Vikan

Tölublað

Vikan - 07.01.1965, Blaðsíða 31

Vikan - 07.01.1965, Blaðsíða 31
Alfonso tekur til sinna ráða Framhald af bls. 13. af skammbyssunni, sem hann óvit- andi hafði dregið upp úr vasa sín- um. Það heyrðust tveir hveilir, og þorparinn kastaðist ó grúfu ó stein- lagða götuna . . . Blóðið vall úr brjósti hans. Hann gerði þó eina tilraun, til að standa upp, en ló síðan grafkyrr. Ramirez stóð hægt ó fætur. Hann nuddaði á sér kjólkann. — Que barbaro! sagði hann. — Það var eins og vera sleginn með sleggju. Þú varst mótulega fljóthentur, sagði hann í viðurkenningartón. Hann rannsakaði innihald pakkans. — Hmm. Það var synd að þú skyldir þurfa að drepa hann. Nú fóum við aldrei að vita, hvaðan hann er. En allt í lagi. Biddu hérna meðan ég sæki bíl. Stór hópur fólks hafði runnið ó skothljóðin. Það starði forvitið ó manninn á götunni, síðan á þann, sem hjá honum stóð. Lögreglumað- urinn hélt á skambyssunni í hend- inni. — Verið ekki að þessu, sagði hann. — Farið í burtu. Það dró sig treglega ( hlé, stóð þegjandi og horfði á bflinn, sem beygði nú upp að mönnunum tveimur. Það sá líkið tekið upp af götunni, og síðan hvarf bdlinn sjónum þeirra. Alfonso stóð ( dyrum veitinga- stofunnar sinnar og sá gestina koma aftur, til að Ijúka við matinn, sem þeir höfðu pantað. Hann hlustaði á skvaldrið ( fólkinu um það, sem gerzt hafði. — Que pasó? spurðu þeir, sem aftast höfðu staðið og ekki séð neitt. — Hverskonar læti voru þetta? — O, lögreglan ætlar aldeilis að láta að sér kveða. — Hvað kom fyrir? — Þeir voru að drepa Max hlé- barða. — Ha! sagði einn þeirra. — Það var vel gert. Alfonso brosti dauflega. Innst inni tók hann undir síðustu athuga- semdina. Nú þegar öllu var lokið, reiknaði hann út, að blóðpening- arnir, sem hann annars hefði þurft að borga hlébarðanum þennan mánuðinn, myndu kannski nægja til að borga þessa vafasömu dollara- seðla, sem Armand Camille hafði glatað. tAt Litiff um öxl til Eyja Framhald af bls. 26. inu, heldur hjálpaði honum og leiðbeindi við að leggja þar „veg“ upp, sem lengi var notaður. Skal fram tekið, þeim lesendum til glöggvunar, sem lítt þekkja til í Eyjum, að það sem kallast vega- lagning í björgum á ekkert skylt við venjulega vegagerð, heldur er þar um að ræða járnhæla, sem reknir eru í bergið, til festu bandi, hendi eða fæti, þar sem ófært væri annars. Upp frá þessu var Skerprest- urinn mönnum þeim, er sóttu veiði í Súlnasker, prestakall hans, alltaf innan handar og er þess þó ekki getið, að hann spyrði sérstaklega um trú þeirra —- enda mun aldurtili hins óguðlega manns hafa orðið þeim víti til varnaðar, svo að þeir forðuðust að viðhafa ótilhlýðilegan munn- söfnuð, þegar þeir þóttust vita, að hann heyrði til. Kom hann tíðum fram á brún Skersins og bandaði veiðimönnum þeim, sem í prestakalli hans dvölduzt, ef illt veður var í nánd, og fóru þeir þá úr Skerinu, eins og séra Gizur tekur fram — og kallar satans spaugerí. Var það og sið- ur, að veiðimenn létu eitthvað koma á móti fyrir þessa mikil- vægu þjónustu; lögðu þeir, sem fóru í Skerið í fyrsta skipti, æv- inlega nokkra skildinga í stein- þró litla þar uppi, sem einskonar offur til Skerprestsins, og segir sagan, að ævinlega væru þeir skildingar horfnir úr þrónni, þegar komið var þangað næst. Mun sá siður og hafa haldizt lengi eftir að Skerpresturinn hætti að gera vart við sig hjá veiðimönnum. Og enn er saga af Skerprest- inum, sem séra Gizur hefði átt að kunna. Hún er sú, að jafnan heimsækti hann embættisbróður sinn, Ofanleitisklerkinn, á gaml- árskvöld, og kom hann þá ró- andi yfir úr Skerinu á stein- nökkva. Kemst Sigfús M. John- sen þannig að orði í áðurnefndri Vestmannaeyjasögu sinni, að þá bæri heimapresti að setja fyrir hinn allskonar kræsingar, fylgja honum