Vikan

Tölublað

Vikan - 07.01.1965, Blaðsíða 33

Vikan - 07.01.1965, Blaðsíða 33
Varla mun hann þó hafa álitið, að þarna væri um satans spaug- erí að ræða. Hvort Skerprestur- inn hefur flutt þakkargjörðina í hans stað og af sínum predikun- arstóli í Skerinu, skal ósagt lát- ið... Nótt og dagur í Napolí Framhald af bls. 17. ' gönguæð. Hún er félagsheimili og baðstofa hverfisins; sá almenn- ingur þar sem atburðimir ger- i ast og enginn hefur efni á að missa af. íbúðirnar eru nánast sem herbergi inn úr götunni og það er enginn svo vitlaus í Napoli, að hann fari að setja ramgera hurð fyrir íbúðina sína. Að vísu er mittishár hleri á hjör- um hjá einstaka efnafólki, en op- lag með allskonar látbrögðum um leið og asninn tosaði kerr- unni upp brekkuna. Þetta kvöld gekk fyrir sig með sátt og samlyndi þarna í snar- bröttum götunum. Sumstaðar var grauturinn að sjóða upp úr af því að konan stóð frammi í dyr- um að horfa á lífið og þá hróp- aði hún Mamma mia og snarað- ist til að bjarga grautnum, en krakkarnir voru að hrekkja hvert annað og orga eins og geng- ur. Á sumum bæjum var búið að loka flekunum út á götuna og karlarnir sátu innan við þá og létu handleggina hvíla ofan á þeim, meðan þeir biðu eftir því að eitthvað merkilegt gerð- ist á götunni. Nokkrir pattar, á að gizka tíu ára gamlir, glaðklakkalegir og dálítið óhreinir, þeir slógu um mig hring og sögðu Amerikani. En þegar ég afneitaði Könum Gömul kona gekk framhjá þeim eins og þeir væru óviðkomandi menn, en hún hneigði sig vand- lega og signandi fyrir Maríu mey. Matarilmur berst út um dyr, lykt af fiski, súr lykt, sæt lykt. Kaup- mennirnir hafa opið; pasta og spaghetti í haugum, ávextir með litskrúði regnbogans, vínber í háum haugum og þetta líka dýr- indis vín þeirra: Chianti, Orvieto, Valpolicella og Lacrima Christi. Allt saman ódýrara en vatn og mun heilsusamlegra á þessum breiddargráðum. Ruslið af göt- unni þvælist stað úr stað og sum- staðar eru matvæli geymd í þess- ari dáindis hollustu; Nýskotnir hérar, blóðugir, hanga utan á húsi, sömuleiðis vambir og svína- fætur. Þvílíkt gósenland fyrir flugnagerið. En alþýðufólki í Napoli er sama um flugur. Þetta er óbrotið fólk, sem sefur vel fyrir áhyggjunum af afdrifum ræðapláss með malaríufenjum og voru nærliggjandi héruð sífellt undirlögð af þeim hvimleiða sjúkdómi. Helzta fangaráðið var að byggja þorp og bæi á hæstu hæðum og sér þess stað enn þann dag í dag. Þegar Tómas Sæ- mundsson átti þarna leið um, þá fór mikið orð af þeirri ógn sem landsmönnum og ferðafólki staf- aði af mýrum þessum. Segir Tómas: „svo óhollt á vegi þess- um, að óvönum manni er ef til vill dauði búinn, ef honum verð- ur á að sofna í vagninum eður á leiðinni." Mússólini var á sama máli og Tómas og sá að fasistar gátu ekki við svo búið látið standa. Hann hófst handa um að útrýma mal- aríunni og er það eitt af því fáa, sem hann gerði þjóðinni til gagns. Það voru fluttir inn sérstakir smáfiskar frá Mexíkó, sem éta lirfur malaríuflugunnar og út- A HVERRIKONNU. ið þar fyrir ofan, — eða hvernig ætti fólkið annars að geta fylgzt með því, sem fram fer undir þvottasnúrunum. Ég gekk um þessar stórmerku götur eitt kvöld síðla; þessar göt- úr, sem tæplega geta kallazt fá- tækrahverfi. Þær eru miklu frem- ur sú Napoli, sem alltaf hefur verið umhverfi þess lífs, sem hinir innfæddu Napolibúar kunna bezt við. Fólkið var sumstaðar að borða kvöldskattinn og því var alveg sama þótt ég staldraði við utan við dyrnar og horfði inn. Þar sá maður alla íbúðina: Hjóna- rúmið í einu horninu, Jesús og Maríu uppi á vegg og svo sjón- varpið. Þessi atriði voru hið eina sjálfsagða innbú. Þar fyrir utan