Vikan


Vikan - 26.12.1963, Blaðsíða 29

Vikan - 26.12.1963, Blaðsíða 29
kenndinni eitt einasta andartak. Hún lokaði augunum og beindi allri sál sinni að svefndrukknu barninu. — Mamma er hérna, elskan mín, hvíslaði hún loksins. — Ég; skal ná í hana. Denis var á batavegi, þegar systir María bað um að fá að tala við abbadísina dag einn. — Móðir, ég held, að ég hafi breytt illa. — Það er barn hér á deildinni, lítill drengur, sem hefur verið veikur, og ég fann ... Þótt hún væri niðurlút, fékk hún hugboð um bros á mildu andliti abbadísarinnar. — Ég veit það, þarnið mitt, ég veit það, svaraði hún. —- Það er skylda mín að vita og skylda mín að skilja. Fólkið úti í heim- inum heldur, að nunnurnar hafi ekki sömu tilfinningar og ann- að fólk - - aðrar konur. Og sum- ar af þeim konum, sem kjósa líf okkar, halda það einnig. Á vissan hátt er það satt. En við eigum okkar köllun, og hún verndar okkur gegn veraldleg- um hlutum. En við getum ekki algjörlega bandað frá okkur innstu tilfinningum okkar. Án þessara innstu tilfinninga vær- um við heldur lélegar nunnur, kannski alls ekki nunnur. Þessi tilfinning, sem þú fannst, er ein af beztu og háleitustu tilfinn- ingum hins veraldlega lífs og engin synd. Eitt andartak fannst þú til móðurtilfinningar. Sú til- finning er þáttur í lífi hverrar sannrar konu. Það er vitundin um hið dýrmæta og fagra í líf- inu eins og það er skapað í guðs mynd. Vertu þakklát fyrir þessa reynslu, barnið mitt. Systir María stóð á fætur. Hún horfði á andlit gömlu konunnar og sá, að það Ijómaði af ást, meðaumkun og auðmýkt. Mamma, Mutter, madre, mére — ást, fegurð, blíða. Hún fann skyndilega til gleði. — Já, ég skil, sagði hún hljóðlega. — Þakka þér fyrir, móðir. EFTTRSÓTTASTA BÓK í HEIMI. Framhald af bls. 9 Gljái prentsvertunnar og litir flúrs og mynda, hefur ekki mikið dofnað á þeim bókum, sem enn eru til. BÓKIN CM BÓKINA Furðu gegnir hve mörg ein- tök eru til af Gutenbergsbiblíu, þar sem upplagið var ekki nema 185 eintök, og liðnar fimm aldir frá útgáfuári. Nákvæm eftir- grennslan hefur leitt í ljós, að til eru 44 eintök tveggja binda, eitt þriggja binda en tvö fjög- urra binda, eða alls 47 eintök. Þar af eru 35 prentuð á pappír, en af þeim eru 17 heil. Tólf eru prentuð á skinn, þar af eru fjög- ur heil. Mjög mikið vantar í sum þeirra eintaka, sem samkvæmt skrá eru ekki talin heil. Svo góðra heimta hefði eng- inn getað búist við nema þar, sem húsakynni hafa verið vand- aðri og varanlegri en gerzt hefur á Islandi. Þ.ví næst þriðjungur þessara 'dýrmætu bóka, hefur verið smám ;saman keyptur til Bandaríkj- ;anna, síðan 1847 að ameríkumað- ur keypti fyrsta eintakið á upp- iboði í London fyrir £ 2500. Bandaríkjamenn urðu heldur ekki eftirbátar annarra í því, að heiðra minningu afreksmanns- ins frá Mainz, á fimm alda ártíð prentlistarinnar. Þannig heimsótti Bandaríkja- maðurinn D. C. Norman alla þá staði, þar sem fyrir finnst Guten- bergsbiblía, tók myndir af þeim, bæði bandi og lesmáli, og skráði upplýsingar og birti síðan í stór- merkilegri bók. Er bók hans í sama broti og Biblían og er, samkvæmt dómi bókfræðings, ,,ein fegursta og vandaðasta bók sem gefin hefur verið út á þess- um mannsaldri“. — Verð henn- ,ar er á fimmta þúsund krónur! Eitt eintak Biblíunnar — mis- jafnlega fullkomið — er í hverju eftirtalinna landa; Portúgal, Sviss, Austurríki, Danmörku, Skotland, Póllandi og Belgíu. Tvö eintök eru á Spáni og ítalíu. Fjögur eru í Frakklandi, sjö í Englandi, ellefu í Þýzkalandi en fjórtán í Bandaríkjunum. — Líklega hafa margir ís- lendingar séð Gutenbergsbiblíu í Kongelige Bibliotek í Kaup- mannahöfn. Það eintak er að- eins síðara bindið, prentað á pappír, og vantar eitt blað. Ann- ars er það mjög fallegt, í 17. ald- ar alskinnbandi. f þjóðþingsbókasafninu — Library of Congress í Washing- ton — er eitt fegursta og full- komnasta skinnbókareintak Gut- enbergsbiblíu, sem til er, og það eina í þrem bindum. Það eintak hafa séð milljónir ferða- manna, sem komið hafa til höfuð- staðarins, enda til sýnis undir gleri í þar til gerðum skáp, lista- fögrum. í HÖNDUM BÓKABÉUSA OG BRASKARA. Þegar Rússar hernámu Leip- zig að stríðslokum, hurfu úr bókasöfnum þar tvær Gb. (Gut- enbergsbiblíur) og hafa ekki komið í leitirnar síðan, þó að ýmsum öðrum ránsfeng hafi ver- ið skilað aftur. Slíkt hefur oft komið fyrir áð- ur, að Gb. hefur verið rænt, eða hún horfið öðru hvoru á dular- fyllri hátt, einkum á stríðstím- um. Munkar hafa stungið hinni þungu bók innundir, kufl sinn og flúið með hana úr landi, eða til fjalla, og falið hána þar til hættan var liðin hjá. Verið íing' NOTIÐ ASTER SNYRTIVÖRUR DAGKREM NÆRINGARKREM ANDLITSMJÓLK ANDLITSKREM BODY MILK MAKE-UP STEINPÚÐUR LAUST PÓDUR VARALITUR VARALITABLÝANTAR AUGNPOKAKREM AU GNHÁR ALITUR AUGNSKUGGAR AUGNABRÚNABLÝANTAR KINNALITUR VIKAN 51.—52. tbl. — £9

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.