Vikan

Tölublað

Vikan - 21.01.1965, Blaðsíða 14

Vikan - 21.01.1965, Blaðsíða 14
Jafnvel hárið er ekta Susan Wilding heitir hún, þessi og er fráskilin eiginkona Michael Wild- ing, sem allir kvikmyndaáhorfendur eru dús við. Hún virðist ekki þrífast illa, ef dæma má eftir öllu demantadjásninu, sem hún hefur í fléttunum, og vafa- lauts má reikna með að hún sé ekki blönk. Sagt er að bæði hárið og dem- antarnir séu ekta — og ótrúlegast er það með hárið . . . Hún fékk að snerta átrúnaðargoð sitt Milljónir negra í Bandaríkjunum til- biðja Martin Luther King „The King“ — kónginn — eins og Maria litla hér á myndinni, 12 ára gömul og blind írá fæðingu. Hún veit að King berst fyrir sjálfstæði negranna og rétti þeirra til hamingjusams lífs, að hann prédik- ar á móti valdi og hörku, og með því að óttinn og ósjálfstæðið í fátækrahverf- unum í Suðurríkjunum víki einhvern- tíma fyrir frjálsræði og jafnrétti. Fyr- ir Maríu, sem á heima í Atlanta í Georgíu, er friðarverðlaunahafi Nóbels fyrirmynd. Hvað eru filmstjörnur og rocksöngvarar á móti þessum svarta manni, sem hún hefur aldrei séð, en hlustað á í útvarpinu? Þegar King kom fram nýlega á trú- arlegu stjórnmálamóti í Atlanta, sat María meðal áheyrenda ásamt foreldr- um sínum. Hún hlustaði hugfangin á ræðu hans um að ekki ætti að dæma menn eftir litarhætti og gera þá að flóttamönnum í sínu eigin landi. Þegar King lauk ræðu sinni, bað María um að fá að snerta hann. Hún var leidd til Martin Luther King, þar sem hann var í bakherbergi. Með skjálfandi höndum snerti hún hann, þreifaði á fyrirmynd sinni, strauk höndum sinum um hann. Hamingja hennar var mikil. Heimsmetin í akstri standa ekki lengi þessa dagana. Það hófst í júlí, þegar Bretinn Donald Campbell loks gat komið bílnum sínum, „Bluebird", upp í 648 km hraða, og þar með sleg- ið met Johns Cobb síðan 1947. í október var ekki lengur öruggt að heita Donald Campbell. Fyrst komst Ameríkaninn Tom Green upp í 664 km hraða, og aðeins þrem dögum síðar sló landi hans Art Arfons met- ið með 734 km hraða á klukkutíma. Eftir það liðu ekki nema átta dagar þar til Ameríkaninn Craig Breedlove ók bíl sínum „Spirit of Amerca" I 734,5 km. Og nýlega lauk Breeedlove tilraunmm sínum til að setja ný met á Bonneville Salt Flats í Utah, með því að aka þríhjóla túrbínudrifnum bíl á 846,5 km á klst. Þetta met stend- ur ennþá. Næsta viðfangsefni verður áreiðan- lega 900 km hraðinn, sem er vafa- laust mögulegur innan skamms, því hjólbarðarnir eru sagðir þola 960 km hraða. Það er sami hraði og flugstjór- arnir á Caravella þotunum geta náð í háloftunum. Það skyldi enginn öfunda aumingja flugstjórana, þegar þeir líta niður einn góðan veðurdag og sjá hvar bifreið fer fram úr þeim ... 900 km hraði er næsta takmark Vegur þvert yfir Sahara Hin nýja Afríka er þegar farin aö byggja upp aðstöðu sína sem ferða mannaland framtíðarinnar, því fleiri og fleiri sækja þangað í sumarfríum. Hingað til hafa ferðamenn frá Evrópu þó veigrað sér við að fara með bif- reiðar sínar yfir Miðjarðarhafið, en nú skal því breitt og bílarnir ginntir yfir hafið. Ellefu lönd í Afríku hafa sameinazt um að byggja fullkomna bílabraut yfir Sahara ,frá Algier í norðri til Nigeríu í suðri. Kostnaðurinn er áætlaður 7 milljarðar ísl. króna. Eftir sex ár á vegurinn að vera tilbúinn. Verðið er mikið, en lönd utan Afríku hafa lofað að taka þátt í fyrirtækinu. Þannig hefur t.d. Kína, sem allt ger- ir til að koma sér vel 1 Afríku, lofað að byggja vissan hluta vegarins. Vegurinn verður um 500 kílómetra langur og verkfræðingarnir hafa lofað að hægt verði að aka hratt eftir hon- um. Vegurinn gerir það mögulegt að aka gegnum Sahara á slcemmri tíma en fimm dögum. r Maðurinn heitir Malcolm X og er kallaður „Hættulegasti maðurinn í Harlem“. Hann er leiðtogi stærstu og bezt skipulögðu samtaka svarta kyn- stofnsins í New York. í stuttu máli er álit hans það, að svarti kynstofninn sé langt yfir aðra kynstofna hafinn. í upphafi voru allir menn negrar, en svo komst djöfullinn í spilið og fór að rugla ríminu. Fyrst kom þá rauði kynstofninn í ljós, síð- an sá guli og síðast sá hvíti. Sá síð- astnefndi er að öllu leyti afsprengi djöfulsins. Veldi Malcolms X hefur vaxið svo ört og mikið á síðasta ári, að hann sagði sig úr samtökum negra og stofn- aði sín eigin samtök. í þeim eru hug- myndirnar um uppruna negranna sér- lega skarpar. Malcolm X hóf feril sinn sem þjófur og eiturlyfjasali í fátækrahverfum New York borgar. í fangelsi frelsaðist hann og gekk í hin sterku samtök múhameðsnegra. Malcolm X beitir járnhörðum aga innan samtaka sinna. Vín, eiturlyf og tóbak er bannvara. Sömuleiðis allt lauslæti. En þetta hefur orðið til þess, að meðlimir félagsskaparins eru bæði fjárhagslega og þjóðfélagslega álitnir vera í efsta klassa Harlemnegra, virt- ir og ógnvekjandi. Hinn 39 ára gamli Malcolm X læt- ur hugmyndaflug sitt endurspeglast í öllu sínu framferði. Börn sín skírir hann eftir sögufrægum átrúnaðargoð- um. Þrjár elztu dætur hans heita t.d. Djingis Khan, Atilla og Lumumba. Nýlega fór hann ásamt lærisveini sínum heimsmeistaranum í hnefaleik- um, Cassius Clay, til Austurlanda til að útbreiða stefnu sína. í kosningunum í Bandaríkjunum, var hann að sjálfsögðu eindregið á móti bæði Johnson og Goldwater, en þótti þó Goldwater skárri, því hann var óhræddari við að segja meiningu sína, sagði Malcolm, og hreinskilnari. r Nægjusamt ungmenni Tommy Steele hefur nú f lengri tíma leikið og sungið í músikstykkinu „Half a Sixpence" í London, og verið mjög vel tekið. Bandaríkjamenn eru auðvitað á höttunum eftir að fá stykk- ið til sín, og þá auðvitað Tomma líka, — en hann er ekkert hrifinn af því. Vist væri það gaman, og að sjálf- sögðu er honum boðið geysihátt kaup í Bandaríkjunum, en hann vill heldur vera heima og byrja á einhverju nýju. „Það kemur ekki til mála að ég þrufi á svona miklum peningum að halda," segir hann. Það er gott að vera nægjusamur... VIKAN 3. thl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.