Vikan

Tölublað

Vikan - 07.01.1965, Blaðsíða 47

Vikan - 07.01.1965, Blaðsíða 47
var ekki lengur hvísl, ekki leng- ur silkimjúk. Hún var hávær og sjálfsörugg. — Þetta losar okkur við miklar deilur, gamli minn. Það var miklu þægilegra að sýna þér hvað ég gæti. Þeir halda að ég sé ansi fær ( þessu. Það eru tíu kúlur í bókinni — .25 dumdum, knúin af rafmagns- battaríi. Þú verður að viðurkenna, að Rússar eru fjári slungnir að búa til svona tæki. Það er verst fyrir þig, að þessi bók, sem þú ert með, er aðeins til að lesa, gamli minn. — í guðanna bænum hættu að kalla mig gamla þinn. Þegar svo mikið var óupplýst, svo mikið til að hugsa um, var þetta það fyrsta, sem Bond datt í hug. Þetta var eins og þegar einhver í brennandi húsi þrífur kolafötuna til að bjarga henni. — Mér þykir það leitt, gamli minn. Þetta er orðinn ávani. Þetta er hluti af því að reyna að vera séntilmaður. Eins og þessi föt. Þetta er allt saman frá búningsdeildinni. Þeir sögðu, að ég yrði að vera svona til þess að sleppa, og ég slapp — eða hvað, gamli minn? En svo skulum við snúa okkur að viðskiptunum. Ég býst við, að þú viljir fá að vita hvað þetta allt saman snýst um. Ég skal með ánægju segja þér það. Við eigum eftir um það bil hálftlma. Og það væri mér sönn aukaánægja að segja hinum fræga hr. Bond frá leyniþjónustunni, hvílíkur bölvaður bjáni hann er. Því eins og þú sérð, gamli minn, ertu ekki nærri þv( eins góður og þú heldur. Þú ert ekkert annað en upppumpaður lofthani, og ég hef fengið það verk- efni að hleypa svolítið úr þér. Rödd- in var jöfn og flöt og setningarn- ar eltu hverja aðra og dóu út. Það var eins og Nash tæki út af leið- indum við að þurfa að tala. — Já, sagði Bond. — Mig lang- ar að vita, hvernig stendur á þessu. Ég get vel séð af hálftíma handa þér. í örvæntingu velti hann þv( fyrir sér: Var möguleiki að ýta þessum manni af sporinu? Róta honum úr jafnvægi? — Vertu ekki að gera þér nein- ar grillur, gamli minn. Röddin hafði engan áhuga fyrir Bond eða þeirri hættu, sem gæti stafað af honum. Hann var ekki til nema sem skot- mark. — Eftir hálftíma deyrðu. Það verða engin mistök með það. Ég hef aldrei gert nein mistök, ann- ars hefði ég ekki þetta starf. — Hvaða starf? - Aðalböðull SMERSH. Það vott- aði fyrir lífi í röddinni. Vottaði fyr- ir stolti. Svo varð hún flöt aftur: _ Ég held að þú þekkir þetta nafn, gamli minn. SMERSH. Svo það var svarið. Versta svarið af þeim öllum. Og þetta var aðalböðullinn. Bond mundi eftir rauðu glóðinni, sem flökti ( ógagnsæjum augunum. Morðingi. Brjálæðingur. Sennilega tunglsjúklingur. Maður, sem ( sann- leika sagt naut þess að drepa. Mjög nytsamur maður fyrir SMERSH! Bond minntist þess skyndilega, sem Vavra hafði sagt honum. Hann reyndi að slá neðan beltisstaðar: — Hefur tunglið einhver áhrif á þig, Nash? Svartar varirnar herptust: — Þú ert ekki mjög snjall, herra Leyni- þjónusta. Þú heldur, að það sé hægt að tala mig til. Hafðu ekki áhyggjur af því. Ég væri ekki hér, ef það væri hægt. Reiðitónninn í rödd mannsins sagði Bond ,að hann hefði komið við auman blett. En hverju væri hann nær, þótt hann gæti komið manninum úr jafnvægi? Það væri kannske betra að koma honum í gott skap og fá svolítinn tíma. Ef til vill Tatiana . . . — Hvar kemur stúlkan í mynd- ina? — Hún er hluti af agninu, svar- aði maðurinn og það voru aftur komin leiðindi ( röddina. — Hafðu ekki áhyggjur af því, hún skiptir sér ekki að því, sem við erum að tala um. Ég gaf henni skammt af chloral hydrate, þegar ég hellti víninu ( glasið hennar. Hún verður ekki til viðtals ( nótt, né neina aðra nótt. Hún fer með þér. — Einmitt. Bond lyfti hægt hend- inni, sem hann sárverkjaði (, lagði hana í kjöltu sér og hreyfði fing- urnar til að koma blóðinu á hreyf- ingu. — Jæja, við skulum hlusta á sög- una. — Farðu gætilega, gamli minn. Engin brögð. Reyndu ekki að villa um fyrir mér. Ef ég hef svo mikið sem hugboð um, að þú