Alþýðublaðið - 10.02.1923, Qupperneq 1

Alþýðublaðið - 10.02.1923, Qupperneq 1
192 3 Laugardaginn io. febrúar. 32. tölublað. Sjálfsagður hlntnr. Leikfélag Reykiavíkur. Nýjársnóttin, sjónleikur í 5 þáttum, eftir Indriða Einarsson, verður leikin suimudag 11. þ. m. kl. 8 s. d. í Iðnó. — Aðgöngumiðar seldir á laugardag frá 4—7 °8 á sunnudag frá 10—12 og eftir ,kl, 2. Það er sjálfsagður hlutur, áð stjórn rilcisins og Alþingi Iegg- ist á eitt með að gera tilraun til þess að bæta úr hinu hörmulega ástandi, sem nú ríkir hér á landi. En það er nauðsynlegt að vita það áður, að tilraunin hlýtur að misheppnast, ef hún er reist á röngum grundvelli. En — >ég veit ekki, hyernig ég á að fara að því með þessu fólki,« er haft eítir öidruðum verkstjóra í prentfmiðju einni, er ýtt var á eftir hönúm að flýta einhverju verki. Það er einmitt það. Það er ekki alveg ljóst, hvernig á að fara að því að leysa úr vand- ræðunum með þvi fólki, sem nú ræður yfirleitt í þessu landi og trú eftirmynd þess skipar bæði þing og stjórn. En ekki sákar, þótt gerð sé tilraun til þess að Ieiðá því, þessu fólki, fyrir sjónir, á hvaða grundvelli verður að reisa til- raunina til viðreisnar, ef hún á að verða annað en hlægileg handaskol. Það verður að vera þess sök, ef það torsmáir rödd hrópandans, enda mun það hefna sín. Það hefir ávalt hefnt sín. Ástandið, eins bölvað og það er, er ekki komið eins og skúr úr heiðskíru lofti. Það er afleið- ing, en ekki áleiðing, — óhjá- kvæmileg afleiðing af raunveru- legri orsök, og orsökin er fávís- legt gáleysi í rekstri atvinnuvega þjóðarinnar, glæpsamlegt brall í verzlup hennar og taumlaus van- þekking og þar af leiðandi hirðuleysi í stjórn ríkisins um þá hluti, sem enginn, sem fengin er stjórn í hendur, má hafá van- þekkingu á né humma fram af sér að hirða um. Þessi orsök ástandsins er enn j fullu fjöri, en það verður að kveða hana niður. Ánnars rætist aldrei úr. Þetta þríveldasamband gáleysis, bralls og vanþekkingar verður að rjúfa og ganga svo frá, að það rísi ekki npp aftur að eilífu í þessu landi. En — það verður ekki gert af einum maani. Til þess verður að safna liði, óvígum her. ÖIl alþýða verður að sjálfbjóðast í þann her, sækja fram, berjast og — sigra. Á gáleysinu í rekstri atvinnu- veganna verður að sigrast með því að gera það að almanna- sánnfæring, að atvinnurekstur er elclá einkamdl, heldur almanna- mál. Allan almenning varðar um, hvernig atvinnufyrirtæki eru rek- in og hver rekur þau, og um það mega engir leyndardómar eiga sér stað. Atvinnufyrirtæki verður að réka undir opinberu eftirliti, meðan þáu eru ekki þjóð- nýtt, en það verður eigi að síður að gera hið bráðasta. Um verzlunina verður það að vera meginreglan, að skifting varanna meðal þeirra, sem þurfa þeirra, verði sem allra ódýrust. Að henni megá þvi ekki vinna nema sem allra fæstir menn, og þeir mega ekki bera úr býtum meira en hverir aðrir starfandi menn í þjóðfélagínu. Allan til- kostnað við það verður að gera sem minstan, En það verður ekki gert nemá með því, að verelunin sé í höndum almennings og undir eftirliti hans, — ríkisverelun — bæði með útlendar og innlendar vörur. Stjórnarfarið í landinu — til þess að koma lagi á það verður að neyða þing og stjórn til þess að vita það 0g viðurkenna og hegða sér samkvæmt því, að meiri hluti landsmanna lifir nú orðið á haupi fyrir vinnu, að þessi stétt manna fjölgar steðugt, og að það er grundvallaratriði í lýðstjórnarfyrirkomulagi, að meiri hlutinn íáði — ekki að eins meiri hluti fulltrúa þjóðarinnar, sem blekkir hana fyrst og svfk- ur hana á eftir í trygðum, ef persónulegur hagur kretst, held- ur meiri hluti Tcjósenda þeirra, alþýðan, Hingað til hafa þing og stjórn eingöngu gætt hagsmuna þeirra, sem taka vinnu fyrir kaup, íjár- plógsmannanna, — minni hlutá þjóðarinnar, en nú verður alþýð- an að taka af skarið, áður en þeir troða hana niður f sorp vesaldóms og menningarleyús — viljann til þess sýnir m. a. frum- varpið um frestun fræðslulaganna á síðasta þingi —, og krefjast þess, að af þingi og stjórn sé undanbragðaláust tekið meira en að háltu tillit til hagsmuna þeirra, sem lifa á kaupi tyrir vinnu, alþýðunnar. Áð öðrnm kosti verð- ur alþýðan að ryðja þeim, er þar skipa sæti, burt við fyrsta tækifæri. Það eitt er réttlátlegt. Það er sjálfsagður hlutur.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.