Vikan

Tölublað

Vikan - 21.01.1965, Blaðsíða 27

Vikan - 21.01.1965, Blaðsíða 27
Sjaldan hefur veriS barizt af öSru eins hatri og grimmd, enda margar hugsjónir í veSi: Kommún- ismi, fasismi, trúarbrögS, lýSræSi og föSurlandsóst. smmsiii iGuadianafljót. Héldu falangist- lar þann sigur hótíðlegan með iþví að slátra heilmiklum fjölda laf handteknum andstæðingum. |Er óhætt að fullyrða að miskunn- arleysið í styrjöld þessari var ijafn algert á báða bóga, enda ihafa Spánverjar aldrei þótt eft- irbátar annarra í grimmd og ísadisma. Bardagar voru nú háðir á víg- llínu, sem lá f boga vestur og ftnorður um Madrid frá Andalúsíu ftil Navarra. Unnu uppreisnar- menn stöðugt á og í nóvember Ivoru þeir komnir inn í úthverfi ihöfuðborgarinnar. Voru Márar í ifylkingarbrjósti sóknarhersins, og Ibörðust þeir af ofboðslegri hörku log ofstæki. Var ekki annað Isýnna en borgin myndi falla þá |og þegar og stjórnin, undir for- iustu Azana og Largos Caballeros Iforsætisráðherra, leiðtoga sósfal- lista, flúði til Valencia. En þá Itóku verkamannasamtök borgar- ílinnar völdin þar í sínar hendur, fvopnuðust og sendu meðlimi Isína fram á vfgvöllinn. Þessir Ivopnuðu erfiðismenn voru í upp- Ihafi harla fákunnandi um hern- laðartækni, en hreysti þeirra og fþolgæði var nærri óbilandi og 1 hin bitra reynsla vígvallanna Rgerði þá smám saman að þraut- Iþjálfuðum, vel skipulögðum her. ÍAuk þess kom þeim nú til hjálp- ar alþjóðahersveitin svokallaða, íen hún samanstóð af vinstri t sinnuðum sjáifbcðaliðum hingað ;,og þangað að af Vesturlöndum. flVoru kommúnistar þar í meiri- Ihluta. Fæstir þeirra kunnu neitt til hernaðar, en börðust af ein- ’ lægni og ofstæki hugsjónamanns- |ins. Varð framganga þeirra því ^fræg að verðleikum. Það varð mjög til að stæla |verjendur Madridar, að um þess- • 'S&.'riiiWii&LJh ar mundir barst þeim í hendur mikið magn hergagna, er Rúss- ar sendu þeim. Lagði og sovézki sendiherrann í Madrid, Marcel Rosenberg, sig mjög fram um að hvetja verjendur til dáða og varð vel ágengt. Hann var síð- ar myrtur að boði Stalíns. í þessari sókn varð uppreisn- armönnum töluvert lið að harð- vítugri vörn lítils hóps þeirra, er umrkingdur var í kastalanum í Toledo, suður af Madrid. Son- ur kastalaforingjans hafði ver- ið handtekinn af stjórnarliðum, og sögðu þeir nú föðurnum að drengurinn yrði skotinn, nema vörninni yrði hætt. Kastalafor- inginn sendi syni sfnum um hæl eftirfarandi skilaboð: „Fel sál þína Guði, seg lifi Spánn og dey sem hetja." Drengurinn var síðan drepinn, en kastalafor- inginn, José Moscardó, og menn hans vörðust í sjötíu daga margföldu ofurefli, áður en þeir urðu að gefa upp vígið. Er sú vörn enn f miklum hávegum höfð meðal falangista. Þegar Franco sá að Madrid yrði ekki unnin að sinni, hóf hann leiftursókn f suðri og náði á sitt vald Malaga, einni helztu hafnarborg stjrónarsinna. Jafn- framt gerði hann mikla sókn í héraðinu Guadalajara austur af Madrid, f von um að rjúfa samgönguleiðir milli höfuðborg- arinnar og Barcelona, annarrar mestu borgar landsins og höfuð- borgar Katalónfu. Voru sveitir ítalskra svartstakka fremstar f flokki f þeirri sókn. En þegar stjórnarliðar mættu þeim með