Vikan

Tölublað

Vikan - 07.01.1965, Blaðsíða 28

Vikan - 07.01.1965, Blaðsíða 28
ANGELIQUE píndu þeir? Hún minntist þess sem fólk sagði, að meðan á borgara- styrjöldinni stóð, hefði Rotni Jean stolið ungum mönnum og fyrrverandi bændum og selt hershöfðingjunum.. . . Þögn þessa húss var hræðileg. Angelique laumaðist áfram. Rotta þaut framhjá henni og hún kæfði niður hræðsluóp. Nú barst nýtt hljóð á móti henni innan úr húsinu. Þetta voru stunur og fjarlægur grátur, sem smám saman varð greini- iegri. Hjartað kipptist til í brjósti hennar: Þetta voru stunur barna. Hún sá andlit Florimonds með skelfd, svört augu, og tárin rennandi niður fölar kinnarnar. Hann var hræddur við myrkrið, hann var að kalla.... Hún flýtti sér, fór upp annan stiga, gegnum tvö herbergi, þar sem ljós logaði í báðum. Hún sá stóra kopardiska á veggjum og á gólfinu voru haugar af strái og nokkrar ölkrúsir. Annar búnaður var þar ekki. Hún gat sér þess til, að hún væri loksins að ná takmarki sínu. Hún heyrði' stunur og grát barnanna mjög greinilega. Hún fór inn í lítið herbergi, vinstra megin við ganginn, sem hún hafði gengið eftir. Lítið ljós glitraði gegnum rifu, en þar var enginn. Og þó komu hljóðin þaðan. Hún sá að við enda herbergisins voru þykkar dyr, rammlæstar. Hún gekk þangað. Þetta var fyrsta hurðin, sem hún rakst á, því öll hin herbergin voru galopin. Lítið op hafði verið sagað á hurðina og rimlar settir fyrir. Hún sá ekkert í gegnum opið, en var ijóst, að börnin voru lokuð inni í þessari dýflissu án ijóss eða lofts. Hvernig gat hún vakið athygli skelfingu lost- ins, tveggja ára drengs ? Unga konan setti varirnar að rimlunum og kallaði lágt: — Florimond! Florimond! Kjökrið minnkaði aðeins, svo hvíslaði rödd ryrir innan: — Ert það þú, Marquise des Anges? — Hver er þetta? — Þetta er ég, Linot. Rotni Jean setti okkur Flipot hingað með hinum. — Er Florimond hjá ykkur? — Já. — Hefur hann grátið? — Hann var að því, en ég sagði honum að þú myndir koma og sækja hann. — Verið þolinmóðir, ég skal ná ykkur út, lofaði Angelique. Svo gekk hún eitt skref aftur á bak og rannsakaði hurðina. Læsingarnar virtust rammgerðar, en kannske var hægt að losa hjarirnar frá veggnum. Hún tók að klóra í þilið með nöglunum. Þá heyrði hún undarlegan hávaða fyrir aftan sig. Það var eins og fliss, niðurbælt í fyrstu, en jókst smám saman, þangað til það varð að öskrandi hlátri. Angelique snerist á hæl og í dyrunum sá hún Stóra-Coesre. Þetta skrímsli var í lágum vagni á fjórum hjólum. Hann náði niður í gólf með höndunum og ýtti sér þannig áfram eftir göngum þessa hræðilega völundarhúss. Af þröskuldi herbergisins festi hann ruddalegt augnaráð sitt á ungu konunni. Hann hélt áfram að hlægja, hækkandi og lækkandi og hikst- andi. Svo, án þess að minnka hláturinn, tók hann að hreyfa sig aftur. Eins og í leiðslu fylgdu augu hennar hreyfingum þessa afskræmis. Hann kom ekki í áttina til hennar, heldur yfir herbergið, og allt í einu sá hún á veggnum eina af þessum koparskífum, sem hún hafði séð í hinum herbergjunum. Járnstöng lá á gólfinu við hliðina. Stóri-Coesre ætlaði að slá á koparskífuna og þegar í stað myndu betl- ararnir og glæpamennirnir og ailir árar andskotans koma þjótandi í átt- ina til þeirra, til Stóra-Coesre til Angelique, til Florimonds.... Augun yfir sundurskornum hálsi ófreskjunnar voru orðin mött. — Ó! Þú hefur drepið hann, sagði rödd. Á sama þrepskildi og Stóri-Coesre hafði