Vikan

Tölublað

Vikan - 07.01.1965, Blaðsíða 13

Vikan - 07.01.1965, Blaðsíða 13
ingaholu hérna, eins og hún er nú, skil|a eftir hér hluti, sem þeir myndu ekki annars trúa móður sinni fyrir? — Ja . . . |ú . . . Alfonso vissi, að það myndi gera hlutina enn verri, ef hann fasri að I júga. Og svo var hillan undir borðinu troðfull af alls konar hlutum. Það var rétt eins og menn héldu ,að afgreiðsluborðið hans væri bankahólf fyrir þó. — Við höfum hugsað okkur að gera leit hjó yður. Alfonso fann til aukins óstyrkleika, og með aug- unum fylgdi hann mönnunum um- hverfis afgreiðsluborðið. Ekki svo fáir af hlutunum þörfnuðust ein- hverra skýringa, en hann gæti kannski komizt fram úr því. Það var Armand Camille, sem hann hafði mestar áhyggiur af. Hvað hafði hann nú gert af sér? Atti hann nú að verða fyrsta fórnar- lamb nýiu stjórnarinnar? — Por Dios! kallaði Ramirez upp yfir sig. — Hvað er það, sem þér hafið hérna . . . veðlánastarfsemi? A hillunni undir borðinu, við hlið- ina á ódýrum matarílátum, tóm- um flöskum, ölglösum og slitnum borðdúkum, var heilt safn af öskj- um, pökkum og pappírspokum. Lög- reglumennirnir opnuðu nokkra þeirra af handahófi. I flestum til- fellum var það varla ómaksins vert, en innan um fundu þeir gullúr og demantshringa. — Þetta krefst sannarlega rann- sóknar, sagði Ramirez ákveðinn. Alfonso baðaði út höndunum. — Menn halda, að þeir geti fengið að skilja eftir alls konar hluti hérna. Þér vitið, að ég er heiðarlegur mað- ur. Hvað get ég gert við þessu? Ég verð að hafa viðskiptavinina ánægða, ekki satt? — Aha! sagði hinn skyndilega, án þess að hlusta á Alfonso. — Hérna er það sennilega. Hann dró að sér lítinn, brúnan pappírspoka, ekki stærri en lítinn vindlapakka. Hann opnaði hann, án þess að eyði- leggaj pappírinn. í honum var búnt af nýjum 10 dollara seðlum. Hann hélt einum seðli upp að birtunni og rannsakaði hann nákvæmlega. — Já, þetta eru þeir. Hann sneri sér að hinum lögreglumanninum. — Líttu á númerin. Hann leit á Al- fonso. — Jæja, svo þér þekkið ekki Armand Camille Berthauld, eða hvað? Og ætlið þér að láta okkur trúa því, að einhver ókunnugur trúi yður fyrir þessu? — En ég vissi ekki, hvað var í pakkanum, reyndi Alfonso að verja sig. — Nei, hvað hélduð þér að væri í honum, póstkort kannski? Alfonso beit sig í vörina. Eng- inn myndi trúa honum, auðvitað. Það var tilgangslaust að þrátta við þá. — Berthauld er hættulegur mað- ur, sagði hann vonleysislega. — Ég Þegar Max hlébarði gekk í salinn, tók Alfonso diskabunkann og færði hann til vinstri . . . þorði ekki að neita honum. — Jæja? sagði Ramirez. — Heyrið þér nú. Þér eruð ekki eins saklaus og þér viljið látast. Yður er fyrir beztu að gera eins og ég segi yður, annars getið þér átt á hættu að fá ókeypis uppihald í Isle Verde-fang- elsinu, fyrir að aðstoða við dreif- ingu á fölskum pengaseðlum. — En ég hef ekki gert neitt, mót- mælti Alfonso. — Nei, ekki það? Helmingurinn af þessum hlutum þarna undir borð- inu er beinlínis þýfi, og er það yður algjörlega óviðkomandi? Við get- um látið setja yður inn bara fyrir það. Alfonso fann netið herðast um sig. Það var engin undankomuleið, og nú ætluðu þeir að láta hann fá skammarlegasta hlutverkið af þvi öllu saman, hann átti bara að þegja. — Hvað . .. hvað á ég að gera? — Þetta var betra. Hlustið nú á. Fyrr eða síðar kemur þessi Armand Camille Berthauld, eða hvað sem hans rétta nafn nú er, aftur til að sækja þennan pakka. Og þér eigið að láta sem ekkert sé. Ég veit ekki, hvort þér eruð meðsek- ur honum, en ef þér á minnsta hátt reynið að viðvara hann, þá þýðir það fangelsi fyrir yður líka, er það skilið? — Skilið, sagði Alfonso. — Og ef hann kemur ekki innan