Vikan

Tölublað

Vikan - 07.01.1965, Blaðsíða 10

Vikan - 07.01.1965, Blaðsíða 10
Ég veit ekki, hvernig þa?5 atvikaSist, en ein- hvern veginn varð sú hug- mynd til á ritstjórnar- skrifstofum Vikunnar, að það gæti verið fróðlegt og skemmtilegt að ræða eins og einu sinni við kven- réttindakonu um hennar hugsjónamál. Og við lét- um ekki sitja við orðin tóm, heldur hringdum til Önnu Sigurðardóttur og báðum um viðtal við hana. Það var auðsótt. Við mæltum okkur mót á heim- ili hennar daginn eftir. Ég hafði aldrei komið þangað áður, en var ekki í vandræðum með að finna réttu íbúðina í blokkinni, þvi við dyrnar var svart skilti, þar sem stóð með hvítum stöfum: ANNA SIGURÐARDÓTTIR SKÚLI ÞORSTEINSSON Og með þetta merki um jafnrétti konu og karls í hvivetna bar ég fram fyrstu spurninguna: — Að hverju stefnir kvenréttindabaráttan ? — Hún stefnir að jafn- rétti karla og kvenna. Annars er erfitt að svara þessu í stuttu máli. Meðal annars af því, að skoðan- ir kvenréttindakvenna eru mjög mismunandi. Þær skiptast einkum í tvo að- alflokka, róttækar og hæg- fara. Þó eru þær róttæku ekki endilega róttækar í pólitík. Sú, sem nú lætur mest að sér kveða í þeirra liópi á Norðurlöndum, er ung sænsk kona að nafni Eva Moberg. Árið 1961 skrifaði hún grein, sem vakti mikla athygli, og árið eftir tók hún þessa grein ásamt mörgum öðr- um upp í bók, sem nefn- ist Iívinnor och Mannisk- or. Rókin vakti miklar deilur á Norðurlöndum — í sjónvarpi, útvarpi, blöð- um og manna á meðal. Eva Moberg er mjög öfga- fengin í skoðunum, enda þótt hún segi margt vel og skeri á mörg kýli. Þó er hún ekki alltaf sjálfri sér samkvæm. Yfirleitt telur hún það einu leið- ina til jafnréttis, að konur vinni utan heimilis, en svo kemur hún með hug- myndir um, að konum verði gert kleift að velja um útivinnu eða heima- vinnu, meðan börnin eru JQ VIKAN 1. tbl. lítil, en þá gleymir hún þvi — eða veit ekki — að samkvæmt gildandi lög- um eru heimavinnandi konur mjög réttlitlar. — Hvað ber á milli? — Það er til dæmis ekkert jafnrétti í lijúskap- arlögunum, þótt flest hjón haldi að svo sé. Aðeins jafnmiklar eignir og jafn- miklar tekjur gefa jafnrétti milli hjóna. Yenjulega er allt á nafni eiginmanns- ins, og aðeins ef konan á meiri eignir eða hefur meiri tekjur en maðurinn, bregður út af þessari venju. Að vísu eru nokk- ur ákvæði í lögum til verndar þeim maka, sem ekki er skráður eigandi, hvort lieldur um er að ræða sveitabú, húseign eða fyrirtæki, sem fjöl- skyldan býr á og lifir af. Skráður eigandi, venju- lega eiginmaðurinn, má ekki selja eða veðsetja þessar eignir nema með samþykki maka sins — eiginkonunnar. En ef eiginmaðurinn steypir sér út í einhverja vitleysu, ef hann t. d. skrifar upp á víxil, sem svo fellur á hann, er gengið að eign- inni, eins og hún sé eig- inkonunni algerlega óvið- komandi. Þar er konan gersamlega varnarlaus. — En getur konan þá ekki eins skrifað upp á víxil, og svo verði gengið að eigninni móti vilja mannsins? — Hún er ekki skrifuð fyrir eigninni, svo það er ekki liægt að ganga að neinni eign hjá henni. Ég lagði einu sinni þessa spurningu fyrir lögfræð- ing: — Getur húsmóðir skrifað upp á víxil? — Já, já, svaraði lögfræðingur- inn. — Upp á það, að eig- inmaðurinn borgi, ef víx- illinn fellur á hana? spurði ég. — Auðvitað verður maðurinn að borga fyrir hana, svaraði lögfræðing- urinn í tón, sem mér fannst ekki eiga við, þeg- ar ég vildi fá lögfræði- legt svar. — Ég er ekki að spyrja að því, hvort hún eigi svo góðan eigin- mann, að hann vilji bjarga henni úr klípu. Ég vil vita, hvort honum ber skylda til að greiða skuld- ina? sagði ég. — Nei, auð- SMJORLIKI i SMJORIÐ 00 MISMUN- INN i VASANN Vikan ræSir við ONNU SIGURÐARDÓTTUR um jafnrétti karla og kvenna - í daglegu tali kallað kvenréttindi TEXTI SIGURÐUR HREIÐAR vitað ekki, svaraði lög- fræðingurinn, og það er nefnilega það. — Eiginkonan er held- ur ekki skyldug að borga fyrir eiginmanninn. — Eins og ég sagði áð- an, er hún varnarlaus fyr- ir þvi, sem gert verður, ef víxill fellur á eigin- manninn og hann getur ekki borgað. Hún telst nefnilega ekki eigandi að eignum heimilisins, fyrr en við hjúskaparslit, en á sinn hátt neyðist hún til að borga fyrir mann- inn. Því hún verður að sætta sig við, að íbúðin, sem hún hafði gert ráð fyrir, að væri sameign þeirra hjóna til dauða- dags — hún reiknar ekki með skilnaði — verði seld til að standa straum af ábyrgðum cða skuldum manns liennar. Mitt álit er, að allar eignir lijóna eigi að vera skráð'ar á beggja nafn. Enda er allt- af verið að telja okkur trú um, að eignir hjóna séu sameign þeirra. Ef þau væru bæði skráðir eigendur, er aldrei hægt að ganga að nema helmingi eignarinnar, þótt annað geri afglöp i fjármálum. Það einkennilega við „sameignir“ hjóna, sem aðeins annað er skrifað fyrir, er það, að þær verða ekki sameignir fyrr en við dauðsfall eða skilnað, fyrir utan ákvæðin um neitunarvald gegn sölu eða veðsetningu vissra eigna. Annars er það varla nema fyrir lögfróða að skilja hjúskaparlöggjöf- ina. Ég skal lofa þér að heyra dálítið af því, sem prófessor Ármann Snæv- arr, háskólarektor, segir um réttarstöðu húsmæðr- anna: .....slík kona fær ekki til ráðstöfunar, nema liluta af aflatekjum bónda síns, og í öðru lagi fær hún ekki eignarréttarlega hlutdeild í þeim verðmæt- um, sem aflað er fyrir tekjur bóndans, fyrr en hjúskap lýkur.“ Svo held- ur hann áfram og segir, að húsmæðurnar geti „að sjálfsögðu átt séreignir, og þær geta líka átt hjú- skapareignir, en með stöðu sinni á heimilinu einni saman eru tök þeirra á að auka þessar eignir sínar

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.