Vikan


Vikan - 26.12.1963, Blaðsíða 50

Vikan - 26.12.1963, Blaðsíða 50
Jólahátíðin fer í hönd Farið varlega með óbyrgt ljós. Setjið ekki kertaljós í glugga eða aðra staði, þar sem kviknað getur í gluggatjöldum eða fötum. * Algengustu orsakir eldsvoða eru íkviknanir í kyndiklefum, óvarkárni með ýmisskonar raf- magnstæki og lélegar raflagnir. 'Oemé'ð heimi/iyðar.. HEIMILISTSYGGIKG ER JÓLAGJÖF HEIMiLISINS Umboðsmenn um land allt MEÐ HAGKVÆMUM TRYGGINGUM BRUNABÓTAFÉLAG ÍSLANDS BÝÐUR YÐUR BEZXU KJÖRIN SKRIFSTOFA LAUGAVEGI 105 í kjallarann, ýtti skífunum lengra út í gangahornið okkar og fór síðan aftur. Skömmu síðar var Petur sendur aftur upp til að njósna, en hann kom þjót- andi aftur og sagði, að Þjóð- verjar væru á leið ofan í kjall- arann aftur. Komu þá nokkrir þeirra inn í kjallarann með þakskífur, sem þeir létu á gólfið, sem settár voru, þar sem rýmt hafði ver- ið fyrir þeim skömmu áður. Svo gengu þeir þannig frá hurðinni af hagleik, að við vorum fang- ar niðri í kjallaranum. Fang- ar innan fangelsisins! Til allrar hamingju áttum við bandamenn utan kjallarans, og þeir komu brátt á vettvang og hófu „björg- unaraðgerðir". Gátum við ekki komizt út úr kjaliaranum nema með því að ná í þjöl til að sverfa sundur nagla, sem Þjóðverjarn- ir höfðu notað til að ganga frá hurðinni. Tókst fljótlega að finna þjöl meðal fanganna og vorum við þá aftur „frjálsir“ menn, en ekki gátum við stund- að starf okkar fyrirhafnarlaust í kjallaranum, fyrr en við vor- um búnir að ganga svo frá hurð- inni, að auðveldara væri að fara þar inn og út aftur. Tókst okk- ur að búa svo um hurðina, að Þjóðverjar gátu ekki með neinu móti séð, að þar hefði verið hróflað við neinum sköpuðum hlut, og samt áttum við greið- an aðgang ofan í kjallarann. Gangagerðinni miðaði drjúg- um. Rætt var við okkur alla og okkur ráðið að gangast undir læknisskoðun, svo að gengið yrði úr skugga um, hvort við hefð- um heilsu til að komast til landa- mæranna, því að það mundi verða erfið gönguferð. Rann- sóknin átti að byrja á að við hlypum nokkrum sinnum upp á fjórðu hæð og niður aftur, en síðan var hjartað athugað. Okk- ur var sagður árangurinn af hjartarannsókninni, en því mið- ur var Barry O'Suliivan þá hvattur til að draga sig í hlé vegna annars manns. Hann hafði hvað eftir annað fengið mýra- kölduköst og var of heiðarlegur til að leyna lækninn því, en læknirinn áleit það of mikinn trafala og ekki að ástæðulausu. Okkur þótti þetta leitt Barrys vegna, en af honum er það ann- ars að segja, að hann slapp skömmu síðar úr öðrum fanga- búðum og varð raunar einn fyrsti brezki stríðsfanginn, sem komst undan til Sviss. f hans stað völdum við Harry Elliot úr írska lífverðinum, og stóðst hann öll próf, svo að við vorum sex um fyrstu flóttatilraunina. Það var von mín, að aðrir hópar mundu bráðlega á eftir koma. Það var mjög ákveðin ástæða fyrir því, að ég takmarkaði fyrsta hópinn við sex þátttakendur. Við ætluðum að fara um eldiviðar- skúrinn og halda þáðan um 30 metra eftir hliðargötunni til aðalstrætisins. Varðmaður gætti hliðargötunnar allan sólarhring- inn og var hann í um 40 m. fjar- lægð frá öngstrætinu, þar sem skúrinn var. Jafnvel þótt við mundum halda á brott frá hon- um, mundi hann geta séð hvern einstakan, og það mundi verða erfitt fyrir hann að verjast