nokkurra vikna, skiljum við það svo, að yður hafi, þrátt fyrir allt, tekizt að aðvara hann. Og ef svo verður, látum við ekki standa á því, að stinga yður inn. Þér skiljið því, að það er í yðar hag, að Berthauld verði handsamaður með sem minnstri fyrirhöfn. Alfonso kinkaði kolli. — Og eitt ennþá, sagði Ramirez. — Til enn frekara öryggis, viljum við að þér gefið okkur merki, þegar hann kem- ur inn. Eitthvað, sem lítið ber á. Hann hugsaði sig um. — Takið til dæmis diskastafla og leggið hann frá yður vinstra megin á afgreiðslu- borðið. Það lítur mjög sakleysis- lega út. Þeir pökkuðu peningaseðlunum inn aftur og lögðu þá undir borð- ið. — Héðan í frá skuluð þér ekki taka neitt tillit til okkar, nema þá þegar við pöntum eitthvað hjá yður. Alfonso sá Ramirez ganga út úr veitingastofunni en hinn lög- reglumaðurinn settist við borð, sem stóð afsíðis vinstra megin við af- greiðsluborðið. Það var á móti eðli hans að svíkja vin sinn. Ef hann neitaði, þýddi það dvöl á Isla Verde fyrir hann, og framtíð sonar hans væri einnig ráðin. Það var í sannleika sagt, tveggja illra kosta völ, og sem föður var honum Ijóst, hvor kosturinn var þó sýnu verri. Kannski myndi Armand Camille sjálfur skilja þetta. Lögreglumennirnir dreyptu á ódýru romminu, vel útþynntu með vatni. Frá borði sínu í horninu fylgdust þeir með dyrum veitinga- stofunnar. Þeir höfðu haft fata- skipti og voru órakaðir. Eftir það minntu þeir ekki mikið á lögreglu- menn. — Þrír langir dagar, tautaði Ramirez undirforingi. — Og Guð veit hve margir í viðbót. Þeir sáu Alfonso ryðja sér braut að eldhúslúgunni og kalla inn nokkrar pantanir. Stór diskahlaði kom í Ijós hinum megin við lúg- una, og hann staflaði þeim upp á handlegginn. Um leið og hann sneri sér við, stanzaði hann snögg- lega og stóð grafkyrr um stund. Hann starði á manninn í dyragætt- inni. — Hver andsk . . . sagði Ramirez og fylgdi eftir augnaráði hans. — Sjáðu. Þarna hinum megin. Maður nokkur gekk inn í veit- ingastofuna. Hann var hvítur, og eftir klæðaburðinum að dæma var hann útlendingur. — Ég hugsa, að þetta sé hann, og þessi asni eyðileggur allt sam- an, ef hann heldur þessu áfram. En Alfonso áttaði sig fljótlega. Hann setti alla diskana lengst til vinstri á afgreiðsluborðið, alveg eins og Ramirez hafði sagt honum. Svo gekk hann bak við borðið. Mað- urinn gekk í áttina til hans, og Al- fonso beið hans. Lögreglumaðurinn sá Alfonso brosa og segja eitthvað við hann. Þeir urðu strax tortryggn- ir og reyndu að lesa af vörum þeirra, hvað þeir sögðu, en þeir voru of langt í burtu. — Ég treysti ekki þessum veit- ingamanni, hafðu skammbyssuna tilbúna. Þeir sáu að Alfonso af- greiddi manninn með einn drykk, síðan beygði hann sig niður og rétti honum pakkann með dollara- seðlunum. Lögreglumennirnir biðu þar til fórnarlamb þeirra hafði stungið peningunum í vasa sinn og var á leið til dyra. Þá stóðu þeir upp eins og af tilviljun, og flýttu sér á eftir honum. Þeir náðu honum ekki fyrr en hann var kominn hálfa leið niður þrönga götuna. Ramirez lagði þunga hönd sína á axlir hans og sneri honum við. — Andartak! sagði hann við þorparann. Hinn lögreglumaðurinn stakk hendinni snögglega niður í vasa hans og kom upp með peningapokann. Síðan var eins og allt gerðist f einni svipan. í einu vetfangi sveifl- aði þorparinn vinstri handleggnum og sló frá sér með knýttum hnef- anum. Það heyrðist þungt högg, og Ramirez lá þegar á götunni og engdist sundur og saman. Aðstoð- armaður hans var viðbúinn öllu, og þegar hann sá hægri hönd mannsins fara í áttina að innri vasanum, f greinilegum tilgangi, hleypti hann Framhald á bls. 33. VIKAN 1. tbl. jfj

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.