var eitthvað sem kalla mætti borð, koppar og kyrnur á gólfinu og hangandi uppi um veggi og einhverskonar eldavél. Nú kom einn á vespu niður götuna svo þvotturinn blakti og hænsin, sem höfðu hætt sér út úr dyrunum á einni íbúðinni, flýðu með ólátum inn aftur. Ekill á asnakerru varð að flýta sér til hliðar í ofboði og formælti þess- um vespuglanna, en svo var hann búinn að taka gleði sína sam- stundis aftur og raulaði eitthvert með öllu, þá sögðu þeir bara sigarett, sigarett, því það var mergurinn málsins og það sem þeir voru að leita að. Þeir sett- ust í þrepin efst í götunni ásamt öðru fólki, sem beið eftir að eitt- hvað gerðist, en það gerðist ekki neitt annað en það að þvottur- inn á þúsund snúrum í götunni hélt áfram að þorna í kvöldhit- anum. Þegar ég nokkru síðar rölti niður eftir brekkunni aftur, þá var á sumum bæjum kominn háttatími; karlarnir voru að tína af sér spjarir og stóðu frammi við hlerann til þess að missa ekki af neinu, en einn sat í nærklæð- um einum saman í dyrunum og lét fæturna skaga út á gangstétt- ina. Gatnamót; það sér í ýmsar átt- ir undir þvottinn og kerling á svölum uppi í kvöldheiðríkjunni fyrir ofan þvottinn er að skamma telpukorn niðri á götunni. Þarna var þessi forláta glerkassi utan á húsi og í honum mynd af heilagri guðsmóður, en fyrir neðan flannastór skilti límd á vegginn, máð og rifin: Louis Armstrong bullsveittur að blása í trompet, en Beethoven við hliðina á hon- um, áhyggjufullur eins og her- námsandstæðingur á Mokkakaffi. heimsins, tilfinningafólk, sem lif- ir eftir forsrkift hjartans frem- ur en heilans og kann þá list að gleðjast yfir smáu. íslenzkir ferðamenn ganga þarna um óáreittir; það var ekki nema sjálfsagt að við staðnæmd- umst til að horfa á fólkið borða eða hátta sig, það fékk þó alténd að sjá okkur í staðinn og sætti sig fullkomlega við þau skipti. Það er skemmra milli Rómar og Napoli en Reykjavíkur og Akureyrar. En landið og þjóðin tekur ótrúlegum breytingum á þeirri leið og það er eins og að koma í aðra veröld, þegar kem- ur þangað suðureftir. Þar er Suð- urlandabragurinn ósvikinn, Mið- jarðarhafsstemning af því tagi, sem lengi hefur lifað og við- gengizt í borgum eins og Mikla- garði, Beirút, Alexandríu og Palermó. Þjóðvegurinn frá Róm liggur suður um frjósamar sveitir með olívutrjám og vínviði. Á þessu svæði áttu auðugir Rómverjar bú og gnótt þræla og gortuðu af því í veizlum, að þeir vissu ekki einu sinni, hvar þessi bú þeirra væru. Þá voru hinar svonefndu Pont- ísku forir víðáttumikið vand- rýma henni. Síðan voru forirn- ar ræstar fram og nú sér þeirra engan stað; aðeins er þar sam- felldur aldingarður. Þarna fengu smábændur landskika, en eins og víðast annarsstaðar í ítölskum sveitum, þá er landið svo lítið, að búskapurinn ber ekki stórvirk tæki.. Það er erfitt að ímynda sér, að þarna hafi einungis verið fúlir foraðspyttir. í stríðsbyrjun var búið að koma á fót þrjú þúsund stórbýlum í forunum, hvert býli átti 18 hektara. Það þætti að vísu vita landlaus jörð á íslenzkan mælikvarða, en þess ber að gæta, að hver þumlungur lands gefur margfalda uppskeru. Eftir að komið er framhjá þeim unaðsfagra stað Terracina úti við Miðjarðarhafið, liggur vegurinn meðfram ströndinni suðurúr. Þar standa leifar af sumarhöllum auðugra Rómverja, sem þótti notalegra að láta sjávargoluna leika um spikið á sér en bakast í sumarhitanum norður í Róm. Mælskusnillingurinn Cicero átti allmilda höll þarna, sem enn stendur að talsverðu leyti. Hann var fæddur á þessum slóðum, en gifti sig til fjár, „hellti" sér í pólitík og varð nafntogaðasti vikan i. m. 33

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.