tor- tryggni, þegar hann sæi sex menn koma í röð út úr fáfarinni hliðargötu. Ég ákvað þess vegna, að við ættum að leggja upp með nokkru millibili, einn eða tveir í senn, og eigi færri en tveir okkar áttu að búast sem konur. Við ákváðum líka að skipta okk- ur í tvo þriggja manna hópa, þeg- ar ílóttinn væri raunverulega hafinn. Við Rupert og Peter All- an ætluðum að vera í öðrum hópnum, og höfðum við í hyggju að halda suður til Júgóslavíu, meðan hinir hugðust fara til Sviss. Göngin voru nú að kalla full- gerð og við vorum staddir und- I--------- -------------“1 /WWAt-s vo* *ft Nýir íslenzkir danslagatextar við öll nýjustu danslögin. — Sendið kr. 25.00 og þið fáið heftið sent um hæl burðar- gjaldsfrítt. Nýir danslagatextar Box 1208 — Reykjavík _________________________I ir margnefndum skúr, en við urðum að ganga nákvæmlega úr skugga um, hvar við værum staddir. Brennið í skúrnum var meter á lengd, og við þorðum ekki að grafa okkur upp úr skúr- gólfinu hinum megin við eldi- viðarhlaðann. Ég útvegaði mér þess vegna byssukrassa til að reka upp úr gangþakinu, en Rup- ert átti um leið að líta niður á öngstrætið til að sjá, hvar krassaoddurinn kæmi upp. Síðan átti hann að gefa merki, þegar krassinn kæmi upp, svo að ég kippti honum niður aftur, og loks að leggja á minnið, hvar krassinn hefði sézt. Ég byrjaði á stað, sem ég gerði ráð fyrir, að væri rétt utan við skúrinn. Lengi var ekkert merki gefið, og hélt ég þá, að göngin lægju dýpra, en ég hafði gert ráð fyrir. En allt í einu var gef- ið hættumerki og ég flýtti mér að kippa krassanum niður í göngin. Rétt á eftir fékk ég skýringu á því, hvers vegna svo langur tími leið, áður en mér var géfið merki. Krassinn hafði komið upp svo nærri skúrveggn- um, að Rupert hafði ekki séð hann strax, og þegar hann sá hann loks, var oddurinn kom- inn um hálfan metra upp fyrir götu. Nú héldum við greftrinum áfram hinir öruggustu, og eftir tvo eða þrjá daga komum við upp beint undir brennihlaðan- um og fundum ferskt loft. Ég var allshugar feginn, að brenn- ið reyndist hlaðið á trépall, sem var 15 sm. yfir gólfinu, svo að við þurftum ekki að mynda hol- rúm undir honum. Auk þess upp- götvaði ég, að gamalli borðplötu hafði verið hallað að hlaðanum, svo að pallurinn undir honum sást ekki án nánari athugunar. Næst uðrum við að komast að, hvernig við ættum að gera leyni- útgang úr göngunum. Við vildum endilega, að fleiri en einn hóp- ur gæti notað göngin, og auk þess var hættulegt — vegna legu kofans — að láta of marga menn fara um göngin í sömu lotu. Loks afréð ég að gera op á gólfið fyrir framan pallinn með brenninu, en síðan var því lokað aftur að nokkru með vegg, sem gerður var úr smáborðum, er lögð voru á rönd, lárétt og hald- ið með tveim keflum, sem rekin voru í jörðina lóðrétt. Bak við þennan „vegg“ var svo mokað þeirri mold, sem þarna hafði ver- ið rutt . frá og yfirborðið slétt- að, svo að þar sást engin mis- hæð á kofagólfinu, sem var að- eins troðin mold. Dick vann þetta verk að mestu leyti og varð að fara mjög varlega til að forðast allan hávaða. Með þessum und- irbúningi yrði auðvelt og fljót- gert að opna göngin með því að fella vegginn ofan í þau og ryðja moldinni inn í þau. Framhald í næsta blaði. gQ — VIIÍAN 51. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.