Vikan

Tölublað

Vikan - 07.01.1965, Blaðsíða 50

Vikan - 07.01.1965, Blaðsíða 50
Hvernig á að búa til pæruliu Á stóru myndinni sést kálfarúlian neðst, en ofar er rúlla fyllt með: 500 gr mjög fíngerðu hökkuðu kjöti, 200 gr sveppum, 1 búnti saxaðri persilju, 1V2 dl smágerðum raspi, 1 bolla kaldri mjólk, 1 smásöxuðum lauk, salti og pipar. Raspið látið vera um stund í mjólkinni, sveppirnir skornir í bita og öllu blandað saman og gert úr frekar þykkt deig. Pæið gert á sama hátt og sagt er að neðan, en í það eru ekki skornar rifur eins og í kálfarúlluna. KÁLFARÚLLA. 1. Hrærið saman % kg hakkað kálfakjöt, Vi dl. rasp, 1—2 egg, salt, pipar og svolítinn rjóma og gerið úr mjúkt, en nokkuð þykkt fars, heldur þykkara en notað er i bollur. 4. Saxið síðan saman 250 gr af vel köldu smjörlíki og 4 dl liveiti. Hnoðið svo deigið hratt saman með 1 dl af ísköldu vatni. 7. Dáiítið átti að skilja cftir af deig- inu, en úr því er búin til lengja yfir samskeytin og lítil blöð eru mótuð úr því, sem svo er raðað utan með lengjunni, en undir bæði lengju og blöð er borin eggjahvíta, svo að það haldist 2. Setjið '/« hluta farsins á málm- pappír, sem bleyttur hefur verið í vatni. Skerið lengjur af soð- inni nautatungu og skinku og raðið ofan á. Síðan er fars sett þar ofan á, þar næst annað lag af lengjunum og loks það sem eftir er af farsinu. 5. Látið deigið standa á köldum stað dálitla stund og fletjið það síðan út á málmpapplr, sem hveitl hefur verið stráð á. 8. Penslið síðan lengjuna með laus- lega þeyttu eggl, svo að hún verði fallegri á litinn. 3. Mótið það eins og brauð og vefj- ið inn í málmpappfr. Látið standa á köldum stað, helzt i ísskáp. 6. Leggið siðan farsbrauðið á deig- ið og brjótið deigið saman utan um farsið, þannig að samskeyt- in komi ofan á. Lokið vel í alla enda. 9. Skerið litlar rifur milli blaðanna og bakið í heitum ofni, ca. 225 stig, í 40—50 mín. fast við rúlluna. Frönsk peysa Framhald af bls. 41. ur, einnig á sama hátt, og síðan stykkið áfram á sama hátt og framstykkið. Ermar: Fitjið upp 30 1. á prj. nr. 6, og prj. innafbrot og munst- ur á sama hátt og á fram- og bakstykkinu. Aukið út 1 1. báðum megin í 6. hv. umf., 12 sinnum, og síðan í annarri hv. umf. 4 sinnum. Prjónið áfram þar til ermin frá uppfitjun mælir um 52 sm eða er hæfilega löng. Fellið þá af í hvorri hlið 12 1.. 2 sinnum, og lykkjurnar, sem eftir eru, í einu lagi. Leggið stk. á þykkt stykki, nælið form þeirra út með títu- prjónum, leggið rakan klút yfir og látið þorna. Saumið axlir og hliðar með aftursting og þynnt- um gamþræðinum. Brjótið 2ja sm breitt innafbrot í hálsmál og 3—4 sm að neðan og framan á ermum. Mamma lagar allt Framhald af bls. 29. í fjarlægð heyrðum við telp- urnar hlaupa aftur upp stigann. „Ég er glorhungraður,11 sagði maðurinn minn. „Er maturinn ekki að verða til?“ „Alveg að koma,“ sagði ég og hristi hveitið i sósuna, hrærði og kryddaði, skellti diskunum á borðið skrældi kart- öflurnar og hrópaði: „Maria og Guðrún! Matur!“ Ég heyrði Mariu kalla: „Það er matur! Komdu Guð- rún!“ Ég brosti til mannsins míns. „Maria er alltaf að skipa Guð- rúnu fyrir verkum,“ sagði ég. „Henni finnst hún vera svo stór og mikil.“ María hækkaði röddina. „Komdu strax Guðrún!“ hróp- aði hún hátt og skært. „Nei,“ svaraði sú litla. „Komdu eða ég skal.... Það heyrðist einhver ein- kennilegur hávaði eins og eitt- hvað slægist við stein. Svo veinaði Guðrún. Einu sinni. Ég þaut fram á ganginn og maðurinn minn á eftir. Ég starði máttvana af skelfingu á stein- stigann, hvassar brúnirnar og á Guðrúnu litlu, sem lá á gólf- inu fyrir neðan stigann lireyfing- arlaus, án þess að gefa frá sér hljóð. Lá þarna í blóðpolli, sem sifellt stækkaði. María þaut niður stigann. Hún hljóp til mín og leit á mig þar sem ég kraup við hliðina á Guð- rúnu. „Er Guðrún ónýt mamma?“ spurði hún. Ég megnaði ekki að svara. „Þú lagar hana,“ sagði hún með trúnaðartrausti barnsins. „Mamma getur allt.“ gQ VIKAN 1. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.