Vikan

Tölublað

Vikan - 07.01.1965, Blaðsíða 45

Vikan - 07.01.1965, Blaðsíða 45
gjöldum eiginkonunnar, þar sem hún nýtur þeirra hlunninda að bera enga ábyrgS. — Jú, þar er hún nefnilega á- byrg lika. Ef hann hefur klúðr- að öllu og á ekkert lengur, verð- ur hún að gera svo vel að borga skattana, sem skráðir eru á hans nafn. — Sama, þótt þau hafi kaup- mála? •— Ég held það. Þvi skattarnir viðurkenna engar séreignir hjóna. Og þá dettur mér enn í hug, i sambandi við skattinn. Ef barnlaus hjón vinna bæði úti og fyrir svipuðum launum, eiga þau rétt á sérsköttum, og fá miklu lægri skatta en barnmargt lieimili, þar sem konan vinnur heima, en maðurinn vinnur næstum allan sólarhringinn til þess að mæta þörfum fjölskyld- unnar. Það er af því, að skatta- lögin viðurkenna aðeins tekju- / aflanda sem framfæranda. Hér er enn eitt dæmi um óréttlæti, sem gengur líka út yfir eigin- manninn. Þetta vilja róttæku konurnar ekki viðurkenna, að sé óréttlátt. — Og maðurinn, sem hefur konuna heima og ókeyp- is vinnuafl á heimilinu, segja þær. Þær viðurkenna ekki, að aðrar konur séu eða eigi rétt á að vera sjálfstæðar persónur og framfærendur en þær, sem vinna utan heimilis. — Enda finnst manni oft, þegar maður heyrir i kvenrétt- indakonum, að stefnan sé að koma konunum út af heimilun- um. — Já. Þær róttæku vilja það. Skilyrðislaust að kalla. — Og þessar raddir hafa lang hæst. Hinar heyrast varla. — Ég vil ekki endilega hafa þær inni á heimilunum. Ég vil að þær hafi frjálst val. En ekki að þær þurfi að velja á milli óeðlilega mikils vinnuálags ann- ars vegar og réttindaskorts hins vegar. Til þess að unnt sé að velja, verður að vera til staðar ýmis konar lieimilisaðstoð og barnagæzla. Að öðrum kosti getur kona ekki gegnt tímafreku ábyrgðarstarfi. — Þá hlýtur samband móður- innar við börnin alla vega að losna. Hún sér þau kannski rétt í svip um leið og þau vakna, og svo sem einn eða tvo tima á kvöldinu. Getur þetta ekki haft óheppileg áhrif á uppeldið og þá þjóðarkarakterinn siðar meir? — Jú, það getur verið, eink- um meðan börnin eru ung. En það eru ekki allir jafn hæfir uppalendur. Öruggir leikvellir, leikskólar og dagheimili eru nauðsynleg, hvort sem móðirin vinnur úti eða lieima. Eldhúsið er hættulegur leikvangur. — En er það ekki óæskilegt, að losa börnin enn meira frá foreldrunum en orðið er? — Það eru einkum feðurnir, HARÐVIÐARIN N RETTINGAR Ú R HOLPLÖTUSVl MEÐ RÝMI FYRIR LEIÐSLUR OGRÖR E R ÖDÝRASTA INNRÉTTINGAREFNIÐ, SEM VÖL ER Á SPÖNLAGÐAR HOLPLÖTUR 240x124 cm. Verð fió kr. 270,00 ferm. SPÓNLAGÐAR SPÖNAPLÖTUR 240x124 cm. VerS fró kr. 130,00 ferm. PANILAR frá 20 cm til 60 cm breidd. Lengd 250 cm. STOFU-PARKET BELINDA frá kr. 400,00 ferm. - EIK frá kr. 430,00 ferm. BELINDA- PARKET Er sérstakur harðviður, sem staðizt hefur bæði vatnsflaum á gólfi og mjóa kvenskóhæla. LeitiS nánari | Q Q | upplýsinga I Ö ■ LHÍ) i F Skólavörðustíg 1A - Sími 24940 VIKAN 1. tbl. 45

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.