Vikan

Tölublað

Vikan - 07.01.1965, Blaðsíða 9

Vikan - 07.01.1965, Blaðsíða 9
Prinsinn er ekki góður fjármálamaður. Enski krónprinsinn prins Charles er nú sextán ára og er í skóla í Gordonstoune í Skotlandi. Alveg eins og allir hans skólafélagar, er fyrir hann lagt að skrifa stíla. Fyrir nokkrum vikum síðan gat þýzka stórblaðið Der Stern birt fjóra af þessum skólastílum prinsins. Þessir fjórir stílar voru um ýmsa hluti og almennt álit, blöð og útvarp, um stjórnmál, um þjóðfélagsmál og ekki sízt hið sígilda efni um hvað maður mundi gera, ef maður væri strandaður á eyðieyju. Þetta varð geysimikið hneyksli. Það var enginn efi á því að stíl- arnir foru ófalsaðir, og að þeir hefðu raunverulega verið skrifað- ir af krónprinsinum. Hver stíll var um það bil 250 orð. Þetta varð geysimikið hneyksli •—■ ekki vegna þess hvað í stíl- unum stóð, heldur vegna þess hvernig þetta komst í blaðið. Það er nefnilega enginn efi á því, að það var sjálfur krónprinsinn Charles, sem seldi þá. Síðan hann var í barnaskóla, hefur prinsinn haft þann sið að afla sér sjálfur peninga á ýmsan hátt. Fyrstu tilraunirnar voru vafasamar — hann seldi eigin- handarskrift sína fyrir um 10 kr. íslenzkar til skólafélaganna, sem síðan seldu þær aftur. Þetta komst upp, prinsinn fékk skömm í hattinn og var þvingaður til að afhenda peningana aftur. Nokkur ár liðu, og Charles var ennþá í peningavandræðum, þótt ótrúlegt sé. Gordonstoune er mjög strangru skóli, og vasapen- ingar verða ekki meiri hjá skóla- drengjum en um 20 kr. á viku. Prinsinn, sem alltaf var blank- ur, hikaði lengi, en loks lét hann slag standa og seldi einum skóla- félaga sínum stílana fyrir tæpar hundrað krónur. Og nú komst peningakeðjan fyrir alvöru í gang. Skóladreng- urinn seldi einum fyrrverandi skólapilti stílana fyrir 7—800 krónur. En sá gerði ennþá betri verzlun. Hann seldi stílana ein- hverjum blaðamanni, sem kallaði sig Smith, fyrir um 10 þúsund krónur. Smith hugsaði málið. Hann gat ekki selt brezku blöðunum stíl- ana, vegna þess að milli brezkra blaða og konungsfjölskyldunnar er þegjandi samkomulag um það, að láta einkalíf barna konungs- fjölskyldunnar vera í friði. En erlendi markaðurinn var op- inn... En um þetta leyti hafði vitn- azt um málið, og saga um þetta hafði komizt alla leið til Elisa- betar drottningar. Drottningin gerði allt sem hún gat til að fá stílana til baka. Til Smiths hringdu tveir menn, sem sögðust vera umboðsmenn Parísarblaðs- ins Le Figaro. Þeir vildu kaupa stílana, og ákváðu stefnumót með Smith á eyðilegum stað fyrir utan London. Smith mætti með bækurnar, en mennirnir tveir tóku þær sam- stundis af honum, jafnframt því sem þeir sönnuðu að þeir væru frá Scotland Yard. En leynilögreglumennirnir höfðu ekki heppnina með sér, því sama morguninn hafði Smith lát- ið gera ljósmyndir af bókunum. Það einasta, sem þeir höfðu upp úr krafsinu var, að nú var Smith öldungis viss um að stílarnir væru ófalsaðir. Hann bauð réttinn til fyrstu prentunar á stílunum, þrem stór- um blöðum: Der Stern, Life og Paris Match. En það var Der Stern, sem kom með hæsta boðið, um 120 þúsund íslenzkar krónur. Smith hélt áfram að selja birtingarrétt- inn eftir að Stern kom með fyrstu birtingu, og fékk á skömmum rúmlega sex hundruð þúsund kr. Enska drottningin þjáist og kvelst. Það einasta, sem hefur heyrzt þaðan um málið er þetta: „Það er mjög slæmt að stílar skóladrengs skuli birtast opin- berlega.“ Brezku blöðin eru ennþá treg til að birta stíla prinsins, en hafa samt sem áður skýrt frá því að stílarnir beri vitni lýðræðislegs hugsunarháttar. Umfram allt hafa orð prinsins um pressuna og prentfrelsi fallið í góðan jarð- veg hjá blöðunum. Því til sönn- unar má benda á að milljóna- blaðið Daily Mirror hefur gert prinsinn að heiðursáskrifanda allt hans líf. - AW,0Vf£) WIXLMmW*', UppÍýsingastöð C. D. Indicator á heimsþingi kvenna í London. C. D. INDICATOR hefur fariO sigupför um heimirm Þúsundir kvenna um allan heim nota nú C. D. INDICATOR, svissneskt reikningstæki, sem reiknar nákvæmlega út hina fáu frjóu daga í mán- uði hverjum eftir Ogino-Knaus aðferðinni. Læknavísindi 56 landa ráð- leggja notkun C. D. INDICATORS fyrir heilbrigt og farsælt hjónaband, jafnt ef barneigna er óskað sem við takmarkanir þeirra. C. D. INDICATOR er hin sjálfsagða eign hverri konu, jafn ómissandi og nauðsynleg og armbandsúrið, sem sýnir henni tímann. Hinn heimsfrægi japanski vísindamaður, Dr. Ogino, sem kerfi þetta hef- ru verið nefnt eftir, skrifar: „Þetta litla tæki er að mínum dómi tæknilegt undur, sem nákvæmlega og við allar aðstæður sýnir hina frjóu og ófrjóu daga konunnar eftir kenningu Dr. Knaus og minni. Tækið er svo snilldarlega útbúið, að ég lýsi því yfir eftir beztu samvizku, að ég þekki ekkert hjálpargagn eða tæki, sem leysir verkefni þetta jafn orugglega af hendi og C. D. INDICATOR". Sendið eftirfarandi afklippu ásamt svarfrímerki til C. D. INDICATOR Pósthólf 1238, Rvík, og vér sendum yður að kostnaðarlausu allar upplýsingar. Heimilisf. Fiiters BILABUÐ m ARMULA

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.