Vikan


Vikan - 26.12.1963, Blaðsíða 34

Vikan - 26.12.1963, Blaðsíða 34
antinn og krónómetrið, sem geymt hafði verið í pjáturkassa undir skutloki, svo að tækinhéld- ust að minnsta kosti þurr. Ferg- usson yngri og einn af háset- unum veittu honum aðstoð, svo að hann gæti haldið sextantinum stöðugum, á meðan hann tók sólarhæðina, og allir voru hljóð- ir af eftirvæntingu á meðan hann reiknaði út staðsetningu bátsins. „Er líklegt að við náum til Clarioneyjar?“ spurði einn há- setanna fyrir munn þeirra allra. Mitchell skipstjóri rétti úr sér. ,,Ég vil fyrst taka það fram, að ég tel að krónómetrið vísi skakkt“, sagði hann, „enda ekki við því að búast að svo viðkvæm tæki þoli slíka meðferð. Samkvæmt vísun þess, ættum við nú að vera staddir 189 mílur vestur af Clarioneyju. Ég býst við að þar skakki einhverju, en þó get- ur ekki skakkað svo miklu, að það breyti því að við náum ekki til Clarioneyjar . . . Við siglum nú í norðvestur, í beina stefnu á Hendersoney". „Hvað er langt þangað?" kall- aði einn bátsverja. „Því sem næst sjö hundruð mílur. Ef við höfum heppnina með okkur, getum við siglt þang- að á viku. En fyrir bragðið verð- um við að minnka nokkuð við okkur matarskammtinn. Við höf- um lifað um efni fram að und- anförnu'1. Hlóu þá bátsverjar, að einum frönskum náunga undan- skildum. Nú fékk enginn nema fjórða- part af kexköku tvisvar á dag. Sam Fergusson gerðist nú svo máttfarinn, að hann gat ekki Jesið bænirnar, og tók bróðir hans þar við af honum. Veður var bjart, og þeir sigldu mik- inn, en sökum stormsins og sjó- anna reyndist harla örðugt að verja bátinn áfallum, og var ausið án afláts. Áhyggjur skip- stjórans jukust með degi hverj- um, þó að hann léti ekki á bera. Þrátt fyrir veðurhæðina, höfðu þeir ekki siglt meira en sextíu mílur síðustu tvo sólarhringana. Með því móti mundu þeir verða 23 sólarhringa að ná til Hender- soneyjar, og hvorki bátur né menn mundu þola slíka siglingu. Á tuttugasta og sjöunda degi siglingarinnar, varð Mitchell skipstjóri að taka afdrifaríkustu ókvörðun á ævi sinni. Hann til- kynnti öllum um borð í bátn- um. „Við breytum nú stefnu", sagði hann. „Siglum beint í vest- ur . . .“ Bátsverjar létu samstundis í ijós, að þeir væru slíkri ákvörð- un andvígir. Hafði Thomas, þriðji stýrimaður, orð fyrir þeim. „Ef við siglum beint vestur, siglum við frá þeim stað, þar sem við hugðumst taka land“, sagði hann. „Við höldum þá beint í haf, frá öllum eyjum og löndum. Það er ekki minnsta vit í slíku, skip- stjóri . . .“ „Samkvæmt sjókortinu eru Ameríkueyjar nú 700mílurívest- ur; Hendersoneyjar álíka langt í norðvestur. Ef við siglum beint vestur, höfum við beinan byr, en ekki á hlið ,eins og að undan- förnu. Fyrir bragðið tekur sú sigling okkur mun skemmri tíma og verður okkur uaðveld- ari“, svaraði Mtichell skipstjóri. „En það er einhverjum vafa bundið hvort þessar Ameríkueyj- ar fyrirfinnist", mælti Sam Ferg- usson lágt og stillilega. „Og hvernjg fer, ef þær reynast ekki finnanlegar?" Mitchell skipstjóri svaraði og heldur seinlega: „Ég verð að fara þess á leit við ykkur alla, að þið treystið dómgreind minni. Með staðvjndana á hlið, náum við aldrei til Hendersoneyjar. Ef við siglum beint vestur, und- an vindi, eru líkur til að við náum landi . . . ef