Vikan

Tölublað

Vikan - 21.01.1965, Blaðsíða 12

Vikan - 21.01.1965, Blaðsíða 12
Smásaga eftir RAY RUSSEL LOFTUR GUÐMUNDSSON þýddi „Og nú tekurðu vel eftir einu orði, sem ég segi og leggur þér það á minni. Það er orðið „Xanadu“ Heyr- ir þú aðra en mig segja það, eða þú lest það einhvers stað- ar, hefur það ekki nein áhrif áá þig. En þegar þú ert hing- að komin, og heyrir mig segja það, fellur þú sam- stundis í djúpan dásvefn. Djúpan, djúpan dásvefn, eins og þú sefur núna. Þegar ég — og einungis þegar ég — segi Xanadu ... Etidurtaktu þessar fyrirskipanir____“ SONNY GRAY brauzt úr viðj- um svefnsins með korri og stunum, sem enduðu i lágu veini um leið og hann glennti upp augun og greip andann á lofti, en hann var farinn að venjast því að heilsa nýjum degi á þennan snögga og annarlega hátt. Eins og jafnan hafði martröðin verið honum leið og löng, en hún þurrkaðist út úr vitund hans um leið og hann hrökk upp, og morg- unbrosið færðist á andlit honum að vanda. Það fór ekki mikið fyrir því brosi, en það fór ekki heldur mik- ið fyrir andlitinu, snoppulegu og svipvana og ekki beinlínis aðlað- andi. Brosið var leyndardómsfullt, bjó yfir dulinni gleði, bros kattar- ins, sem hefur hámað í sig margan mjúkfeitan og bragðljúfan kanarí- fuglinn. Hann settist upp við dogg, neri svefnþrungin augun, leit út um gluggann. Húsið, þar sem hann bjó, stóð í kyrrlátu umhverfi við St. Ivesgötu, rétt ofanvert við Sólsetursvelli, og hann sá út yfir mikinn hluta borgarinnar þar fyrir neðan eins og austurlenzka gólf- ábreiðu. Og þarna var Hollywood í næsta nágrenni, iburðarmikil og óhófskennd; fjær sá til Beverly- fjalla, línumjúkra og róandi. Þetta var bjartur morgun, hvergi þoku- slæðingur; hann gat séð víða vegu. Það átti við Sonny. Það vakti með honum sérstaka hamingjukennd. Hann hafði ekki alltaf verið hamingjusamur. Þegar hann kom sér fram úr rekkjunni, tölti niður stigann og matreiddi handa sér rífiegan morgunverð, minntist hann annarra, hamingjusnauðra daga. Daga, þegar hver stund sem leið hafði lagzt á hann eins og farg, sligað hann með ofurþunga sínum; daga, þegar óyndið og eymdin höfðu nagað tilfinningar hans; daga, þegar hver stund, sem leið knúði hann skrefi nær sjálfs- morði. Nú tróð hann holdskarpan skrokkinn út með pönnueggjum, pylsum, smurðu brauði, ávaxta- mauki, mjólk og kaffi — kraft- mikilli fæðu, enda veitti honum ekki af —- þerraði varirnar með pentudúknum og stundi af vel- líðan. Hann söng undir steypunni inni í baðherberginu, raulaði á meðan hann var að raka sig, og kom þannig af gaulinu úr hálfrnn fyrsta þætti La Traviata. Hann skoðaði andlit sitt í speglinum og hló. „Apasmeftið þitt,“ mælti hann ástúðlega, „ljóta apasmettið þitt.“

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.