Vikan


Vikan - 26.12.1963, Blaðsíða 24

Vikan - 26.12.1963, Blaðsíða 24
eftir Chiquita Sandilands TEIKNING: SELMA JÓNSDÓTTIR Systir María Catarina kom auga á barnið, þeg- ar hjúkrunarmaður bar það inn í salinn. Hann rétti henni litla drenginn, sem var sveipaður inn í rautt teppi, og hún tók við barninu og lyfti var- lega frá teppinu, þannig að hún sá framaní hann. Það var erfitt að segja, hve gamall hann var. Augun voru lokuð eins og á nýfæddu barni og and- litið fölt, næstum vaxkennt. En hún fann það á þyngd hans, að hann var enginn hvítvoðungur. Þetta barn var hálfs annars árs, kannski tveggja ára. Það komu ekki svo mörg börn i klaustursjúkra- húsið, og systir María vissi ekki allskostar, hvað hún átti að gera. Maðurinn í sjúkrabílnum var að raða einhverjum skjölum, og systir María spurði með sinni mildu röddu: — Hvar er móðir barns- ins? — Hún kemur, um leið og hún hefur fundið einhvern til þess að hugsa um hitt barnið sitt, frú — systir, á ég við. Systir María skildi, að hann var ekki viss um, hvernig hann átti að titla hana, og að hann vaeri hræddur við það að sýna henni ekki tilhlýðilega virðingu, Hún haíði yfirleitt gaman af þessari óvissu, en einhvern veginn ekki núna. Þjálfað hjúkrunarkonuauga hennar sá, að barnið var al- varlega veikt, Maðurinn í sjúkrabílnum rétti henni nokkur skjöl: — Hér er tilvísunin frá lækninum, og sam- þykki foreldranna fyrir því, að barnið skuli lagt hér inn, liggur í umslaginu. Systir María gaf ungnunnu bendingu og kink- aði kolli í áttina til skjalanna. Það átti að kenna ungu nunnunni að komast af án óþarfa orða. Hún brosti, tók skjölin og rétti fram hendurnar eftir barninu. En eitthvað aftraði systur Maríu frá því að láta ungu hjúkrunarkonuna fá barnið. Hún hristi höfuð- ið — aðeins einu sinni — en það var nóg. Hún fann hlýjuna frá barninu í gegnum teppið, og það var kominn votur blettur á stífaða svuntuna, þar sem svartlokkað höfuðið hafði hvílt. Hún hafði ekki haldið mörgum börnum í örm- um sér, áður en hún gerðist nunna. Og þau höfðu heldur ekki haft mörg lítil börn í sjúkrahúsinu, síðan hún tók að vinna þar. Þess vegna varð hún svo undrandi á þeim tengslum, sem hún fann innra með sér, sem bundin voru barninu, sem hún hélt i örmum sér. Skref hennar voru hljóðlaus, þegar hún gekk inn í herbergið við hliðina á sjúkrasalnum. Hún lagði barnið i rúmið og leit lauslega yfr skjölin, sem ungnunnan hafð lagt á borðið. Denis Michael Thompson. Aldur: 21 mánuður. Skírður. Sjúkdóms- einkenni: hiti, órói, sársauki. Sjúkdómsgreining: heilahimnubólga, Horfur; vafasamar. Systir María gekk að rúminu og dró teppið var- lega tii hliðar. Vafasamar. Það táknaði, að það ENGIN AF ÞEIM SEM UMHVERFIS RÚMIÐ STÓÐU, HEYRÐI KAP- ELLU KLUKKUNA SLÁ MIÐNÆTURSLÖGIN, EN í ÞEIRRI ÖGNARKYRRÐ ÞEGAR BERGMÁLIÐ FRÁ KLUKKUHLJÓMNUM DÓ ÚT, HEYRÐU ÞAU HLJÖÐ, SEM VAR BLANDIÐ MEIRI VON EN NOKKUR KLUKKNAHLJÖMUR -VEIKT ANDVARP FRÁ RÚMINU kæmi ekki lækninum á óvart, ef Denis litli myndi deyja. Hann myndi auðvitað gera allt til þess að endurheimta heilsu