komið í ljós andartaki áður, stóð ung stúlka, varla nema barn, með madonnuandlit. Angelique starði á blað rýtingsins, rautt af blóði. Svo sagði hún lágri röddu: — Kallaðu ekki, eða ég neyðist til að drepa þig líka. — Ó, nei! Ég skal ekki kalla. Ég er svo glöð, að Þú skyldir drepa hann. Hún kom nær. — Enginn hafði hugrekki til að drepa hann, muldraði hún. — Þeir voru allir hræddir. Og þó var hann aðeins lítill vanskapningur. Svo leit hún svörtum augum sinum á Angelique. — Nú verður þú að hlaupa burtu í hvelli. — Hver ert þú? — Ég er Rosine. — Nýjasta kona Stóra-Coesres. Angelique stakk rýtingnum aftur í belti sitt. Hún rétti fram titrandi hönd og lagði hana á Þessa fersku, mjúku kinn. — Rosina, hjálpaðu mér. Barnið mitt er á bak við þessar dyr. Rotni- Jean hefur læst það inni. Ég verð að fá hann aftur. — Lykillinn að hurðinni er þarna, sagði stúikan. — Rotni-Jean lætur Stóra-Coesre geyma hann fyrir sig. Hann er í vagninum hans. Hún hallaði sér yfir hreyfingarlaust hrúgaldið í vagninum. Angelique horfði ekki á. Svo rétti Rosine úr sér atfur. — Hér er hann. Hún stakk lyklunum sjálf i skráargötin og það brakaði í læsingun- um. Svo opnuðust dyrnar. Angelique flýtti sér inn í svartholið og greip Florimond, sem Linot hélt í örmum sínum. Barnið var ekki grátandi, en honum var ískalt og hann tók svo fast um háls hennar með litlu handleggjunum sinum, að hún gat varla náð andanum. — Hjálpaðu mér út úr þessu húsi, sagði hún við Rosine. Linot og Flipot héngu i pilsum hennar. Hún losaði sig. — Ég get ekki tekið ykkur öll með mér. . Hún flýtti sér til dyra en munaðarleysingjarnir tveir komu þjótandi á eftir henni. — Marquise des Anges. Marquise! Farðu ekki frá okkur! Rosine leiddi þau fram á stigabrúnina en allt í einu bar hún fingur að vörum sér. — Uss! Það er einhver að koma upp. Þunglamalegt fótatak bergmálaði á hæðinni fyrir neðan. —■ Það er Bavottant, fíflið. Komdu hérna. Hún þaut af stað. Angelique fylgdi henni ásamt drengjunum. Þegar þau komu út á götuna, heyrðust ómennsk öskur út úr höll Stóra-Coesre. Það var fíflið Bavottant, sem vottaði nú látnum foringja sínum virðingu sína í síðasta sinn. — Við skulum hlaupa! sagði Rosine aftur. Þær hlupu ásamt drengjunum gegnum myrkar göturnar. Berir fætur þeirra skripluðu á sleipum steinum. Að lokum hægði unga stúlkan ferð- ina. — Hér er ljós, sagð hún. — Þetta er rue Saint-Martin. — Við verðum að fara lengra, þeir eru áreiðanlega á eftir okkur. — Bavottant getur ekki talað. Enginn skilur hann og þeir halda kannske, að það hafi verið hann, sem drap hann. Þeir gera einhvern annan Stóra-Coesre. Ég fer þangað aldrei aftur. Ég verð hjá þér, af því að þú drapst hann. — Og hvað ef Rotna-Jean heppnast að finna okkur? spurði. Linot. — Hann finnur ykkur ekki. Ég skal vara ykkur við. Rosine benti upp eftir götunni á dauft ljósið sem fölvaði birtu götu- ljósanna. — Sjáið, nótti er liðin. — Já, nóttin er liðin, endurtók Angelique hörkulega. 