp. Hét hann Josiah Mitchell, ættaður frá Freeport í Maine, fimmtiu og þriggja ára að aldri, vel gefinn og viður- kenndur gæðamaður, og dugmikill skipstjóri, þó að ekki léti hann mikið yfir sér. Er bess getið. að ekki vó hann nema 50 kg, þegar eyjarskeggjar báru hann í land. Hin örlagaríka sjóferð ,.Hornet“ hófst þrettán árum eftir að það skip varð frægt fyrir hraðamet sitt á hinni 15,000 mílna löngu siglinga’eið fyrir Hornhöfða. Var það kapusigling við annan víðkunnan ,,klipper“, Flying Cloud, sem hófst í New Ycrk og lauk í San Francisco; sigldu skipin lengst af hlið við hlið að kalla, en svo fór, að „Hornet“ bar loks sigurorð af Flying CIcud“ — og munaði ekki nema fjörutíu mínútum. En síðan voru semsagt liðin þrettán ár, og stöðug átök undir fullum seglum við stcrm og sjói höfðu sett mark sitt á hina hraðskreiðu gnoð. Þegar Mitchell skipstjóri tók við skipinu í New York, í janúarmánuði 1886, þótt ihonum margt um borð þurfa lagfær- ingar við. Fékk hnnn mik’u áorkað þar að lútandi með rósemi sinni og lægni, og þegar hann hafði siglt ,,Hornet“ suður um miðjarðarlínu á Kyrrahafi á furðuskömmum tíma, fóru skip- verjar ekki dult með aðdáun sína og traust á honum. Enginn hafði þá minnsta hugboð um þá ógæfu, sem yfir dundi daginn eftir. Árla morguns, þann 3. maí, skreið „Hornet“ fyrir hægum byr af suðaustri. Um sjöleytið hélt fyrsti stýrimaður, Sam Hardy frá Chatham í Massachusetts, undir þiljur þeirra erinda að tappa fernisolíu af tunnu. Hardy þessi var reyndur sjómaður og stjórnandi, og fannst honum oft nóg um það, sem hann kallaði „smámunasemi" hjá Mitchell skipstjóra. í þetta skiptið hafði hcnum mislíkað það við skipstjóra, að hann vildi láta flytja fernisoiíutunnuna upp á þiljur, og væri þá allt ör- uggara. Þess í stað hélt Hardy undir þiljur, sló sponsið úr tunnunni, sem stóð þar úti í myrku horni; lét renna úr henni á brúsa, en hafði opna steinolíukolu til að lýsa sér. Svo fór, að kviknaði í fernisolíubununni úr tunnunni, og brá Hardy þá svo mjög, að hann gætti þess ekki að skella tappanum þegar í sponsgatið. í næstu andrá flæddi logandi olían undir kaðalhankir, á milli steinolíutunna og kassa með kertum og inn í seglageymsluna. Teknir höfðu verið hlerar af öllum lestaropum til þess að lofta farminn. Þegar Mitchell skipstjóri var kallaður upp á þilj- ur, var reykurinn þegar tekinn að hnyklast upp úr afturlest- inni. I sömu andrá kvað við hvinur og brak og logatungumar stóðu upp um opið á miðlestinni. Mitchell bauð þegar, að nokkrir af áhöfn- inni skyldu sjósetja björgunarbátana, á með- an aðrir gerðu allt, sem unt reyndist til að ráða niðurlögum eldsins. En svo mikið var fátið á skipsmönnum, að blökk sló gat á botn langbátsins, þegar þeir voru að láta Iiann síga fyrir borð. Eldurinn las sig óð- fiuga um allt skipið, meira að segja seglin voru tekin að loga á siglunum. Ekki var nckkur leið fær niður í vistageymsluna sök- um eldhafsins. Þó tókzt Mitchell og nokkrum af hug- djörfustu mönnum hans að brjótast gegn- um reykjarmökk og eld inn í eldhúsið og inn í klefa skipstjórans, þar sem þeir náðu í fjórar flesksíður, sjö bita af söltuðu svína- kjöti, rúsínukassa, um það bil 50 kg af brauði, 12 dósum af niðursoðnu kjöti og súpum, sex körfum af hráum kartöflum, öskjum með tveim kg. af smjöri, kút með rúmlega fimmíu lítrum af vatni og um tuttugu lítra af vatni í öðrum ílátum og eitt- hvað af tóbaki. Skipstjórinn bjargaði krónó- metrum skipsins, áttavitum, sextanti og nokkrum sjókortaheftum og siglingatöflum. Loks komu hásetarnir nokkrum seglum um borð í björgunarbátana, segldúk og köðlum, en bátarnir voru búnir siglum, sem setja mátti upp og taka niður að vild. Að hálfri klukkustund liðinni var reið- inn mjög tekinn að brenna, en illstætt á þiljum sökum hita. Mitchell kallaði þá til áhafnirnar að skipið skyldi samstundis yfirgefið. Ruddust menn þá í bátana, þrír hásetar, sem legið höfðu veikir, voru á nátt- skyrtunum einum saman; þriðja stýrimanni hafði ekki unnizt tími til að setja á sig skóna; tveir farþegar, sem voru með skip- inu, Samuel og Henry Fergussynir frá Stam- ford í Connecticut, komust um borð í lang- bátinn, ásamt hana, sem einhvernveginn hafði sloppið úr stíu sinni á þiljum, og flaug fyrir borð. Loks kleif Mitchell skipstjóri sjálfur fyrir borð. EIDUR OGSIILl Sönn frásögn eftfr R 20 — VIKAN 51.—52. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.