svo um miðnættið suður í Vík við Stórhöfða og hjálpa honum að hrinda steinnökkvan- um á flot. Um þetta orti Jón nokkur skáldi í Vestmannaeyja- brag: Prestur Skers um Ránarreiti rær oft upp að Ofanleiti nóttina fyrir nýárið. Það er líka, satt að segja sóknarprestur Vestmannaeyja höklabúlka hýrt tók við. Stofuna til staupa benti, steinnökkvann í Vík, sem lenti, sett á flot um svartnættið. En svo er að heyra á séra Giz- uri, að ekki hafi Skerprestur heimsótt hann á gamlárskvöld, enda mundi hann varla hafa feng- ið sérlega góðar viðtökur að Ofanleiti á meðan séra Gizur sat þar. Kannski hefur líka eitthvað kastazt í kekki með þeim, stétt- arbræðrunum, eitthvert gamlárs- kvöldið, þegar báðir voru orðnir nokkuð við skál; guðfræði Sker- prestsins ekki verið í öllum at- riðum söm og sú sem kennd var úti í Kaupenhafn. Hver veit? Eða þeir hafa deilt um það, hvor veitti veiðimönnum traustara lið með krafti sínum og fyrirbæn- um — en hætt er við að heldur hefði hallað á Ofanleitisklerk, væri út í þá sálma farið, því að almennt var það þakkað Sker- presti, hve slys reyndust fátíð í veiðiferðum í Súlnasker, og eins það, hve sumir björguðust þar með miklum undrum, er hætt komust. Er sagan af „Davíð, sem datt úr Skerinu“, til marks um það. Davíð þessi var, ásamt fleiri veiðimönnum, við eggjatöku í Skerinu, og var 80—90 metra hengiflug í sjó niður, þar sem þeir unnu að eggjatökunni, en bátur þar á floti, og eggjaskrín- unum rennt á bandi niður í hann. Nú varð Davíð það á, að fara eitthvað ógætilega á brúninni -—- sumir segja ,að hann hafi viljað binda skóþveng sinn — nema hann missti fótanna og féll fram- af. Furða er hve menn geta oft reynzt snarráðir og hugsað rök- rétt á hættustund, og kom það skýrt í ljós með Davíð í þetta skiptið, því að hann hafði hugs- un á að grípa báðum höndum undir hnésbætur sér í loftinu, og náði því taki; en það er álitið eina vörnin við því, að menn „springi“ við skellinn, sem verð- ur þegar þeir lenda í sjó úr svo háu falli. Svo heppinn var Davíð, að hann lenti ekki á bátnum, því að þá hefði honum verið bráður bani búinn, heldur skall hann í sjó skammt fyrir utan borðstokk- inn, og fór vitanlega á bólakaf. Hugðu þeir, sem í bátnum sátu, að víst mundi maðurinn dauður — en Davíð skaut kollinum upp úr sjónum, blés, skyrpti og fálm- aði allhressilega, og var dreginn inn í bátinn, óskaddaður með öllu, en bátsverjar lögðust á árar og reru í einni skorpu heim í vör. Reyndist Davíð ekki hafa neitt mein af flugferðinni, en eft- ir þetta var hann jafnan kallaður í Eyjum, „Davíð, sem datt úr Skerinu", og er atburður þessi í mannaminnum. Nema hvað ... enn urðu þarna greinir nokkrar með Skerprest- inum, sem sumir munu hafa talið að ætti einhvern þátt í hversu giftusamlega tókst — og embætt- isbróður hans að Ofanleiti. Eins og að líkum lætur, undr- uðust allir atburð þennan, að Davíð skyldi komast lífs af, Davíð sjálfur ekki hvað minnst. Þegar hann hafði jafnað sig að fullu, fór hann á fund prestsins að Ofanleiti, og bað hann að flytja fyrir sig af prédikunarstól þakkargjörð til guðs fyrir hina undursamlegu björgun. En prest- ur kvaðst ekki geta gert það. ÁVALLT UNG ^AN^ASItR rakamjólk „LAIT HYDRANT". þurr húð þarf meiri raka en húSvefirnir hafa viS aS framleiða. Til þess aS bæta úr þessum rakaskorti framleiSir LANCASTER nú RAKAMJÓLK „LAIT HYDRANT", sem einkum er ætluð fyrir þurra og viðkvæma húð. Þessi áburður bætir húðina strax eftir fyrstu notkun. Húðin verður mjúk, fersk og notaleg. ÚTSÖLUSTAÐIR. - REYKJAVÍK: Tíbrá, GJala- oe snyrtlvörubúSln, Orlon, Holts-Apútek, TJamar- hárgrelSslustofan. — AKUREYRI: Verzluntn Drífa. PATREKSFIRÐI: Verzl. Ó. Jóhannessonar. VIKAN X. tbl. gj

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.