hans, en það var ekki hann, sem hafði síðasta orðið. Ákvörðunin var undir öðrum komin, og henni varð ekki haggað. Systir María hafði helgað líf sitt þeim eina, sem hefur líf og dauða á valdi sínu, og jafnvel ekki á þessari stundu datt henni í hug að gera uppreisn gegn þeim örlögum, sem kannski myndu falla í skaut Denis litla. Að minnsta kosti ekki meðvitandi. Ef einhverri uppreisn var til að dreifa, var hún fólgin í hinni undarlegu tilfinningu, sem gagntók hjarta hennar, er hún leit á litla strák- inn. Það var djúp hvöt, sem fékk hjarta hennar til að hvísla: Hann deyr ekki. Hann má ekki deyja. Hún krossaði sig. Bænin, sem gagntók hana, spratt fram á vörum hennar. Á meðan hún bjó Denis undir læknisskoðunina, bað hún með þeirri innlifun og einfaldleika, sém er einkenni með öllum, sönnum bænum. Og það varð hið harða uppeldi, sem hún hafði orðið að ganga í gegnum, sem kom henni til þess að ljúka bæninni, hiklaust, með orðunum: Verði þinn vilji. Hún hélt í höndina á drengnum á meðan lækn- irinn rannsakaði hann. Litla höndin var heit og þurr. Undirgefin hlýddi hún skipunum læknisins: Snúið honum á hliðina, systir, og svo aftur til baka — þetta er gott. En hún sleppti ekki hönd- 24 — VIKAN 51,—52. tbl. Illí ■ ■■■:; : ■■■ illlfili; ■ Ipili;;: ■ Það komu ekki svo mörg börn í klaustursjúkrahúsið, og systir María vissi ekki allskostar, hvað hún átti að gera. inni á honum eitt andartak. Og alian tímann hugsaði hún: Þetta er furðulegt. Hún vissi ekki gjörla, hvað var svona furðulegt: að veikt barn gæti kallað fram til- finningar með henni, sem voru svo ólíkar því, sem hún hafði áður fundið til sjúkl- inganna, eða það, að hún gat eki útskýrt þessa tilfinningu, en skildi þó, að hún var öðru- vísi en allt, sem hún hafði áður fundið . Læknirinn rétti úr sér og dró teppið yfir barnið. — Hann er fárveikur, sagði hann. — Líkurnar á því, að hann lifi, eru hverfandi. Sjaldgæfur sjúkdómur. Hvar skyldi hann hafa fengið hann? Systir María svaraði ekki. Hún hafði snúið sér að ung- nunnunni, sem komin var til hennar og hafði snert á henni handlegginn. Unga stúlkan benti út á deildina. Þarna við dyrnar stóð ungur maður og ung kona, þétt hvort upp að öðru. Hann hélt öðrum hand- leggnum um öxl hennar, og í hinni hendinni bar hann litla ferðatösku. Það var bundinn bangsi við ferðatöskuna með snærisspotta. Systir María kinkaði kolli í áttina til barnsins og ung- nunnan tók við, en sjátf gekk hún til unga fólksins. Hún brosti til þeirra og greip um hönd móðurinnar. — Hafið engar áhyggjur, sagði hún. - Við skulum vona og trúa. Komið með mér. Hin unga frú Thompson þorði naumast að horfa á son sinn. Hún lacrði höndina yfir munninn og leit óttaslegnum augum á systur Maríu. — Hann er ekki eins og hann Denis minn litli, sagði hún lágt. — Haldið þér ekki, að hann fái aftur heitsu? — Það vitum við ekki enn þá, svaraði nunnan. Því fá- um við ekki ráðið. Við get- um aðeins beðið og starfað. Framhald á bls. 28. VIKAN 51.—52. tbl. — 25

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.