Vikan

Tölublað

Vikan - 07.01.1965, Blaðsíða 26

Vikan - 07.01.1965, Blaðsíða 26
Litíð um ðxl til Hjalti t.d. þeim skilaboðum til unnustu sinnar ,að hann hefði ráðið hana í vist úti í Eyjum hjá ágætu fólki, og barst henni bréfið í hendur furðuskömmu eftir að það var skrifað, því að þá var vindátt hin hentugasta. En gall- inn á þessu póstsambandi var sá, að það var aðeins aðra leiðina, og því gat unnustan ekki svarað Hjalta fyrr en seint og síðar meir. Skyldi annars nokkurt frí- merki af flöskubréfi fyrirfinnast? Hálf alin af rjóli, sem farið hef- ur í flösku frá Eyjum upp í Land- eyjasand, sem fundar- og skila- laun til handa heiðvirðum bréf- bera? Það er ósennilegt — finn- andinn hefur áreiðanlega vitað hvað hann átti að gera við slíkt frímerki. En hvernig væri að minnast aldarafmælis þessarar sérkennilegu póstþjónustu á næsta ári, t.d. með því að gefa út frímerki með mynd af kampa- vínsflösku á floti milli Eyja og Landeyjasands? RÓIÐ MEÐ HANA. Eins og áður er á minnzt, hafa Vestmannaeyingar löngum sótt sjóinn af mikilli dirfsku. Og þó VIKAN I. thl, að margir af þeim væru frábærir sjómenn, veðurglöggir með af- brigðum og mikilhæfir stjómar- ar, voru sjóslys alltíð þar, á meðan eingöngu var róið á opn- um skipum. Vita og allir, sem eitthvað þekkja til, að veðra- brigði verða oft snögg í grennd við Eyjar, sjólag illt í vondum veðrum og lending var þar þannig, að mikillar aðgæzlu þurfti við, þegar svo bar undir. Þannig virðist straumum hátt- að við Eyjar, að sjaldan rak þar lík, jafnvel ekki af þeim, sem fórust þar uppi í landsteinum. Var oftast að þau ræki upp í Landeyjasand, ef þau á annað borð fundust, eða jafnvel upp í Fjallasand. En illt þykir fólki að vita lík ástvina sinna velkjast í sjónum, og getur sérhver farið í sjálfs sín barm með það. Var því oft gerð leit að líkum þegar skip fórust, róið víða um sjó þó að allir vissu fyrirfram að það mundi lítinn árangur bera — ef líkin á annað borð fyndust, mundi það vera uppi við sanda. Þó þóttust menn vita nokkur ráð til að verða þess áskynja hvar lík maraði í kafi. Var það helzt, að hafa hana um borð í bátnum, og því trúað að hann galaði, þeg- ar róið væri þar, sem lík var undir. Engin dæmi heyrði ég þó um það í Eyjum, að þetta ráð hefði borið árangur þar, og ekki mun það upprunnið í Eyjum, því að svo segir í Fitjaannáli, að þeg- ar Sigurður Oddsson biskups Ein- arssónar drukknaði í Hvítá 1617, fannst lík hans með þeim hætti, að leitað var að því á skipi, og hafður hani um borð, er á það vísaði. Eigi að síður hefur þessi þjóðtrú verið sterk í Eyjum og langlíf, því að síðast var róið þar með hana í þessum tilgangi árið 1910. Hef ég heimild um þetta úr Sögu Vestmannaeyja eftir Sigfús M. Johnsen, fyrrver- andi bæjarfógeta í Eyjum, en það er mikið rit og gagnmerkt, en Sigfús er fæddur og uppalinn í Eyjum, þekkir þar því vel til, og hefur alla ævi lagt mikla stund á öll þau fræði, sem snerta æsku- stöðvar hans. Annars var öll hjátrú og kreddutrú horfin að mestu, að ég held, þegar ég kom til Eyja, og ekki heyrði ég sögur eða dæmi því til sönnunar, að hjátrú hefði verið þar meiri en annarstaðar. Þó er landslag í Vestmannaeyj- um með þeim hætti, að ýtt gæti undir ímyndunarafl manna, enda mun því hafa verið trúað áður, að huldufólk og vættir hefðu að- setur í björgun, og er sögnin um Skerprestinn