Vikan


Vikan - 26.12.1963, Blaðsíða 20

Vikan - 26.12.1963, Blaðsíða 20
Framhaldssagan ÞRIGGJfl II 3. Kluti. Teiknincj: Gylffi Reykdal. — Ekki neitt, góði. En hefurðu aldrei upplifað, að þér finnist þú hafa hitt manneskju áður, þó að lítil líkindi séu til að þú hafir gert það? — Er það . . . Mason, sem þú átt við? - - Já . . . Hún hristi höfuðið. — Mér fannst eitthvað svo und- ariega kunnuglegt við hann. En ég get ekki skýrt það. — Eitthvað spennandi? Hún brosti. — Mér finnst að minnsta kosti, að eitthvað spennandi geti verið við hr. Mason, sagði hún og horfði í augun á honum. — Og mér finnst líka á mér, að hann og Clare hjúkrunarkona muni vera mjög góðir vinir. — Getur nokkur bannað það, sagði hann hálf ergilegur, og hún leit forviða á hann. — Vitanlega ekki, Simon. Ég var ekki að gefa neitt sérstakt í skyn — að minnsta kosti ekki neitt niðrandi. Ég átti þvert á móti við, að það væri þessum Mason álitsauki, því að lítil lík- indi eru til að Clare umgangist misjafnt fólk. Hjúkrunarkonur verða að vera vandar að virð- ingu sinni, þó misjafnlega sé tal- að um þær stundum. Simon kinkaði kolli og það varð ekki annað séð en honum finndist svarið fullnægjandi. Næstu dagana reyndi Clare að forðast Simon sem bezt hún gat. Þegar hann kom til Ham- den reyndi hún eftir mætti að haga svo til aj| hún væri að hjálpa Meg með heimilsstörfin. Jafnframt varð hún rð vera var- l;ír og nærgætin, því að Faith mátti ekki fyrir nokkurn mun fá grun um a5 Clare forðaðist Simon viijandi. Oftar en einu sinni hafði Clare gert tilraun til að segja Faith að hún hefði afráðið að verða ekki áfram í Cornwall, en alltaf hafði hún frestað því. Einn daginn varð Faith til þess að vekja umræðu um þetta. — Þú hefur afráðið endanlega að setjast hér að, er það ekki, Clare? byrjaði Faith samtalið. Clare þótti gott að Faith gat ekki séð hana þessa stundina. Henni fannst hún vera svikari og fyrirlitlegur aumingi, að geta ekki hrakið tilfinningar sínar til Simons frá sér. - Því er nú miður, Faith, en ég get það ekki, held ég. Það er bezt að ég fari. Faith rak upp óp. — Hvers vegna? Ég hélt að þú kynnir vel við þig hérna. Það hefði ver- ið svo skemmtilegt ... Ég meina . . . Hún var í öngum sínum og röddin raunaleg. —■ Það er ekki það, sem um er að ræða, að manni líði ekki nógu vel, sagði Clare. — Þér er óhætt að trúa því, að það er far- ið vel með mig hérna. En það eru persónulegar ástæður, sem valda þessu. Ég get ekki sagt meira núna, en . . . Faith varð rólegri, því að hún hélt að hún vissi hver ástæðan væri. — Nú skil ég — það er mað- ur í spilinu, er það ekki rétt? Og Clare gat svarað því ját- andi, þó maðurinn væri annar en Faith hélt. Það var maður í spilinu. En þetta var svo nýtil- komið, að hún gat ekki um það talað. En Faith lét ekki undan. •—- Ég veit hver hann er, sagði hún og hló. Clare hrökk við og fann að hún roðnaði. — Hvernig ættir þú að geta vitað það? spurði hún. — Það er Morgate læknir. Clare varp öndinni og létti og fór nú að reyna að gera að gamni sínu. — Jæja, þú heldur það? sagði hún svo. — Ég er viss um að hann vill gitfast þér, hélt Faith áfram. — Já, ef ég á að tala í ein- 2Q — VIKAN 51.—52. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.