Vikan


Vikan - 26.12.1963, Blaðsíða 21

Vikan - 26.12.1963, Blaðsíða 21
Þau höfðu gengið um stígina í garðinum, meðan þau voru að tala saman, og nú voru þau komin að undurfallegum Ilaufskála, alþöktum rósum. ÍOSTH YÖL eftir Susan Marsh CLARA SKALF OG TÚK HÖNDUM FYRIR AUGUN. HON REYNDI AÐ HLAUPAÁ BURT, EN HANN STÖÐVAÐI HANA MEÐ ÞVl AÐ GRlPA UM ÚLNLIÐINN A HENNI. lægni þá held ég að hann væri fús til þess. — Hann er yndislegur, finnst mér. En hvernig er þá með Ralph Mason? — Hann er aðeins kunningi, og ég sé hann ekki nema sjald- an. '— Þú veizt að hann hefur náð sambandi við Simon? — Nei, það vissi ég ekki, sagði Clare hissa. — Hvenær gerði hann það? Faith sagði henni það sem Simon hafði sagt henni. Clare var lítið um þetta, því að í rauninni þekkti hún Ralph ekki mikið, og henni fannst verra að hann skyldi fara að nauða á Simon út af skýjakljúfa- áformum sínum. Hún hafði grun um að hann gæti verið talsvert ágengur ef hann ímyndaði sér að hann gæti grætt peninga með hægu móti. En að því er henni skildist hafði hann erft einhverja peninga sjálfur. —i Heljdurðu að hann komi hingað? — Já, hann er boðinn í veizl- una mína annað kvöld. Ó, Clare, ég er svo sæl! Það eina sem mig vantar er að þú lofir að verða héma um aldur og ævi. Ef þú giftist Morgate lækni verður þú líklega að eiga heima nálægt London, og þá verður sjaldnar tækifæri til að hittast. — Það er ekkert afráðið um þetta ennþá, flýtti Clare sér að svara. Nú hafði hún komið sér í dálaglegan bobba! Faith mundi vitanlega segja Simoni frá öllu þessu, og svo mundi hann fara að spyrja Clare um framtíðar- áform hennar. Hins vegar var gott að hafa Keneth Morgate í bakhöndinni, sem skýringu á því, að Clare vildi komast til London aftur, og hún var viss um að hann mundi ekki amast við því. Kannske ætti hún að giftast Keneth. Var hægt að ráða úr vandanum á þann hátt? En hún vildi ekki giftast honum á fölsk- um forsendum . . . Ef hann vildi hins vegar hætta á það, vitandi hvernig ástatt var um hana . . . þá . . . — Viltu helzt að ég minnist ekki á þetta við neinn? spurði Faith . . . Ekki einu sinni Sim- on? — Helzt ekki, svaraði Clare. — Ég vona að enginn haldi að þetta sé vanþakklæti af minni hálfu, að ég fer héðan aftur. Faith hristi höfuðið: — Eng- um mundi detta slíkt í hug, í sambandi við þig, sagði hún. — Annars spurði Simon mig síð- ast í gær, hvað þú hefðir af- ráðið um veruna hérna. Hann er afar hrifinn af þér, skal ég segja þér, og ég veit að hann vonar að þú setjist hérna að. — Það er gott að heyra, sagði Clare. — En hvað sem öðru líð- ur lofa ég þér því að koma oft og heimsækja þig hérna. — Já, það segir maður alltaf, en svo verður ekkert úr því, sagði Faith og andvarpaði. — Ef svo færi skaltu vera viss um að það kemur þá ekki af vantandi vilja heldur af annríki, sagði Clare. — En gætirðu ekki orðið hérna nokkra mánuði, Clare. Þangað til við Simon erum gift? — Hvenær ætlið þið að gift- ast? — Þú veizt það, Clare. Um jólin. — Já, alveg rétt. Clare átti í baráttu við sjálfasig. Hana sárlangaði til að vera þar sem hún gæti að minnsta kosti séð Simon, vitað hvar hann var, talað við hann stöku sinnum. En jafnframt var hún hrædd um að hún gæti ekki leynt tilfinningum sínum, og þær yrðu óviðráðan- legar. Hún varð að berjast og sigrast á þessari ofurást, annars yrði líf hennar samfelld ógæfa. Henni fannst hún vera svikari gagnvart Faith, og leið alls ekki VIKAN 51,—52. tbl. — 21

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.