Vikan

Tölublað

Vikan - 07.01.1965, Blaðsíða 36

Vikan - 07.01.1965, Blaðsíða 36
mótum, þar sem bærilega sér til mannaferða. Þær setja sig ekki úr færi að gefa mönnum bend- ingu og það jafnvel þótt þeir hafi frúna upp á arminn. En hitt eru þær þeívísar á og taka illa upp, ef ungar og ógiftar stúlkur eiga leið um þessi einkamið þeirra á síðkvöldum. Það var til dæmis ung og blómleg íslenzk heimasæta í för með okkur og hún fékk áþreifanlega að vita af því, að hún væri ekki vel- komin. Börn, jú reyndar. Þau voru hér á hlaupum og augsýnilega í þýð- ingarmiklum erindagerðum, rifin og óhrein. Manni hnykkir við að sjá þetta líf. Það eru litlu skúg- nissarnir, heimilisleysingjarnir, sem koma á kreik um lágnættið eins og tófan. En rónarnir, hvar eru þeir? Hvers vegna sést ekki einn einasti drukkinn maður á almannafæri? Tölurnar eiga að tala sínu máli um það, að ákveð- inn hundraðshluti verði of- drykkju að bráð. En það er þó engin sýning á því hyldýpi eymd- arinnar, líkt og séð verður ná- lega hvern einasta góðviðrisdag í portunum umhverfis vínbúðina við Skúlagötu. Á einum stað hefur verið byggt yfir götu með gleri og þar sáum við slangur af fólki og opin kaffihús. Tilvalið að setjast og hvíla lúin bein, áður en haldið væri heim á hótelið. Rétt hjá borðinu var hópur ungra manna á fundi. Það var eitthvert hita- mál á dagskrá og hnakkrifizt; annaðhvort um ljóð ungu skáld- anna eða útsvörin, nema þetta hafi bara verið Skúgnissar að planleggja rán. Mér finnst það öllu líklegra. Einn virtist vera foringinn, jakamenni af þeirri gerð, sem unglingarnir hér mundu kalla örlagatöff. Kringum þennan ófrýnilega hóp sveimuðu nokkrar gleðikonur; ein þeirra komin af léttasta skeiði og hafði hún bæði hund í bandi og dreng- hnokka sér við hönd. Ég get ekki sagt, að þetta væri heillandi félagsskapur og við vorum því kannski fegnust að komast þarna út. En þetta er ein hlið lífsins í Napoli, óháð hátíðisdögum og árshátíðum. Það er eitt af því óhagganlega, mannlegt eðli í sinni grófustu mynd, hörð lífs- barátta og nakið miskunnarleysi. Einn af stórsnillingum heimsbók- menntanna sagði um Napoli: „Þið getið sagt frá og sett í stíl og mál- að eins og þið viljið, en samt er virkileikinn hérna stórkostlegri." Nýr dagur með hlýrri golu af flóanum og björtu sólskini. Við kvöddum borgina og héldum í átt til Vesúvíusar. Konurnar voru byrjaðar að hengja út nýjan þvott og ein af aldamótakynslóð- inni signdi sig átómatískt fyrir glerskáp með mynd af frelsar- anum. G.S. Syrpa um aldaranda og almenningsálit... Framhald af bls. 5. minna með strætisvögnunum erv fyrir fáum órum. Ástæðan er samsett úr nokkrum nútíma menningarfyrirbrigðum. í fyrsta lagi hefur það orðið keppikefli flestra að eignast bil. í öðru lagi hafa nú orðið svo margir sjónvarp og horfa á vallarsjón- varpið á kvöldin, að þeir fara síður út á kvöldin. í þriðja lagi hefur talsverður áróður verið hafinn til þess að menn gengju meira en gert hefur verið og styrktu með þvi heilsu sina og hnignandi hjörtu. I AFLEIÐING AF ÖHOLL- UM LÍFSVENJUM Ofnotkun feitmetis, hvers- kyns áhyggjur, einkum fjármála- áhyggjur, reykingar og almennt áreynsluleysi likamans, hefur. leitt til þess að fjöldi manns hefur orðið blóðtappanum að bráð eða veiklast verulega af haps sökum. Kransæðastíflan er menningarsjúkdómur vorra tíma, afleiðing af þeim lifsvenj- um, sem við höfum tamið okk- ur. Á síðasta ári voru stofnuð nokkur hjartaverndarfélög til að spyrna við fótum og æ fleiri skilja nú bílinn eftir heima og ganga i vinnu. Eitt af þvi sem talið er stuðla að þessum sjúk- dómi, er spennan í daglegu lifi manna, tímaskorturinn, sem að því er virðist kreppir að vel flestum. Til þess að draga úr þessari spennu mætti til dæmis afnema eitthvað af þessum heimskulegu lokunartímum fyr- irtækja. Það fer ekki hjá þvi, að þver einasti verkfær maður, verður að útrétta eitt og annað fyrir sig ög fjölskyldu sína. En hvernig fara menn að þvi, sem bundnir eru í vinnu og svo er bönkum og verzlunum lokað á sama tíma og þeir losna. Jú, það er Ijóst, að þeir verða að fá frí til að bjarga sinum málum i vinnutimanum og fyrir bragðið orsakast stórfellt vinnutap. Það er spor i rétta átt, að útibú sumra bankanna hafa oft opið eftir kl 6 og eigendur verzlana mega í sumum tilfcllum afgreiða vörur allt til kl 10. FLEIRA ER MATUR EN FEITT KET Jólablað Vikunnar seldist ger- samlega upp á skömmum tíma, vafalaust að einhverju leyti vegna þess, að þar voru upp- skriftir og litmyndir af góðum og fjölbreyttum jólamat, sem hægt er að fá efni í hér. Þetta vekur athygli í því að vaxandi áhugi sé fyrir þessum efnum, en margir víðreistir menn hafa bent á, að matarkúltúr íslend- 30 VIKAN 1. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.