þessar eyjar fyrirfinnast. Og á það verðum vjð að hætta“. Það var franski náunginn einn, sem hélt áfram að tuldra og nöldra, þegar bát- urinn hafði breytt um stefnu, undan vindi. Þann dag úthlutaði skipstjór- inn hverjum manni um borð smábita af fleskj og brauði um hódegið, og nokkrum rúsínum og. brauðbita að kvöldi. Enginn fékkst um það, nema sá franski, sem kvartaði sáran. Morguninn eftir sást að farjð hafði verið í kassann, þar sem brauðið var geymt og aðeins nokkrir molar skildir eftir. „Ætli það hafi ekki verið þessi síbiðjandj Fergusson, sem gerði það“, hvíslaði sá franski að félög- um sínum frammi í bátnum. „Það er að minnsta kosti eitthvað und- arlegt við það, að hann skuli ekki vera dauður, eins og af hon- um var dregið, þegar hann kom um borð í þessa manndráps kollu. Ég þori að bölva mér upp á það, að hann hefur stoljð af vistum okkar allan tímann“. Sumir af félögum hans kinkuðu kolli til merkis um að þar væru þeir honum sammála. Á þrítugasta degi minnkaði enn matarskammturinn, og gerð- ist sá franski nú tjl að hreyfa mótmælum, en sessunautar hans fylgdu honum að málum. „Við skulum sjálfir taka að okkur skömmtunina", sagði hann. „En hvað um skipstjórann?" spurði einn félaga hans. Sá franski dró fingurinn um barka sér, til merkjs um að skipstjórinn yrði skorinn á háls, ef hann sýndi mótþróa. Um nóttina, þegar flestir voru í fastasvefni, laumaðist ungur háseti frá New York, Jim Cox, aftur í til að vara skipstjórann við ráðabrugginu. Mitchell hlýddj sögu hans, alvarlegur á svipinn. „Þakka þér fyrir, ungi maður", sagði skipstjóri, „þetta er ekki meira en ég bjóst við, fyrr eða síðar. Og vænt þætti mér um það, að þú fylgdist með því, hvað þeir brugga, þarna frammi á, og létir mig vita“. Sjómaðurinn ungi hélt hljóðlega til baka, en svo var hann mátt- farinn orðinn, að hann gekk upp og niður af mæði. Mælingar um hádegið daginn eftir sýndu að nú hafði nokkuð miðað. Fyrsta daginn höfðu þeir siglt 80 mílur, 95 annan daginn og 130 þann þriðja. Auk þess fór báturinn mun betur í sjó en áður. Á þrítugasta og öðrum degi þraut bæði brauðið og rúsínurn- ar. „Ég þori að bölva mér upp á, að þeir hafa falið mat þarna aftur á, sem þeir ætla sér að éta á laun“, sagði sá franski. Daginn eftir var þurrt veður og heitt og gott í sjó. Mitchell skipstjóri notaði tækifærið til að fara úr nærfötunum og þurrka þau, en hann hafði setið í þeim blautum undanfrana tólf sólar- hringa. Hann varð furðu lostinn, þegar hann leit læri sín, sem nú voru ekki digrari, en framhand- Ieggur hans hafði áður verið. Þernan dag leyndu þeir, sá franski og félagar hans, ekki lengur gremju sinni og grun- semdum. Þegar Mitchell skip- stjóri úthlutaði þeim smábitum af fleski og vatnssopa, urrraði sá franski illilega: „Nú er tími til kominn, að við fáum eitthvað af þeim mat, sem þú hefur stol- ið undan handa sjálfum þér“. „Hvað áttu við með því?