Vikan

Tölublað

Vikan - 21.01.1965, Blaðsíða 7

Vikan - 21.01.1965, Blaðsíða 7
ástarsorg, þegar þú færð svarið, skalt þú bíða aðgerðarlaus í nokkra mánuði í viðbót og vita hvort þetta líður ekki hjá. Kannski ganga þessi sérstöku lög úr tízku, og kannski verður hætt að nota bíla eins og hann á. Og kannski hittizt þið aftur af til- viljun og sættizt heilum sáttum. Kannski eigið þið einhverja sam- eiginlega kunningja, sem geta á fínan hátt komið boðum til hans um að þú sért ekki lengur ósátt við hann, og kannski er hann hrifinn af þér og ieitar sátta að fyrra bragði. En fyrir alla muni, farðu ekki að ganga eftir hon- um. Það getur verið stórhættu- legt. Ef ekkert af þessu hefur gerzt eftir nokkra mánuði, máttu reyna að senda honum kæra kveðju í Lögum unga fólksins —- gjarnan með einhverju af þess- um sérstöku lögum — en ef það hefur ekki áhrif, skaltu reyna að finna þér einhvern annan — á öðruvísi bíl. RAUNSÆI EÐA SKÝJABORGIR. Kæri Póstur! Ég las þetta, sem þið kölluðu „raunsæja framtíðarsýn“ eftir forstjórann á elliheimilinu. Ég kalla ykkur frjálslynda að láta menn fá inni í blaðinu með svona spádóma. Eins og nokkrum manni detti nokkurn tíma í hug að gera bílferju úr gömlum tog- ara? Ég get búizt við því, að það verði bráðlega gerð bílferja yfir Hvalfjörð, en alls ekki úr Reykjavík og það verður að byggja slíka ferju sérstaklega til þeirrar notkunar. Svo er þessi hugmynd hans um brú yfir Borg- arfjörð bara þvæla, sem hlýtur að flokkast undir almennt píp. Borgarfjörðurinn er enginn krók- ur eða farartálmi að heitið geti og það verður ekki byggð brú yfir hann fyrr en við vitum ekk- ert hvað við eigum við peningana að gera. Með alúðarkveðju, Raunsær. Kæri Póstur! Mig langar til þess að vekja athygli á því, að líklega hefur Gísli Sigurbjörnsson, forstjóri, hitt naglann á hofuðið í ferð sinni norður í Vikunni um dag- inn. Sumt kann að orka tvimælis, en ég er mjög hrifinn af hug- myndinni um að byggja sumar- hús á Breiðafjarðareyjum. Sem Breiðfirðingur þykist ég nú sjá fyrir mér þá tíð, að efnafólk hér syðra keppist um þessar eyjar og þar hefjist nýir uppgangs- tímar. Breiðfirðingur. Til Vikunnar. . ... og svo get ég ekki stillt mig um að minnast á hugmynd hans um einhverskonar sumarbúl staði í eyjunum, líklega fyrir efnaða Reykvíkinga eða jafnvel útlendinga. Ef nýtt landnám á Breiðafjarðareyjum á að verða með þeim hætti, þá bið ég þess, að ég verði kominn undir græna torfu áður en það verður. Einn gamall úr Hólminum. FRÓÐLEIKSÞORSTI EÐA FORVITNI. Herrar mínir! Afsakið að ég ónáða ykkur með þetta vafalaust ómerka vandamál mitt, en kannske getið þið gefið mér svar. Vandamálið hljóðar þannig, að konan mín, sem annars er mörgum kostum prýdd, þjáist af forvitni að mín- um dómi. Þetta kemur helzt í ljós, þegar við erum boðin eitt- hvað í hús. Þá ræður hún ekk- ert við forvitnina og er með nef- ið niðri í hverjum kopp og kirnu, skoðar í skápa og hirzlur og því- um líkt. Ég hef hvað eftir annað bent henni á að þetta sé mjög óviðeigandi og líð önn fyrir hana, en hún segir að þetta sé ekki forvitni heldur fróðleiksþorsti og bregzt illa við, þegar ég finn að þessu. Vitið þið til þess að hægt sé að lækna svona ástríðu? Guðmundur. — — — Þetta á að sjálfsögðu ekkert skylt við fróðleiksþorsta eins og þú munt sjálfur hafa séð, heldur er hér einungis um að ræða mjög svo ástríðufulla for- vitni, sem ævinlega er óþolandi. Slík ástríða verður naumast læknuð, en geri viðkomandi sér grein fyrir, hver ljóður þetta er á háttvísri framkomu, þá ætti sá hinn sami að geta haft hemil á forvitnisástríðunni. Þú gætir und- irstrikað vanþóknun þína á þessu framferði með þvi að neita því gersamlega að fara í hús með henni, nema hún láti af framan- greindum hætti. KRISTINN GUÐNASON H.F. KLAPPARSTlG 25-27 - SÍMI 12314 - 21965. VIKAN 3. tbl. rj

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.