Vikan

Tölublað

Vikan - 21.01.1965, Blaðsíða 11

Vikan - 21.01.1965, Blaðsíða 11
eftir fárra daga hjónaband. Eftir það kast- aði hún sér út í starfið og vann af eldlegum áhuga og guðhræðslu við hjálparstarf safn- aðanna, til að gleyma sínum eigin sorgum. Þótt presturinn væri yfirmaður hennar átti hún mjög auðvelt með að trúa honum fyrir öllum sínum áhyggjum, og hann var ákaf- lega skilningsgóður, hann hafði sjálfur átt svo margar erfiðar stundir og gat svo vel skilið mannlegar raunir. Systir Hildegard hugsaði um morgunverð- inn fyrir séra Jósep, hún bjó til miðdagsmat- inn, var bílstjóri, einkaritari og hjálpaði honum við öll hans fjölþættu og erfiðu störf. Tilfinningar séra Jóseps fóru að verða mannlegar, en ekki eins prestslegar. Hann hafði miltinn áhuga á systur Hildegard, og áður en þessar tvær frómu sálir vissu af var trúnaðartraustið á milli þeirra orðið að ást. Séra Jósep söng og var hamingjusamur, enginn hafði áður séð hann svona glaðan. Og systir Hildegard stjanaði við hann af ást og umhyggju. Þá var það dag nokkurn að hann tók hana í faðm sér og kyssti hana af ástríðu- ofsa. —• Þá hefði ég átt að hörfa undan, sagði hún sjálf, — en ég var svo hamingjusöm. Hún hugsaði ekki út í það þá, að hún var að fremja gróflegt lagabrot, frá kirkjunnar sjónarmiði. Því að þótt Jósep væri aðallega í þjónustu miðstjórnarinnar, var hann þar líka sem prestur, því máttu þau ekki gleyma, — en það gerðu þau. Séra Jósep fannst hann vera þvingaður þarna á vinnustaðnum, svo að hann bauð systur Hildegard með sér í frí, til klausturs sem hann var kunnugur í. í Jesú-Hjarta klaustrinu bjuggu þau saman í hreinlífi og stöðugu bænahaldi. Þegar þau komu heim eftir fríið, var bæði auðheyrt og séð, að þessi vinátta þeirra hafði ekki farið framhjá nágrönnunum. Það var hvískrað og skrafað. Stutt hjónaband systur Hildegard var dregið fram í dags- ljósið, og fólk sem öfundaði séra Jósep af stöðu hans, fékk nú heldur betur vatn á myllu sína. Slúðursögurnar bárust út um allt. Báðum leið þeim illa vegna þessa orðróms, þótt þau vissu sjálf að þau væru saklaus af þeim ásökunum, sem á þau voru bornar. Þau fundu allra augu hvíla á sér og þetta ástand varð þeim óbærilegt, og það kom að því að þau flýðu yfir helgi til smábæj- ar í grendinni og bjuggu þar á sama hóteli. Systir Hildegard segir sjálf, að þar hafi ekk- ert skeð, sem allir máttu ekki vita, þau reyndu bara að hughreysta hvort annað, eftir beztu getu. En — þau flýðu aftur, til annars bæjar yfir helgi. Þá voru þau eitthvað innilegri hvort við annað, þótt þau leyfðu sér ekki að fara yfir strikið. Það var eins og ein- hver verndarengill væri þeim til hjálpar, til að hafa taumhald á ástríðuofsanum, sem sérstaklega ásótti Jósep. Meinlætalifnaður- inn hafði eltki megnað að bæla niður þá kynlífshvöt, sem hann hafði barizt á móti, síðan hann var unglingur í klausturskólan- um. — Eða hafi það ekki verið verndar- engill, sem aftraði þeim frá því að teyga síðasta dropann, þá hefir það ef til vill ver- ið gagnkvæm virðing, — eða ást, hvorugt krafðist neins af hinu. Systir Hildegard hafði líka lofað hreinlífi, þegar hún tók að sér safnaðarstarfið. En ástin jókst stöðugt á milli þeirra. Svo kom að því, að þau gátu ekki lengur dulið ást sína. Allir, sem unnu með þeim sáu hvert þetta stefndi og fólk ímyndaði sér samband þeirra nánara en ástæða var til. Eftir tvö ár yfirgáfu þau hjálparstöðina, fóru sitt í hvora áttina og voru aðskilin í hálft ár. í bréfi segir systir Hildegard: — Fólk sagði, að ég lifði í syndsamlegri sambúð við séra Engel, en það var ekki satt, — ekki þá . . . Við skildum og lifðum aðeins saman í bæn. Aðskilnaðurinn hjálpaði þeim ekkert. Af kirkjunnar hálfu voru þau ásökuð um synd- samlegt líferni, þó ekki opinberlega. Þar sem ekkert hafði skeð þeirra á milli, sem rétt- lætt gat þessa ásökun, hefðu þau átt að þegja og láta málið gleymast. En séra Jósep vildi hreinsa bæði sig og systur Hildegard, og þá ást sem þeim var svo heilög. Hann sagði þess vegna sannleikann, að þau væru ástfangin hvort af örðu, en hefðu ekkert aðhafzt, sem gæti kallazt „syndsamleg sam- búð“. Jósep var refsað af munkareglu sinni, og