ætlir að hreyfa þig, verður það kúla beint í gegnum hjartað. Hvorki meira né minna. Og það er það, sem þú færð að lokum, hvort sem er. Ein, mitt í gegnum hjartað. Ef þú hreyf- ir þig, kemur það svolítið fyrr, og gleymdu þv( ekki, hver ég er. Mannstu eftir úrinu þínu? Ég missi aldrei marks. — Góð ræða, sagði Bond kæru- leysislega. — Vertu ekki hræddur. Þú ert með byssuna mína. Áfram með söguna. — Allt í lagi, gamli minn, en vertu ekkert að klóra þér í eyranu, meðan ég er að tala. Ég skal bara skjóta eyrað af fyrir þig. Jæja, SMERSH ákvað að drepa þig. Ann- ars held ég að það hafi verið ákveðið einhversstaðar á hærri stöðum, alveg uppi á toppi. Lítur út fyrir, að þá langi til að rass- skella leyniþjónustuna svolítið. Lækka svolttið ! þeim rostann. Ertu með á nótunum? — Hvers vegna völdu þeir mig? — Spurðu mig ekki, gamli minn. En þeir segja, að þú hafir tölu- vert álit heima fyrir. Aðferðin við að drepa þig, hún átti að breyta svolítið þv( áliti. Þessi áætlun var gerð á þremur mánuðum og er pott- þétt. Varð að vera það. SMERSH hefur gert ein eða tvenn mistök núna nýlega. Til dæmis ( sambandí við Kukloff málið. Mannstu eftir sígarettuboxinu, sem sprakk, og allt það? Þeir létu vitlausan mann hafa starfið. Þeir áttu að láta mig hafa það. Ég hefði ekki farið yfir til Kananna. Jæja, snúum aftur að okkar máli. Ég get sagt þér það, að við eigum góðan skipuleggjara ( SMERSH, mann, sem heitir Kron- steen. Mikill taflmaður. Hann sagði, að með þv( að skírskota til pjatts þ(ns, græðgi og brjálæðis, þá mynd- irðu nást. Hann sagði, að allir í London féllu fyrir brjálæði. Og þú féllst, eða hvað, gamli minn? Var sú raunin? Bond minntist þess, hve mikið hin sérvizkulega hlið þessarar sögu hafði vakið for- vitni þeirra. Og pjattið? Jú, hann varð að viðurkenna, að sú hug- mynd, að þessi stúlka hefði orðið ástfangin af myndinni af honum, hafði sitt að segja. Og svo var það Spektorinn. Það hafði gert útslagið á — hrein græðgi. Hann sagði, var um sig: — Við höfum áhuga. Svo kom hann að framkvæmdun- mu. — Framkvæmdastjóri okkar er heilmikil kerling. Ég býst við, að hún hafi drepið fleiri menn en nokk- ur annar í heiminum. Eða séð um fleiri dráp. Já, það er svo sannar- lega kerling í lagi. Hún heitir Klebb. Rosa Klebb. Reglulegt kerl- ingarsvín. En hún kann öll brögðin. Rosa Klebb. Svo yfirmaður SMERSH var kerling. Ef hann gæti aðeins komizt út úr þessu og hitað henni í hamsi! Fingurnir á hægri hönd Bonds krepptust mjúklega. Flata röddin í horninu hélt áfram: — Jæja, hún fann þessa Romanova stelpu. Æfði hana ( þetta starf. Meðal annarra orða, hvernig var hún í rúminu? Góð? Nei! Bond trúði þessu ekki! Fyrsta nóttin hafði ef til vill verið sett á svið. En síðan? Síðan hafði það verið raunverulegt. Hann notaði tækifærið til að yppta öxlum. Það var yfirdrifin hreyfing. Hún var til ess að gera manninn í horninu van- an hreyfingunni. — O jæja. Ég hef ekki áhuga fyrir svoleiðis sjálfur, en þeir tóku nokkrar fallegar myndir af ykkur saman. — Nash klappaði á jakka- vasa sinn. — Heil spóla af sextán millimetra. Það verður sett í veskið hennar. Það kemur til með að líta vel út ( blöðunum. Nash hló, hörð- um málmkenndum hlátri. Þeir verða svo sannarlega að klippa úr því safamestu bitana, samt. Herbergisskiptin á hótelinu. Hveitibrauðsdagalbúðin. Stóri spegillinn við rúrnið. Hve þetta féll allt vel saman. Bond fann svitann spretta út á höndum slnum. Hann jþurrkaði af þeim á buxunum. — Rólegur, gamli minn. Það lá við að þú fengir það núna. Ég •sagði þér að hreyfa þig ekki. Manstu það ekki? Bond setti hendurnar aftur á bók- •ian ( kjöltu sér. Hve mikið gæti Ihann fært út þessar litlu hreyfing- ■ar? Hversu mikið gæti hann leyft :sér yfirleitt? — Haltu áfram með söguna, sagði hann. — Vissi stúlkan, að ScwfresK APPELSÍN SÍTRÖN L I M E Svalandi - ómissandi á hverju heimili VIKAN 1. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.