1 klaustrinu við Saint-Martin-des-Champs var súpu útbýtt meðal hinna fátæku á hverjum morgni. Hefðarfrúrnar, sem voru viðstaddar morgunmessuna, hjálpuðu nunnunum í þessari góðgerðarstarfsemi. Flækingar, sem hvergi áttu höfði sínu að halla, nutu hressingar af súp- unni á morgnana. Hver og einn fékk sér skál með heitri súpu og brauð- snúð með. Þarna hafnaði Angelique með Florimond í fylgd með Rosine, Linot og Flipot. Þau voru, öll fimm, þakin auri og óhreinindum og tekin í andliti. Þau stilltu sér upp í röð, ásamt öðrum þurfalingum og settust niður á löngu bekkina við timburborðin. Þjónustustúlkur komu í Ijós með stórar súpuskálar. Ilmurinn var lystaukandi, en áður en Angelique gæti satt hungur sitt, vildi hún koma einhverju ofan í Florimond. Hún lyfti skálinni var- lega upp að vörum barnsins. Þá fyrst sá hún hann í raun og veru, þennan dag. Augu hans voru hálf- lokuð og nasvængirnir titruðu. Hann andaði mjög hratt, eins og hjarta hans gæti ekki fundið sinn eðlilega slátt. Það var froða í munnvikum hans. Fyrst þegar hann saup á, lak súpan jafnóðum út úr honum aftur, en ylur súpunnar hressti hann. Hann hikstaði, kingdi smásopa, greip svo með annarri hendi á skálina hjá mömmu sinni og drakk af græðgi. Angelique starði á litla og veiklulega andlitið, undir dökkum, miklum hármakkanum. Sjáðu, sagði hún við sjálfa sig. Þannig hefur þú farið með son Joffrey de Peyraes. Erfingja greifadæmisins í Toulouse, barn blómanna, sem fæddist til birtu og gleði.... Hún var að vakna af dvala. Bylgja af reiði, gagnvart henni sjálfri og umheiminum, skall á henni, eins og brimalda. Á þessu andartaki, þegar hún að réttu lagi hefði átt að vera örmagna og uppgefin eftir atburði þessarrar hræðilegu nætur, fann hún nýjan styrk streyma um líkama sinn og sál. — Aldrei framar, sagði hún upphátt. — Aldrei framar skal hann vera hungraður — eða kaldur — eða hræddur. Það sver ég. En lágu ekki hungur, kuldi og ótti í leyni fyrir þeim við dyr klaustur- veggjanna? — Ég verð að gera eitthvað. Undir eins. Angelique litaðist um. Hún var aðeins ein af þessum vesalings mæðr- um, þessum fátæklingum, sem ekkert áttu, aumingjum, sem ríkmann- lega klæddar hefðarkonur gáfu eina súpuskál á degi hverjum af misk- unnsemi sinni, áður en þær sneru aftur til sinna heimkynna, til hneyksl- issagnanna og hirðdaðursins. Þær brugðu skuplu yfir hár sitt, til að hylja glæsileik perlanna, og vöfðu um sig svuntum, svo minna bæri á flauelinu og silkinu, meðan þær gengu á meðal þurfalinganna. 1 hópi með þeim var þjónustustúlka, sem bar körfu og upp úr henni drógu hefðarfrúrnar annað slagið kökur ávexti, stundum kjötbúðing eða hálf- an kjúkling, leifarnar af hinum göfugu borðum. — Ö, kæra vinkona, sagði ein nunnan við eina þeirra: — þér eruð dugleg að koma hingað, I yðar ásigkomulagi, svona snemma morguns til að veita ölmusu. Megi guð blessa yður. — Þakka yður fyrir, ég vona þaö. Litli hláturinn, sem fylgdi þessum orðum, var kunnuglegur í eyrum Angelique. Hún leit upp og Þekkti þar de Soissons hertogafrú, sem var að sveipa um sig prjónasilkisjali, sem hin rauðhærða Bertille rétti henni. — Guð var ekki réttlátur, þegar hann skikkaði konurnar til að bera i kviði sínum í niu mánuði ávexti andartaks ánægju, sagði hún við abbadísina, sem var að fylgja henni til dyra. — Hvað væri eftir handa okkur nunnunum, ef öll andartök þessa jarðlífs væru full af ánægju, svaraði nunnan og brosti lítið eitt. Angelique reis snögglega á fætur og rétti Linot Florimond. — Taktu Florimond. En drengurinn ríghélt í hana og byrjaði að kjökra. Hún ákvað að sleppa honum ekki, en sagði við hin: — Verið þið kyrr og hreyfið ykkur ekki. Á rue Saint-Martin beið vagn. Þegar de Soissons hertogafrú var í þann veginn að klöngrast upp í hann, kom tötrum klædd kona með barn í höndunum til hennar og sagði: Framhald á bls. 48. 28 VIKAN 1. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.