“ spurði Mitchell skipstjóri. „Við skulum sýna honum hvað við meinum drengir", sagði só franski og brölti á fætur. „Nú skulum við fá þann skammt all- an, sem okkur ber“. Hann dró hníf úr vasa sínum og stefndi aftur á, og nokkrir af þeim, sem frammi í sátu, bröltu af stað og fylgdu honum. Mitchell reis með erfiðsmun- um á fætur. „Þið verðið að drepa mig ef þið ætlið að taka það litla, sem enn er eftir af vistum í ykkar hendur“, sagði hann rólega. „Og ef þið drepið mig, vitið þið hvernig fer. Þið farið sjálfir sömu leiðina. Þið siglið í hringi, þangað til þið drepist úr hungri, því að enginn ykkar kann að sigla bátnum eða reikna út stefnuna eftir mæling- um“. Mennirnir hikuðu við. Mit- chell hélt áfram máli sínu, ró- legur eins og ekkert hefði í skor- izt. „Við eigum ekki um nema eitt að velja, ef við viljum kom- ast lífs af — að skammta svo naumt, að við hjörum það að ná landi. Ef þið viljið umfram allt drepast, get ég ekki komið í veg fyrir það. En aftur á móti get ég heitið ykkur því, að sjá svo um að þið komizt lífs af, ef þið treystið mér og látið mig ráða“. „Skiljið þið ekki, að hann hef- ur lög að mæla?“ spurði Sam Fergusson veikum rómi, „Skiljið þið ekki, að við værum allir meira að segja löngu dauðir, ef Mitch,dU skipstjóra hefði ekki notið við?“ Nokkrir fylgismenn þess franska kinkuðu kolli, og sjálfur virtist hann á báð- um áttum. Eftir andartak voru þeir allir setztir og uppreisn- inni þar með lokið. Daginn eftir áttu þeir í enn meiri vanda. Mælingar Mitchell skipstjóra um hádegið sýndu, að þeir voru nú staddir á því svæði, þar sem eyjurnar áttu að vera. Bátsverjar skimuðu í allar átt- ir, en hvergi var land að sjá. Ekki einu sinni fugl á flugi, sem bent gæti til að land væri í nánd. „Þetta er ekki annað en það, sem við bjuggumst hálft í hvoru við“, sagði Mitchell skipstjóri, þegar hann sá hve mjög þeim varð um þetta. „Nú siglum við beinustu leið til Hawaii. Þangað gæti ég siglt þó að bundið væri fyrir augu mér. Þangað eru ekki nema 1,200 mílur. Við náum þangað á hálfum mánuði“. Þeir voru fimmtán saman á bátnum. Þeir höfðu um fjörutíu og fimm lítra af vatni, nokkra bita af fleski og eina dós af súpu — það var allt og sumt. Enn varð Mitchell skipstjóri að minnka skammtinn við sig og bátsverja sína. Henry Fergus- son fullyrti engu að síður, að nú væri sér farið að líða öllu betur. „Við höfum hjarað þetta í mánuð. Því skyldum við ekki geta hjarað í hálfan mánuð til viðbótar!" Þá kom fyrir þá óvænt slysni. Á þrítugasta og fjórða degi, sat kaðallinn fastur í blökkinni efst í siglunni, þegar þeir hugðust draga saman segl í einni vind- hviðunni. Siglan var fimm metr- ar á hæð, og enginn þeirra hafði mátt til að klífa upp að blökk- inni, þó að margir reyndu. En þeir gátu ekki haft stjórn á bátn- um að vild, nema unnt væri að haga seglum. Ef enn kæmi snörp vindhviða, var ekkert líklegra en að seglið rifnaði í tætlur, og þar með væri siglingu þeirra lokið. Sá franski komst hálfa leið upp. Joe portúgalski örlítið hærra, en báðir urðu að gefast upp við svo búið. Loks komst Thomas þriðji stýrimaður alla leið, með aðstoð Jim Cox og Henry Fergusson, en áreynslan varð honum um megn, svo að það var með naumindum að hann komst niður aftur, og leið þá yfir hann. Eftir tvær árangurs- lausar tilraunir varð Jim Cox loks til þess að komast alla leið upp og ná blökkinni niður. Það kom í Ijós að trilluásinn var brot- inn. Og þá var að finna eitthvað, sem nota mætti fyrir ás. Loks kom þeim saman um, að helzt væri þar um að ræða nagla, sem sat í borðstokknum. En það var — VXKAN 51,—52. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.