Alþýðublaðið - 10.02.1923, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 10.02.1923, Blaðsíða 2
2 Frá DanmOrku. (Úr bJáðafregnum sendiherrans danska.) 6. þ. m. lauk í þjóðþinginu umræðunum um atvinnukrepp- una, er spunnist höfðu út áf íyrirspurn frá jafnaðarmönnum. XJppástunga frá róttækum og jafnaðarmönnum var feld. íhalds- menn báru fram rökstudda dag- skrá um að skora á stjórnina að vinna að bráðri yfirbugun erfið- leikanna í verzlun og iðnaði. Stjórnin féllst á dagskrána, og var hún samþykt með 78 at- kvæðum gegn 56. Á reikningi-hlutalélagsins Bur- meister & Wain fyrir árið 1922 er tekjuafgangurinn 1800 þús. kr. Er lagt til, að 1 milljón kr. sé lögð við varasjóð, en hlut- höfum greiddir 15% * arð. Blóðvatnsstofnunin danska í Kaupmannahöfn, er dr. med. Thorvald Madsen stýrir, hefir sent út tilkynningar um nýjar niðurstöður í læknavísindum, meðai annars um nýja áðferð til þess að ákveða sjúkdómseinkenni sárasóttar, um betra og ódýrara blóðvatn gegn barnaveiki og enn fremur um aðferð til þess að þekkja kíghósta mjög snemma á byrjunarstigi. Samningur landbúnaðarverka- manna hefir verið endurnýjaður þangað til í maí 1924, að mestu óbreyttur. Heildsöluverðtala í Danmörku, reiknuð at »Finanstidende«, sýuir í janúar lækkun um 11 stig niður í 192. Líklega dæmalaust. Líklega er dæmalaus meðfeiðin á íslenzkum embættismannalýð — þeim hinum „lægri" flokkum þeinár manntegundar, og öðrum opinberum sýslunar- og staifs- mönnum ríkisins, áð því er launa- kjör snertir — já, iíklega dæma- laust, þótt leitað væri um öll „fullvalda" riki veraldarinnar. — Skal þetta rökstutt með örfáum töium: í nýútkomnu hefti Hagtíðind- anna er. eins og vant er, tafla ALÞY.Ð.UBLAÐIÐ yfir veiðlag ýmsra nauðsynjavara i októbermánuði siðastliðnum og samanburður á því verðlagi og verðlaginu í júlí 1914, rótt áður en stríðið skall á. Og svo stendur þar, í samræmi við þessa töflu, þessi klausa: „Hafa þá vörur þessar hækkað að meðaltali í verði um 187% síðan stríðið byrjaði. . . .“ Já, þessar vörur (sem nær ein- göngu eru matvörur, en ótaldar allar aðrar vörur, svo sem fatn- áður, vefnaðarvörur, skófatnaður, húsaieiga 0. m. fl.) hafa hækkað um 187%, en starfsmönnum rík- isins er á sama tíma skömtuð „dýrtíðaruppbót" fyrir næsta ár, sem ekki fer frain úr 60% — sextíu procent! Pað gat ekki einu sinni orðið þriðjungurinn af því, sem þeim vitanlega bar! Og á hinu sama herrans ári, sem þetta skeður, er tekjuslcattur þessara starfsmanna margfaldaður. Sá, sem þetta ritar, hefir t. d. fengið sinn tekjuskatt fiminfaldaðan, galt áður 49 krónur, en á nú að greiða 252 krónur í hinn „örláta" ríkissjóð, svo að rúmlega er skatt- urinn þó flmmfaldaður! Prentarar og bakarar, handiðna- menn og verkamenn, sjómenn og saumakonur og margar aðrar stéttir þessa lands, gæta hags- muna sinna og láta ekki harð- dræga vinnuveitendur sökkva sér niður í skuldir eða sparka sér út á hreppinn. En hinir “útvöldu* þess „fullvalda" ísienzka ríkis — þeir bera sinn kross í aJlri auðmýkt og dettur ekki i hug að hrista af sér okið. Mikil er sú þolinmæði, sem sumum skepnum skaparans er gefln. Ritað í nóvembermánuði 1922. Gustur. l Álíking. Að ætia sér að auka kaupgetu almennings til bóka- kaupa með lækkun á kaupi prentara er því Iíkt að vilja auka vatnsmágnið í Þingvalla- vatni með nokkrum skjólum af Gvendarbrunnavatni. Deildarstjórarnir í Framsókn eru beðnir að muna eítir fund- inum á morgun í Alþýðuhúsinu og haía bækurnar með sér. Jdn Jðnsson læknlr, Skólavörðustig 19 (uppi). Heima kl. 1 — 3 og 8 — 9, Tannlækningar. Á Bergstaðastíg 2 er ódýrast og bezt gert við skófatnað (bæði Jeður og gummi). Ingibergur Jónsson, V. K. F. Framsdkn. Allir deildarstjórarnir eru beðnir að mæta á tundi í Alþýðuhúsinu á sunnu- daginn 11. þ. m. kl. 4. Nýja Ijósmyndastoí'an í Kirkjustræti 10 er opin sunnud. 11 —4, — alla virka daga 10—7. Komið og reynið viðskiftin. Verðið hvergi lægra. Porleifur og Óskar. Um daginn og veginn. Mcssur á inorgun. Dóm- kirkjan: Kl. n árd, síra Bjarni Jónsson og kl. 5 síðd. cand. theol. Hálfdan Helgason. Frí- kirkjan: Kl. 2 e. h. síra Árni Sigurðsson og kl. 5 ©. h. próf. Har. Níelsson. Landakotskirkja: KI. 9 f. h. hámessa og kl. 6 e. h. guðsþjónusta með prédikun. Isfiskssala. Nýlega hafa selt í Englandi afla sinn Geir fyrir 2238 og Baldur fyrir 1500 st.pd. Kvcðju-sainsæti ætlar stjóm fríkirkjusafnaðarins að balda séra Ólafi Ólafssyni og frú hans þann 22. þ. m. f tilefni af 20 ára start- semi í söfnuðinum. Borg kom frá útlöndum í gær. Fluttí timbur og sement. Fylllrí er nú alveg óþolandi í bænum og kemur þetta hart niður á þeim, sem halda skemt* anir, því að fylliraftarnir eyði- leggja gleði hinna, sem skemta sér á heiðarlegan hátt,

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.