Vikan

Tölublað

Vikan - 07.01.1965, Blaðsíða 7

Vikan - 07.01.1965, Blaðsíða 7
allt sem í mínu valdi stendur til að gera henni til hæfis, en ekkert dugar. Það er rétt, að ég slepp út á laugardagskvöld- um á skólaböll, ég tala nú ekki um, ef ég færi eitthvað annað. Ekki nóg með þetta, heldur van- treystir hún mér svo hræðilega, þó að hún hafi ekki neina ástæðu fyrir því. Ég hætti að reykja og hélt að hún yrði svolítið betri, en þá fæst hún bara ekki til að trúa því að ég sé hætt. Hún vitn- ar í hinar og þessar dætur vin- kvenna sinna, að þær séu svona og svona, ekki með hóp af krökk- um, heldur eigi bara eina vin- konu og leyfi strákum ekki að fylgja sér heim eða hringja í sig. Hún segir að ég keyri bíl- inn hans pabba svo glannalega, þó að ég fari varla yfir 30 km hraða, þegar þau sitja í. Hvað get ég eiginlega gert? Ég er hrædd um að hún smiti pabba. (Ég er einkabarn). Ein óánægð. ---------Þetta er raunar ofur skiljanlegt. Móðir þin vill allt til vinna að litla stúlkan hennar verði góð og stilt stúlka, og hef- ur miklar áhyggjur út af því að þú ert farin að vera með strák- um. Henni finnst ábyrgðin hvíla á sínum herðum, og gerir sér rellu út af öllum hlutum, senni- lega alveg að ástæðulausu. Von- andi, skulum við segja. Það er svona með allar mæður, sem þykir vænt um börnin sín, hvort sem það eru strákar eða stelpur, og allir verða við þetta að búa, hvort sem líkar það bet- ur eða verr. Að hún skyldi breyt- ast svona allt í einu fyrir mán- uði síðan, eins og þú segir, er að vísu dálítið erfitt að útskýra — en auðvitað gætir þú reynt að spyrja hana sjálfa. Kannske hún hafi séð eitthvað til þín, heyrt eitthvað um þig eða að þú hafir gert eitthvað af þér, sem þér finnst smávægilegt, en vex henni I augum. , Nú skaltu setjast niður hjá mömmu þinni einhvemtíma þeg- ar vel gegnir, spyrja hana og reyna að fá þetta allt saman á hreint. MJALTIR EÐA BÖLL. Kæri Póstur! Við erum hér tvær sveitapíur, og okkur langar að spyrja þig ráða. Svo er mál með vexti, að pabbi okkar á allmargar beljur en enga mjaltavél, því kemur það í okkar hlut að mjólka og hreinsa flórinn. Nú erum við búnar að fá leiða á þessu. Við viljum mikið heldur fara á ball í Þjórsárveri eða Aratungu, en það þýðir ekk- ert að tala við pabba. Viltu nú vera svo góður, að gefa okkur góð ráð. Vertu svo blessaður. Vonumst eftir svari sem fyrst. Tvær í sveitinni. — — — Góð ráð, til hvers? Eftir því sem við bezt vitum eru böll í Þjórsárveri og Aratungu í allra mesta lagi einu sinni í viku, þ.e. á laugardagskvöldum. Það væri fróðlegt að vita, hvað þið ætlið að gera þess á milli, ef þið hyggizt helga ykkur skemmt- analífinu. RÓMVERJINN HEFUR ORÐIÐ. Róm, fyrsta des. nítján hundruð sextíu og fjögur. Herrar mínir! Ég er ungur maður og á heima í Róm, frekar ungur að minnsta kosti og kannski segi ég það líka, þegar ég er orðinn fimmtugur. Með öðrum oðrum; ég hef trú á æskunni og enga trú á þeim gömlu. Ég er einn þeirra, sem ekki eru ánægðir með heiminn eins og hann er. Ég held að eitt skársta ráðið til að bæta hann séu samræður og vináttubönd. Þess vegna langar mig til að stofna til bréfaviðskipta við ungt fólk frá fjarlægum stöðum. Ég get ekki sagt, að ég hafi nein sérstök áhugamál; miklu fremur hef ég áhuga á öllu, sem mönnum er viðkomandi. Og mér er það ánægja að heyra sjónarmið ann- arra. Hvað mér sjálfum viðvíkur, þá er ég að læra verkfræði. Ég hef lesið bók um ísland, sem rituð var nítján hundruð fimmtíu og eitt, og nú langar mig að heyra (eða sjá) meira um ís- land. Munduð þið kannski birta þetta bréf, herrar mínir. Og kannski verður þá einhver af lesendum ykkar til að svara því. Mér er sama hvort ég skrifa á þýzku, latínu, frönsku, ítölsku eða ensku. Með kæru þakklæti, Mario Graffeo Via Topino 35 Roma, Italia.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.