Vikan

Tölublað

Vikan - 21.01.1965, Blaðsíða 18

Vikan - 21.01.1965, Blaðsíða 18
ER „Hún er ekki náttúrulaus. Af hveriu heldurðu að við höfum þetta eftir henni?" „Hún er lygin og ómerkileg. Hún hótaði að Ijúga upp á mig ef ég gerði ekki það sem hún vildi. Eg trúi öllu á hana." „Eg trúi öllu á þig," sagði Hoffi. „Eg hefi engu kjaftað. Það væri verst fyrir S|álfan mig. Eg . . . ég mundi heldur ekki þora því. Látið mig vera." Baddi horfði þegjandi á hann. Jói tók fastar í hárið á honum. Thran æpti. „Slepptu honum, Jói. Eg held hann segi satt. Hann mundi ekki þora að segja neitt. Veiztu hvað við geruro við þig, ef þú gerir ekki eins og þér er sagt?" Thran þagði. „Við setium þig ofan í fulla lýsistunnu og sendum þig til Nigeríu." Thran fussaði. Jói hafði sleppt honum. Hann var að fá hugrekkið aftur. „Hann trúir því ekki, Baddi," sagði Hoffi. „Það er engu líkara," sagði Baddi. „Trúir þú því ekki, herra lýsiskaupmaður?" Thran leit fyrirlitlega á hann. „Opnaðu tunnuna þarna, Jói," sagði Baddi. „Jói tók stóran hamar og sló botninn niður með einu höggi, svo lýsið skvettist í aliár áttir. „Settu lýsiskaupmanninn ofan í framleiðsl- una, Jói." Jói gekk til Thran. Tók um axlir hans og kippti honum upp. Hann hrópaði upp í ofsa- hræðslu. Jói setti hann yfir tunnuna, en kom honum ekki niður í hana. Hann sparkaði löpp- unum í allar áttir, svo þær komust ekki ofan í tunnuna. Hann lét hann setjast ofan í hana og þrýsti honum tvöföldum niður. Thran æpti í sí- fellu. Hendur og fætur stóðu upp úr. Hann var eldrauður í framan af áreynslu. „Þetta er nóg, Jói," sagði Baddi. Thran komst ekki sjálfur upp úr tunnunni. Hann var orðinn máttlaus af áreynslu og hræðslu. Jói tck í hann og kippti honum upp úr. Hann dátt máftlaus á gólfið. „Trúir þú nú, herra lýsiskaupmaður?" spurði Baddi. Thran kinkaði kolli. Kom ekki upp orði. „Þú mátt fara, góði," sagði Baddi. „ . . . og Jói ták lýsiskaupmanninn cg fér hann sofiast á tunr.una. Þrýsti hon- urn síocsn tvöföiclum niður. mundu hvað ég sagði." Thran staulaðist á fætur með erfiðismunum og haltraði út. „Hvað heldur þú, Hoffi," spurði Baddi. „Hann segir satt, ræfillinn." „Já, ég held það. En ég hefi ekki trú á að neitt okkar hinna hafi blaðrað. Eg veit um mig. Þú ert upphafsmaðurinn að þessu. Keli stendur fyrir því. Jói gerir aldrei slíkt, enda hefur hann ekki haft íækifæri. Rúna . . . „Rúna, hvað . . . ?" „Eg trúi því ekki á hana. Eini möguleikinn er, að hún hafi blaðrað óvitandi. Eða að hún hafi verið óvarkár á einhvern hátt. Hún mundi ekki gera slíkt viIjandi. Ég veit það." „Hvað þá?" „Höldum áfram eins og gert var ráð fyrir. Förum varlega. Breytum áætlun samkvæmt að- stæðum. Tilgangslaust að reyna að komast að þessu svona, enda hefur það enga hernaðar- lega þýðingu. Komdu." „Hvert?" „Við verðum að rannsaka málið betur. Kom- ast að því, hvernig lögreglan ver safnið og helzt hve mikið þeir vita. Leggja nýjar áætlanir. Verðum að standa þar vakt og fylgjast með. Jói, Keli kemur hingað bráðum með það sem þig vantar. Segðu honum hvað skeði og að lög- reglan hafi komizt á snoðir um fyrirætlanina. Ég hringi til hans á hótelið í kvöld." Klukkan var tæplega sex, þegar þeir óku í ieigubíl frarnhjá safninu og sáu hvar ungfrú Lcth náði í sporvagn á síðustu stundu. En lög- reglubíllinn var rú hvergi sjáanlegur. Þeir létu bíiinn fara nokkurn spotta framhjá, fóru úr honum við lítið veitingahús og gengu aftur niður á hallartorgið. Baddi sagði Hoffa að bíða eífir sér þar sem lítið bæri á, því han.n ætti á hættu að þekkjast, en gekk sjálfur til baka og inn í garðinn hjá safninu. Hann þurfti ekki lengi að leita til að sjá hvar sami lögreglubíllinn stóð á bílastæði, þar sem vel sást til safndyranna. Það var orðið skuggsýnt ,og Baddi smeygði sér milli bíla, þar sem ekki sást til hans. Hann sá von bráð- ar hvar Stefán Karlsson kom út og gekk aust- ur á Kristjánsgötu. Og ennþá logaði Ijós f glugg- um safnsins. Klukkan rúmlega sjö gekk hann þangað sem Hoffi beið. Þeir gengu yfir síkisbrúna og inn í lítið veitingahús, sem þeir sáu nálægt Hólmskirkju og fengu sér að borða. Síðan fór Hoffi heim til gistihússins. Þar hringdi hann til Kela og skýrði honum frá málinu, en Baddi hélt verðinum áfram. Klukkan tæplega tólf kom annar lögreglu- bíll akandi og staðnæmdist rétt hjá hinum. [ honum voru tveir lögregluþjónar og óeinkennis- klæddur maður. Hann gekk inn í safnið og inn- an skamms kom þaðan út annar maður og sett- ist inn í bílinn, sem hafði staðið þarna um dag- inn. Hann ók í burtu, en hinn var kyrr. Baddi leit á klukkuna. Vaktaskipti klukkan þrjár mínútur fyrir tólf á miðnætti, hugsaði hann. En sami vörðurinn alveg frá sex. Lík- lega sex tíma vaktir allan sólarhringinn. Einn maður inni í safninu og tveir fyrir utan í bíl með senditækjum. Hann gekk hæfilega langan veg, veifaði leigubíl og fór til Annex gistihússins. Keli var heima þegar hann hringdi. „Er allt tilbúið hjá Jóa, Keli?" spurði hann. „Já. Hann getur gengið frá öllu á tveim til þrem tímum eftir að hann fær bækurnar. Hann var búinn að undirbúa allt svo vel heima. Hann bíður bara þangað til við komum." Framhald á bls. 34. VIKAN 3. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.