gott dæmi um það. Mun og huldufólkstrú hafa ver- ið allmögnuð úti þar áður fyrr meir -—• meðal annars var því trúað, að huldumaður hefði gerzt þar sekur um morð undir lok 17. aldar, og dróst rannsókn morðmálsins úr hömlu af þeim sökum. Mundu hinir seku ekki hafa gripið til þess snjallræðis að koma sökinni yfir á huldu- mann, ef þeir hefðu ekki haft von um að það dygði — hvað það og gerði. SKERPRESTURINN. Séra Gizur Pétursson var prest- ur að Ofanleiti í Vestmannaeyj- um 1687—1713, merkur maður og vel metinn. Hann samdi skil- merkilega ritgerð um Eyjarnar, sem að vísu fyrirfinnst ekki leng- ur í eiginhandriti, en afrit eru til af henni í söfnum erlendis, meðal annars Árnasafni, og einnig hér heima, í Landsbóka- safninu. Nefnist hún: „Lítil til- vísan um Vestmannaeyja hátta- lag og bygging", en einn kafli hennar fjallar um „Súlnasker in specie“. Þegar höfundur hefur lýst þar uppgöngu og veiðum og öllum staðháttum, segir svo: „So sögðu þeir gömlu menn, að það hefði sjaldan brugðist, að þegar uastanvindur var í aðsigi, þá hafði einhver séð eybúann undir Vörðum, og aldrei feil sleg- ið, að þegar hann sást, að þá væri ekki austanvindur í aðsigi. Og so sterka trú höfðu þeir á þessu, að ef nokkur sá eybúann, þá struku þeir allir strax ofan af skerinu, hversu blítt sem veð- ur var, og varð þeim þá eftir trú sinni, að austanveðrið kom, og þótti þeim, ef so mætti segjast, satan ekki mjög óhollur í þessu. En nú í mörg umliðin ár hefur ekki neitt merkzt til þessa eybúa, sem betur fer, og ekki neitt hald- ið upp á soddan satans spaugerí.“ Þannig farast séra Gizuri orð um hollvætt þann í Súlnaskeri, er hann nefnir eybúa, og almennt var trúað að þar hefðist við. Er undarlegt að prestinum skuli liggja heldur kalt orð til hans, jafnvel kenna hann við satan sjálfan, og kalla það satans spaugerí, er hann barg oft lífi veiðimanna í Skerinu, því að ekki efast séra Gizur um það. Og því undarlegri er þessi kali, að al- mennt nefndist eybúi þessi „Sker- presturinn“, og hlýtur embættis- bróðirinn að Ofanleiti að hafa vitað það, þó að hann forðist að nefna hann því nafni; ef til vill er þarna að finna nokkra skýr- ingu á kalanum, að þar komi til greina einskonar stéttarígur af hálfu Ofanleitisprests, og það eins þó að hann fullyrði að „ey- búinn“ sé úr sögunni. Það er upphaf Skerprestsins í þjóðsögum, að ofurhugar tveir freistuðu uppgöngu í Súlnasker- ið, sem áður hafði verið talið ókleift. Heppnaðist þeim upp- gangan, og sagði sá, er fyrr komst upp: „Hér er ég kominn fyrir guðs náð.“ Snakaði sá síðari sér þá upp á brúnina og mælti: „Hér er ég kominn hvort sem guð vill eða ekki.“ En þá ofbauð Skerinu talsmátinn, hallaði sér á hlið, hristi sig og skók, unz guðleys- inginn hraut fram af brúninni og týndist í sjó. Var og hinn guð- hræddi þá líka hætt kominn, og hefði eflaust farizt þar upp, ef ekki hefði komið þar fram mað- ur nokkur, ærið stórvaxinn, grip- ið hann og stutt og borgið þannig lífi hans, en Skerið hallast síð- an og gerir það enn í dag. Þessi stórvaxni maður var Skerpresturinn, sem Ofanleitis- prestur ann ekki embættistitils- ins og kallar „eybúa“. Segir sag- an að séra sá gerði ekki enda- sleppt við hinn guðhrædda mann, því að hann leiddi hann ekki einungis örugglega ofan af Sker- Fromhald á bls. 31.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.