Vikan


Vikan - 26.12.1963, Blaðsíða 39

Vikan - 26.12.1963, Blaðsíða 39
Klólfötin^ í Gott. Sg þarl y»ar° \ ,aö nota ^au y0ar* J l^íkvöld.' Af hverju léstu \ pressa kjólfötin ' þln ? Ætlarðu eltthvaO-eða hvað? T Nei,nei. Bara að ha hafa þau tilbúin, ef við þurfum aö fara eltthvað fig fira þeim nlður út um gluggann, og klœöl mig I bil- _ c: Lri iT'tinm í Ég œtla út i | Svaraðu fyrst bilskúr. Ég I í símann, og gleymdi vindl • vittu hver unum þar cc er að hringja Frú í'ina býður okkur) á frumsýningu í c óperunni i kvöld. Við förum Guði sé lof aö þú lést pressa kjól- fötin þín. Þau eru. nauösynlegi ^Ar'Jí CHIC 2g — VXKAN 51. tbl. hægara sagt en gert að ná hon- um, því að þcir höfðu ekki önn- ur tæki til þess en hnífa. Það tók þá þann dag allan og þann næsta, en þegar naglinn var loks laus, reyndist hann koma að beztu notum og trissuhjólið lék á honum. Á þrítugasta og fjórða degi var blökkin komin aftur á sinn stað efst í siglunni, og í tilefni af því var síðasta súpudósin opn- uð og tæmd til hálfs. Þegar Sam Fergusson kingdi sínum sopa, hafði hann orð á því við skip- stjóra, að nú hefði hann ekki haft hægðir í þrjár vikur. ,,Ég geri ráð fyrir, að slíkt mundi valda miklum óþægindum við aðrar aðstæður, en ég finn ekk- ert til þess“. „Ég skil það“, svaraði Mitchell skipstjóri, „því þannig hefur það lika verið með mig, síðustu sextán sófiarhringana. Ég geri ráð fyrir að líkaminn gernýti þá litlu fæðu, sem við höfum neytt, og því sé ekki um neinn úrgang að ræða“. Á þrítugasta og níunda degi reit Mitchell skipstjóri í dagbók sína: „Bezta veður. Allt, sem etið verður er nú etið, og síðustu dag- ana höfum við ekki neytt ann- ars en smásopa af vatni. Ég finn að ég verð nú máttfarnari með hverjum degi sem líður“. Hann kveðst þá gera ráð fyrir að þeir séu staddri um 700 mílur undan ströndum Hawaii. Þá blés snarp- ur staðvindur, og dró nokkuð úr hitanum af sól, sem skein í heiði allan daginn. Þann dag skipti Mitchell skip- stjóri jafnt á milli þeirra fitu- blettuðum striganum, sem flesk- ið hafði verið vafið í, og tuggðu bátsverjar það af ákefð. Joe portugalski át tvo silkivasaklúta, sem hann hafði á sér borið, upp til agna. Thomas þriðji stýrimað- ur át þrjár skóreimar úr leðri. Daginn eftir átti Mitchell skip- stjóri afmælisdag, varð 54 ára, og hélt upp á það með því að eta mjúka leðurtunguna úr öðrum skónum sínum. Á fertugasta og fyrsta degi lentu nokkrir flugfiskar innan borðs, sem skipstjóri deildi jafnt á milli þeirra fimmtán. Þann dag slóu þeir sundur smjör- kvartelið og nöguðu stafina. Þá höfðu þeir nagað öll þau bein, sem svínakjötið var á, upp til agna, og voru farnir að naga í sig skjaldbökuskelina. Og enn varð ekki hjá því komizt að draga úr vatnsskammtinum. Þann fjórtánda júní höfðu þeir siglt í sex vikur. Þá höfðu þeir lagt sér til munns alla vasa- klúta, skyrtur, skóreimar, smjör- kvartelsstafina og skjaldböku- skelina að mestu leyti. Á fertugasta og þriðja degi siglingarinnar var heiðskírt og bjart veður. Bátsverjar sátu eins og í leiðslu og virtust ekki vita í þennan heim né annan. En skipstjóri þóttist sjá þess noklc- ur merki að land mundi ekki langt undan — þangbólur, sem flutu á sjónum, fugla og rek- ald. Stundu síðar sá hann fjalls- tind, fjólubláan, rísa úr hafi. Hann reit í dagbók sína: „Held mig sjá land, en þori ekki að minnast á það, af ótta við að um missýningu geti verið að ræða“. Klukkan hálfellefu fyrir há- degi, kom Henry Fergusson líka auga á fjallstindinn. Hann starði fyrst lengi þangað, eins og hann þyrði ekki að trúa sínum eigin augum, en hrópaði síðan hásum rómi: „Land . . . Það er land . . .“ Enginn trúði honum þó fyrst í stað. Sá franski, sem lá frammi í stafni, hvæsti i'llsjlculega að hann skyldi ekki reyna að vera fyndinn. Og James Cox bætti því við, að sér finndist ósmekk- legt að hafa slíkt í flymtingum. Ungi maðurinn svaraði: „Ég er ekki að gera að gamni mínu. Þið getið sannfærst um það sjálf- ir . . . þarna ber tvo fjallstinda yfir skýjabakkann. Þarna . . .“ Bátsverjar litu þangað, hver af öðrum, og smám saman komu þeir líka auga á tindana tvo. Þeir sigldu upp undir land, og áður en langt um leið litu þeir iðjagræna strönd og ilmur af gróðri barst að vitum þeirra. í þetta skiptið voru þeir of mátt- farnir til að láta fögnuð sinn í Ijós með því að hnyppa dug- lega hver í annan. Þeir voru meira að segja of máttfarnir til þess að hrópa. Þeir sátu einungis og störðu, eins og þeir væru sjón- arvitni að hinu ótrúlegasta karftaverki. Þegar kom upp undir strönd- ina, sáu þeir að hún var klettótt og brim þar mikið, svo að óhægt mundi um landtöku. Þeir komu auga á nokkra kofa frammi á hrauntanga, en ekki sáu þeir neinn mann þar á ferli. Þegar þeir áttu um mílu ófarna upp að ströndinni, skipaði skipstjóri að fella skyldi segl og leggja út árar. Það reyndist ekki neinum vandkvæðum bundið að fellla seglin, enda þurfti ekki til þess mikið átak. En torveldara reynd- ist að leggja út árarnar. „Legg- ist allir á árar, annars hvolfir brimið bátnum“, skipaði Mitchell skipstjóri. „Við verðum að ná tanganum þarna . . .“ VIKAN 51. tbl. — gg

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.