Vikan


Vikan - 26.12.1963, Blaðsíða 51

Vikan - 26.12.1963, Blaðsíða 51
ELEKTROLUX UMBOÐIÐ LAUGAVEGI 69 SlMI 36200 STERK OG STÍLHREIN KÓNISKT KRÓMAÐ PÓLERAÐ STÁL í FULLRI ALVÖRU. Framhald af bls. 2. una glymja, en húsmóðirin er frammi í eldhúsi að tilreiða matinn. Og krakkarnir leika sér og heyra ekki lengur muninn á þeim hávaða, sem verður til af messusöng eða dægurlagaflutn- ingi. Þó eru jarðarfarirnar miklu verri. Ekki sízt vegna þess, að þær fara fram á rúmhelgum dög- um og í flestöllum fyrirtækjum og verksmiðjum er útvarpið alltaf látið garga og það á hæstu stillingu til þess að eitthvað heyrist gegnum annann hávaða. Það er átakanlegt að lieyra Allt eins og blómstrið eina við þess- háttar skilyrði. Helgiathafnir í útvarpi eiga að mínum dómi engan rétt á sér og eru til þess eins að drepa allan trúarlegan áhuga. Það er ekki nóg að heyra „orðið“. Þrátt fyrir allt skiptir umhverf- ið máli i þessu sambandi, og kirkjur eru umhverfi, sem fylla hugann lotningu og töfra fram æskilega stemningu við guðs- þjónustu. En að hlusta á útvarps- messu i argaþrasi hins daglega lifs, ég veit ekki hverju það er líkt. Það er likast, að reynt sé að ná sambandi við guð í gegn- um síma. Svo herma fregnir, að kaþ- ólska kirkjan sé víðast hvar í sókn. Ekki finnst mér það und- arlegt. Það er svo mikið saman komið i kaþólskunni af gamalli og liagnýtri sálfræði, og leit- andi sálir eða huggunarþurfi finna þar miklu meiri lijálp í nauðum heldur en í lútherskum sið, sem Kiljan segir að sé á- byggilega versta skoðun i heimi. Hvað um það, liér er það Lút- erskan sem gildir og ætti að vera óþarfi að gera hana verri heldur en hún er i eðli sínu. Sleppa til dæmis öllum hvimleiðum alþingiskosningabrag við prests- kosningar. Látið það aldrei heyrast né spyrjast, að helgi- athafnir liafi farið fram i út- varpi. Hitt er svo annað mál, hvort ekki mætti endurvekja eitthvað úr húslestrunum gömlu; lesa stutta ritningarkafla eða að snjallir mcnn væru fengnir til að segja örfá orð til ihugunar fyrir hugsandi fólk. Annaðhvort er að standa saman um kirkju og kristinn sið í þessu landi svo sómi sé að, eða hætta alveg að þykjast. Það er alveg eins gott að fá Baldur og Konna til að skemmta við messur í dóm- kirkjunni eins og að halda áfram að útvarpa jarðarförum. gs. Þér fáiö einangrunarkostnaðinn endurgreiddan á fáum árum í spöruðu eldsneyti. Það borgar sig bæði fyrir yður sjálfa og þjóðfélagið í heild að spara eldsneyti svo sem unnt er, og þar að auki er hlýtt hús (vel einangrað) mun notalegri vistarvera en hálfkalt (illa einangrað). STEINULL H.F. Lœkjargötu - Hafnarfirði - Simi 50975 VI KAN 51. tbl. — pJJ

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.