Vikan


Vikan - 26.12.1963, Blaðsíða 46

Vikan - 26.12.1963, Blaðsíða 46
Nýtt Toni með tiibúnum bindivökva liðar hárið á íegurstan hátt VATN ÓNAUÐSYNLEGT-ENGIN ÁGIZKUN—ENGIR ERFH9LEIKAR Auðveldasta og fljótvirkasta heima permanentið, sem völ er á, er hið dásamlega Toni með nýja tilbúna bindivökvanum. Allur bindivökvinn, sem þér þarfnist er tilbúinn til notkunar í sérstakri plastflösku. Vatn ónauðsynlegt. — Ekkert duft, sem þarf að hræra í vatni. Með því að þrýsta bindivökvanum úr plastflös- u®fv fíöskSnr5Po| kunni er öruggt að hver einstakur lokkur fær jafna óaðfinnanlega bindivokvinn er tiibúínn liðun, án þess að liðirnir verði hrokknir og broddar myndist. Toni bindivökvinn lífgar einnig hár yðar, gerir það mjúkt, gljáandi og auðvelt í meðförum. Nú má leggja hárið á hvern þann hátt, sem þér óskið, hvortheldur stóra eða smáa liði. Toni fæst í þremur styrkleikumSuper (Sterkt) ef liða á hárið mikið, Regular (Meðal sterkt) ef liða skal í meðallagi og Gentle (Veikt) ef liða skal lítið, —og þannig má velja þá tegund sem hentar yður bezt. Toni, stór pakkning Tip Toni, minni pakkning, til að til að liða allt hárið. liða hluta hársins eða stutt hár. Með nýja Toni bindivök- vanum leggið pér hvcrn sérstakan lokk jafnt og reglulega og tryggið um leið betri og varanlegri hárliðun. Hún reyndi að snúa þessu upp í gaman. -— Dettur þér í hug að ég mundi fara að segja þér frá því, þó svo væri? Þetta væri alls ekki óhugsandi. Að minnsta kosti fer ég aftur til Farnham .. . það er hugsanlegt að einhver bíði eftir mér þar. — Já, hugsanlegt er það, sagði hann efandi. Svo hélt hann áfram tilefnislaust: — Heyrðu, þessi ritari hjá Denver — veiztu hvort hún hefur nokkurntíma átt heima í Broadstair? Clare leit forviða á hann. — Ég hef ekki hugmynd um það. Hvers vegna spyrðu að því? — Ég hef grun um að ég hafi séð hana einhverntíma áður. Hún sómir sér vel, en það leggst í mig að hún geti verið hættuleg. Lífshættuleg! Það er auðséð að hún er ástfangin af húsbóndan- um og er meinilla við unnust- una hans. -— Er nokkur manneskja til, sem ekki er vel við Faith? sagði Clare forviða. — Ég er viss um að Joan Latimer hefur andstyggð á henni. Og þú skalt ekki halda að hún sé hættulaus, væna mín. Clare minntist oft þessara orða síðar. Nú komu Simon og Faith til þeirra. Clare forðaðist að líta á Simon og sinnti eingöngu Faith, svo að þeir karimennirn- ir gætu fengið að tala saman. Faith studdi létt á höndina á Clare og sagði: — Þetta hefur verið yndislegt kvöld, Clare . . . En — gengur eitthvað að þér? -— Nei-nei, það gengur ekk- ert að mér. Hvernig dettur þér það í hug? svaraði Clare. Hún var hrædd við hina hættulegu glöggskyggni blindu stúlkunnar. -— Mér fannst bara, allt í einu, að . . . sagði Faith hikandi. — Hvað fannst þér? tók Clare fram í. —■ Að þú hafir áhyggjur af einhverju. —- Það hef ég líka. Ég hef áhyggjur af þér. Mér sýnist þú vera dauðþreytt, væna mín. — Ég verð að játa að ég er þreytt, sagði Faith, — en það stafar eingöngu af geðshræringu og hamingju . . . Nei, þú mátt ekki taka á slagæðinni á mér! sagði hún hlæjandi. — Þú verður að minnsta kosti að fara að hátta strax og sam- kvæminu lýkur. — Vertu viss um það, sagði Faith. — Ég skal fara að hátta án þess að ég sé beðin um það. Gestirnir fóru að kveðja og innan skamms tæmdust stofurn- ar. Joan Latimer og Ralph Ma- son létu eins og þau væru heima hjá sér og teldust til fjölskyld- unnar. Meg Hamden sárnaði þetta dálítið pg sagði, hvassari en hún átti vanda til: — Kannske hr. Mason vilji lofa yður að sitja í bílnum með sér tii Falmouth, ungfrú Latim- er . . . — Þakka yður fyrri hugul- semina, frú Hamden, svaraði Joan létt. — En ég ætla að bíða eftir Simoni. Það liggur áríð- andi bréf, sem hann þarf að skrifa undir þegar hann kemur heim, annars kemst það ekki til sjúkrahússins i tæka tíð. — Og ég verð að komast af stað núna strax, sagði Ralph Mason. — Ég er hræddur um að ég hafi verið hérna alltof lengi. En mig langar til að bjóða Clare í miðdegisverð á morgun. Við erum gamlir kunningjar, svo að ég vona að þið afsakið að ég haga mér svor.a óformlega . . . Það kom angistarsvipur á Clare. Annað kvöld! Hvernig átti hún að afsaka sig? Hún átti að hitta Simon! Hún tók eftir að alilr horfðu á hana, og flýtti sér að svara: — Því miður, Ralph, en ég á svo stutt eftir af veru minni hérna, að . . . Ralph vrap öndinni mæðulega og svaraði: — Manni leyfist að minnsta kosti að spyrja! Honum stóð á miklu að fá Clare í lið með sér. Kannske það sé hent ugra að við borðuðum hádegis- verð saman — ef Hamdenshjón- in amast ekki við því? Clare var fljót að grípa hálm- stráið. Framhald í næsta b’aði. FLÓTTINN FRÁ COLDITZ. Framhald af bls. 13 kvæmd. Til þess yrðum við að fá tvo menn i lið með okkur, sem gætu tekið að sér að vera á verði, meðan athugun okkar færi fram. Til þess fengum við ,,Sailor“ Nealy, foringja í flug- her flotans, og Kenneth Lock- wood, höfuðsmann í hernum, sem voru fúsir að hjálpa okkur. Þeir sögðust raunar hafa tekið eftir „snuðri“ okkar, og sjálfir voru þeir að bollaleggja flótta. Við bjuggum allir í stofu 66. Við hittumst allir fjórir, ég 46 VIKAN 51. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.