Vikan

Tölublað

Vikan - 21.01.1965, Blaðsíða 20

Vikan - 21.01.1965, Blaðsíða 20
Framhaldssagan eftir Serge og Anne Golon 32. hluti Hún hafði ekki séð neinn nema konnuginn, sem bros- andi stóð á þrepunum upp í stóra rúmið drottningarinnar. Hún fann til skelfingar. Hann minnti ekkert á unga mann- inn, sem hafði tekið á móti henni í Tuileries og hana hafði langað að hrista ærlega til. Á þeim degi höfðu þau horfzt í augu eins og tvö ung dýr, jafn sterk í grimmilegri baráttu, hvort um sig fullvisst um, að það verðskuldaði sigur. 67. KAFLI Morguninn eftir fór Angelique á fætur i dögun, vakti Barbe, Rosine og börnin. — Allir á fætur! Gleymið því ekki, að blómasölukonurnar koma til okkar til að tala um hátíðina sína. Við verðum að sýna okkar bezta andlit. Flipot mótmælti: — Af hverju þurfum við alltaf að vera vinna þetta? spurði hann. — Hversvegna þarf þessi slæpingi, þessi Davið, sem ennþá er hrjótandi, ekki að fara niður í eldhús fyrr en búið er að vekja undir pottinum, sækja vatnið og sópa veitingastofuna? Þú ættir að vekja hann líka, Marquise. — Sjáið nú til, strákar. Ég er ekki lengur Marquise des Anges, og þið eruð ekki lengur betlarar. Núna erum við þjónar, þjónustustúlkur og sendisveinar. Og bráðum verðum við heiðarlegir borgarar. — Uff! sagði Flipot. — Mér geðjast ekki að heiðarlegum borgurum. Það er fólkið, sem við stelum pyngjunum frá, og þrífum skikkjurnar af. Ég vil ekki verða heiðarlegur borgari. — Og hvað eigum við að kalla þig, ef þú ert ekki lengur Marquise des Anges? langaði Linot að vita. — Kallið mig bara Madame. — Ja, hérna, erum við ekki orðin stór, sagði Flipot striðnislega. Angelique rak honum svo ærlega utanundir, að hann skildi undir eins, að hún meinti það, sem hún sagði. Svo virti hún útlit drengjanna fyrir sér. Þeir voru klæddir I subbuleg föt frá de Soissons hertogafrú, stög- uð og Ijót, en þau voru hrein. Og Það sem meira var, þeir voru í góðum og vönduðum leðurstígvélum, sem þeir gengu að vísu klaufalega í en myndu hlífa þeim gegn kuldanum allan veturinn. — Flipot, þú kemur með mér á markaðinn, ásamt Davíð. Linot, þú gerir eins og Barbe segir þér. Þú átt að fara og ná í vatn og eldivið. Rosine hugsar um börnin og steikinguna í eldhúsinu. Flipot andvarpaði mjög dapurlega. — Það er ekki mikið skemmtilegt þetta nýja starf. Þegar maður er betlari og pyngjuþjófur, lifir maður fyrsta flokks lífi. Einn daginn á maður fullt af peningum, og étur þar til maður er að springa, og drekk- ur þar til maður er nærri drukknaður. Næsta dag á maður ekki neitt. Svo til þess að vera ekki svangur, leggst maður niður úti i horni og sef- ur eins og maður getur. Hér þarf maður að vera að snultra eitthvað all- an daginn og fær ekkert að éta nema kássu. — Ef þú vilt fara aftur til Stóra-Coesres, skal ég ekki hindra þig. — Ó, nei! Þar að auki höfum við ekki rétt til Þess framar. Við yrðum bara drepin. Angelique andvarpaði. — Það sem þú saknar, eru ævintýrin, litli vinur. Ég skil þig. En ef þú gengur þá leið, endarðu í gálganum. Ef við förum þessa leið, verðum við kannske ekki eins rík, en við verðum heiðarleg og virðulegt fólk. Svona, farið þið nú að gera það, sem þið eigið að gera. Litli hópurinn hoppaði niður stigana. Á einum stigapallinum nam Angelique staðar, kvaddi dyra á herbergi Davíðs hins unga og gekk að lokum inn. ■— Upp með þig, lærlingur! Unglingurinn rauk ruglaður upp undan rekkjuvoðunum. — Upp, upp, Davíð Chaillou! endurtók Angelique glaðlega. — Gleymdu því ekki, að héðan i frá ertu hinn frægi matsveinn, sem öll París dáist að! Stynjandi, rymjandi, spenntur, þvert ofan í ásetning sinn, snortinn af valdsmannslegri framkomu Angelique, sætti Maitre Bourjus sig við að rétta henni allsæmilega úttroðna pyngju. — Ef þú ert hræddur um að ég ræni þig, geturðu komið með mér á markaðinn, sagði hún. — En ég myndi frekar ráðleggja þér að vera hér kyrr og undirbúa matinn. Þú hlýtur að skilja, að konurnar, sem koma hingað, eiga von á að sjá hér eitthvað, sem vekur traust þeirra. Tómt afgreiðsluborð, eða rykfallinn gamall fugl, skuggaleg og sóðaleg veitingastofa, þar sem staðnaður tóbaksreykur liggur í loftinu, heillar ekki viðskiptavini, sem eru að leita sér að stað til að halda veizlu á. Jafnvel þótt ég fullvissaði Þær um, að þær fengu fyrsta flokks þjónustu, myndu þær ekki trúa mér. — En hvað ætlar þú að kaupa núna, úr því' að þetta fólk hefur ekki ákveðið ennþá hvað Það ætlar að fá? —- Ég ætla að kaupa allt