óvæntum gagnáhlaupum, urðu ítalir fljótir að taka til fótanna, og guldu þeir mikil afhroð á flóttanum. — Alþjóðahersveitin, sem áður er getið, gat sér mikið frægðarorð í bardögunum um Guadalajara. Franco var þó hvergi nærri af baki dottinn og sneri sér nú að heldur viðráðanlegra verkefni, Baskahéruðunum norður frá, sem voru algerlega umkringd af landsvæðum á valdi upp- reisnarmanna. Beitti hann ógrynni liðs f þeirri sókn, þar á meðal ítölum og þýzku flug- liði. Þá var það að Kondórar von Sperrles æfðu kúnst sína á smábænum Guernica, lögðu hann gersamlega í rústir og drápu um sextán hundruð manns af um sjö þúsund fbúum. Árás þessi var fyrst og fremst gerð til að prófa ýmsar nýjung- ari árásartækni herflugvéla, en slíkar og þvílíkar tilraunir voru engan veginn fágætar í þessari styrjöld, sem að því leyti varð nokkurskonar generalprufa fyrir heimsstyrjöldina sfðari. Af til- efni Guernicamorðanna gerði Picasso einhverja sína frægustu myndi Baskar vörðust herjum Francos af mikilli hreysti, en urðu stöð- ugt að þoka fyrir ofureflinu. Seint í október unnu uppreisnar- menn Gijon, sfðasta vfgi þeirra. Var þá allur Norður-Spánn í höndum falangista og banda- manna þeirra. Á meðan barizt var þar norður frá, höfðu stjórn- arliðar hugsað sér að nota tím- ann til að efla lið sitt til öflugr- ar gagnsóknar, en þær fyrirætl- anir fóru að mestu út um þúfur vegna sundurlyndis þeirra. Gekk það svo langt, að í maí gerðu anarkistar og syndikalistar vopn- aða uppreisn í Barcelona, og tók það stjórnina mikinn tíma og fyrirhöfn að brjóta hana á bak aftur. Vék Largo Caballero þá úr ráðherrastóli, en Juan Negrín, sem talinn var harðari í horn að taka, tók við. Ekki leið á löngu áður en Franco hæfi að nýju sókn suð- u rá bóginn, en með meiri varúð en fyrr, svo að ekki færi eins og áður við Guadalajara. Varð honum nú vel ágengt, svo að stjórnin sá þann kost vænstan að færa sig um set frá Valencia til Barcelona. En þá um miðjan vetur hófu stjórnarliðar óvænta gagnsókn; voru þar að verki hinir eitilhörðu verjendur Mad- ridar undir forustu Miaja hers- höfðingja. Unnu þeir nokkra sigra, en misstu frumkvæðið fljótlega og sfðari hluta vetrar voru uppreisnarmenn að nýju f sókn. Beittu þeir nú öflugu stórskotaliði og flugliði, rufu varnir hins vanvopnaða stjórn- arliðs og í apríl 1938 náðu þeir til Miðjarðarhafsstrandarinnar við Vinaroz í Valenciafylki. Var yfirráðasvæði stjórnarinnar þá klofið í tvennt. Næsta skref Francos var sókn í áttina til Valencia, en hún bar ekki árangur vegna harðra gagnárása stjórnarliða við Ebró- fljót neðanvert. Geysuðu þar lengi áfarharðir bardagar. Þetta leiddi til þess, að Franco ákvað að einbeita sér að því um sinn að gersigra lið stjórnarinnar í Katalónfu. Rétt fyrir áramótin hóf hann svo sókn með ógrynni liðs — Navarramönnum, Ara- gónum, (tölum og Márum — vel búnu hverskyns nýtfzku vopnum, þar á meðal flugvélum og skrið- drekum. Stjórnarsinnar vörðust af hörku, en fengu ekki rönd við reist vegna skorts á vopnum og jafnvel matvælum. Varnir þeirra rofnuðu. Um miðjan janúar 1939 tóku Márar hafnarborgina Framhald á bls. 44. VIKAN 3. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.