varð að setjast að í klaustri í Diisseldorf, þar sem hann varð að þola háðsglósur sam- presta sinna. Þá kom að því, að hann þoldi ekki aðskilnaðinn frá systur Hildegard leng- ur. Hann tók á leigu íbúð í Dusseldorf, og bað hana um að koma til sín. Þar bjuggu þau saman í fyrsta skipti sem hjón. Jósep hengdi hempuna inn í skáp og gekk í ljós- um fötum. Hann sótti um venjuleg störf, og þau ákváðu að gifta sig. í bréfi frá þessum tíma segir systir Hilde- gard: •— Enginn þarfnaðist okkar lengur og enginn biskup vildi taka Jósep í sátt. Þess vegna fór sem fór. Við héldum dauðahaldi hvort í annað, eins og við værum að drukkna. Sektarvitundina létu þau lönd og leið, og þrátt fyrir alla drukknunartilfinningar lifðu þau í vellystingum praktuglega, eftir því sem haft er eftir systur Hildegard. Þá skeði nokkuð óvænt, sem truflaði hjú- skaparáætlun elskendanná. Biskupinn í Hildesheim bauð séra Engel að koma til sín, og systir Hildegard var líka tekin í sátt, sem aðstoðarstúlka prestsins og safnaðar- systir. í Salzgitter Bad, þar sem séra Jósep stjórn- aði safnaðarstarfinu og systir Hildegard að- stoðaði hann, reyndu þau að taka upp sömu lifnaðarhætti og í byrjun. En íbúðaraðstæð- ur voru þröngar og erfiðar, þau urðu að búa í nánum samvistum og ástandið varð brátt alveg óþolandi. Og aftur féllu þau fyrir freistingunni, og enn einu sinni lofuðu þau bót og betrun. Systir Hildegard skrifar um þetta leyti: — Við þjáðumst og báð- um, við vorum hamingjusöm og sorgbitin. Þetta var erfitt tímabil. Hún fékk svo ákaft samvizkubit, að hún varð veik, og þar sem þau höfðu ekki lifað í nánu samlífi um tíma, bað hún séra Jósep um að fara í burtu í nokkra daga. Hann var fjarverandi í tíu daga, en þegar að hann kom aftur, greip hann hana í faðm sér af miklum ofsa, og ,,hjónabandslífið“ stóð í nokkra daga. — Og svo gengu þau aftur í bindindi. Að lokum sá systir Eildegard enga aðra leið út úr ógöngunum en að biðja biskup- inn urn stærri íbúð. Biskupinn sem fann það á bréfinu, að þau höfðu fullan hug á ~að lifa eftir reglum kirkjunnar, lét séra Jósep fá nýjan söfnuð í Springe, þar sem þau höfðu mikið rýmra húspláss og þurftu ekki að vera eins mikið saman. Þau sváfu saman aðeins tvisvar eða þrisvar, og fóru þá til Hannover til að skrifta og lofa bót. Og nú tókst þeim að standa við orð sín. En systir Hildegard átti eftir að sjá, að þetta var ekki svo einfalt. Séra Jósep varð stöðugt taugaveiklaðri. Hún tók upp að nýju dyggðugt líf eftir fremsta megni, fór reglu- lega í kirkju, gekk til altaris og öðlaðist nýjan kraft í safnaðarstarfinu. í síðasta bréfinu til biskupsins í Hildes- heim skrifar hún: — Þegaf ég af innilegu þakklæti til yðar háæruverðugheita, sem hafið hjálpað okkur á svo margvíslegan hátt, saumaði púða og veggteppi fyrir yður, lagði ég alla mína sektartilfinningu í hvert ein- asta spor. Ég var ákveðin í að hætta öllu syndsamlegu samlífi við séra Engel. Síðan ég sendi gjafirnar hefi ég staðið við ákvörð- un mína. Þegar þakkarbréf yðar kom, með blessun yðar, varð ég svo glöð og nú er allt miklu auðveldara. Já, það var auðvelt fyrir systur Hilde- gard, að vissu leyíi, þeirri hliðinni sem að guðrækninni sneri, en hin hliðin, sem að séra Jósep sneri var ekki eins auðveld. Frá þeim degi sem hún neitaði hohum um blíðu sína, varð hann erfiður og illur viðureignar. í staðinn fyrir að reyna að skilja hennar sjónarmið, hæddist hann að henni, demdi yfir hana óbótaskömmum og jafnvel sló hana. Það var erfitt fyrir systur Hildegard að vera staðföst, en hún hafði tekið sínar ákvarð- anir, og við það sat, hún vildi ekki lifa þessu tvöfalda lífi lengur. Ef hún hefði gert það á laun sæti hún eflaust ennþá í Springe. En þá kom hneykslið ... Presturinn rak hreinlega sína elskuðu systur Hildegard út á götuna, allslausa, og bæjarbúar hentu gam- an að öllu saman. Með þrjátíu og þrjá aura í vasanum stóð hún fyrir utan prestshúsið og vissi ekkert hvað hún átti að gera. Skömmina hugsaði hún ekki svo mikið um, það var annað sem lá henni á hjarta, og hún fór að finna vin séra Jóseps, prest- Framhald á bls. 50. Uf VIKAN 3. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.