það, sem nauðsynlegt er til Þess að gera veitingahúsið þitt aðlaðandi: Héra, fisk, kalt kjöt, ávexti og gott græn- meti. — En ég er enginn venjulegur veitingamaður, sagði Maitre Bour- jus. — Ég sel aðeins glóðarsteikta fugla. Viltu, að stéttarfélagið ráðist á mig og geri mig að engu? — Hvað geta Þeir gert við þig? — Konur hafa ekki hinn minnsta skilning á alvarlegum vandamálum, stundi Maitre Bourjus og fórnaði höndum. — Dómarar stéttarfélaganna geta sektað mig og jafnvel dregið mig fyrir rétt. 1 stuttu máli sagt, þú ætlar að setja mig á höfuðið. — Þú ert kominn á hausinn hvort sem er, sagði Angelique hörku- lega. — Svo þú hefur engu að tapa, þótt þú reynir eitthvað annað og hristir deyfðina af þér. Taktu nú til við fuglana þína, og svo ættirðu að fara niður að Gréve bryggjunum. Ég heyrði vínsalann auglýsa, að það væru nýkomin góð vin frá Burgundy og Champagne. Á Place du Pilori gerði Angelique innkaup sín og reyndi að láta ekki snúa á sig. Davið gerði henni erfitt fyrir með því að endurtaka stöðugt: — Þetta er allt of dýrt! Þetta er alltof dýrt! Hvað heldurðu, að frændi segi? —■ Þöngulhaus! hrópaði hún að lokum. — Skammastu þín ekki sonur suðursins, að tala svona smásmugulega, eins og ævagömul nízkunös? Reyndu ekki að segja mér, að þú sért frá Toulouse. — Ég er það, mótmælti lærlingurinn. — Faðir minn var Monsieur Chaillou. Segir það nafn þér nokkuð? — Nei, hvað gerði faðir þinn? Davíð virtist verða fyrir vonbrigðum, eins og barn, sem sælgæti er tekið frá. — Þú hlýtur að vita það! Hann var stærsti kaupmaðurinn á place de la Garonne. Sé eini, sem seldi austurlenzkar kryddjurtir til að bragð- bæta réttina! I þá daga keypti ég ekki til heimilis míns sjálf, hugsaði Angelique. — Hann kom með allskonar fáséða hluti heim úr ferðum sinum, þvi hann var einu sinni matsveinn á skipum konungsins, hélt Davíð áfram. — Ég skal segja þér — að það var hann, sem langaði til að byrja að selja súkkulaði í Toulouse. Angelique reyndi að draga frm úr minni sínu, hvað það var, sem orðið súkkulaði minnti hana á. Jú, það var einu sinni talað um það í „Höll hinna glöðu vísinda". Nú mundi hún mótmæli konunnar. Hún sagði: — Súkkulaði?.... Það er það, sem Indíánar drekka! Davíð virtist mjög æstur, þvi álit Angelique var honum greinilega mikils virði. Hann kom nær henni og sagðist skyldi trúa henni fyrir leyndarmáli, sem hann hefði engum öðrum sagt, ekki einu sinni frænda sínum. Hann fullvissaði hana um, að faðir hans, sem hefði ferðazt mikið á sinum yngri dögum, hefði smakkað súkkulaði í mörgum fjarlægum löndum, þar sem það var framleitt úr baunum, sem voru fluttar inn frá Mexlco. Þannig hafði hann komizt að raun um, á Spáni á Italíu og jafnvel í Póllandi, að þessi nýji drykkur hafði þægilegt bragð og heil- mikinn lækningamátt. Þegar Davíð hafði loksins leyst frá skjóðunni, virtist hann óstöðv- andi. 1 ákafa sínum i að vekja áhuga draumadísar sinnar, tók hann að skýra stirðlega og með skrykkjum, allt sem hann vissi um þetta mál. Uss! sagði Angelique, sem hlustaði aðeins með öðru eyra. — Ég hef aldrei bragðað þetta dót, og mig langar ekki til þess. Það er sagt að drottningin sé brjáluð I það. En hirðin veit ekkert, hvernig hún á að bregðast við þessari sérvizku drottningarinnar og gerir bara grín að því. —• Það er af því að fólkið við hirðina er ekki vant súkkulaði, mót- mælti matsveinslærlingurinn. — Pabbi hélt það líka, svo að hann fékk einkaleyfi frá kónginum til að kynna þetta nýja efni. E'n því miður dó hann, og þar sem mamma er líka dáin, er ég sá eini, sem má nota þetta einkaleyfi. En ég veit bara ekki hvernig ég á að fara að því. Og þess- vegna hef ég ekkert sagt við frænda minn. Ég er hræddur um, að hann geri bara grín að mér og pabba. Hann segir alltaf, að pabbi hafi verið vitlaus. — Hefur þú bréf upp á þetta einkaleyfi? spurði Angelique allt í einu. Það lá við að það liði yfir Davíð, þegar hún beindi grænum augum sínum að honum. — Hefur þú einkaleyfið? spurði Angelique. — Já, andaði hann út úr sér. — Hvaða dagsetning er á því? — 28. maí 1659 og það gildir í 29 ár. — Það þýðir að í tuttugu og níu ár hefur þú einkaleyfi á því að fram- leiða og selja þetta efni? — Ja, já.... — Við verðum að komast að því, hvort þetta sákkulaði er hættu- legt, muldraði Angelique hugsi. — Og hvort almenningur gæti orðið hrifinn af því. Hefurðu smakkað Það sjálfur? — Já. — Og hvernig finnst þér?

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.