Vikan

Tölublað

Vikan - 21.01.1965, Blaðsíða 29

Vikan - 21.01.1965, Blaðsíða 29
„Láttu hann ekki hafa þig til þess, Mavis,“ sagSi fylginautur hennar, bæSi i gamni og alvöru. „Um leiS og hann hefur náð valdi á þér, lætur hann þig gera hina fáránlegustu hluti, öllum til at- hlægis....“ Mavis hló og vildi slá hann af laginu. „Það er ekki satt, Rudy. Ég hef lesið það einhversstaðar, að dávaldurinn geti ekki neytt neinn til að hafast að nokkuð það, sem stríðir gegn siðgæðisvitund viðkomanda." Horne brosti. „Kannski finnast ráð til að fara í kringum sið- gæðisvitundina," varð honum að orði. „Og auk þess,“ sagði fylginaut- urinn Rudy, „hefði ég gaman af að vita hvaða hlutir það eru, sem striða gegn siðgæðisvitund þinni, elskan.“ Þetta vakti almennan hlátur; helzt til almennan hlátur, því að Mavis dró sig í hlé fyrir bragðið. Horne sneri sér þá að hljóðlátri, fremur hversdagslegri stúlku, sem hafði bókstaflega ekkert sagt, allt kvöldið. „Doris," sagði hann, nú verður þú góða stúlkan og slærð til.“ Hún hikaði andartak. „Mér stæði svo sem á sama, ef mér liði ekki svona illa. Ég er að sálast úr tann- pínu.“ „Fyrirtak. Þá skal ég sjá um að hún hverfi. Setztu þarna i stólinn." Doris settist í hægindastólinn, sem hann benti á. „Þú ert að blekkja og ekkert annað," varð henni að orði. „Setztu og taktu af þér skóna, það er allt og sumt. Fer ekki vel um þig? Nei, ekki að krossleggja fæturna; það hindrar blóðrásina og getur orðið til þess að þú hrökkvir upp í miðjum klíðum. Þú segir að ég sé að blekkja. Alls ekki. Mér hefur á stundum tekizt þetta óaðfinnanlega. E?n mér hefur líka mistekizt. Þegar á allt er litið, getur enginn dáleitt annan, það er í rauninni dásofinn sjálfur, sem framkvæmir dáleiðsluna. Það er þessi svonefnda sjálfsefjun, sem þar er að verki, dávaldurinn ýtir undir hana, annað ekki. Ég get þvi ekki dáleitt þig, nema að þú viljir það sjálf. Ef þú ert hrædd «( „Ég er ekki hrædd,“ svaraði Doris. „Mér finnst þetta bara hálf- kjánalegt." „Það er í lagi. Skiptir engu máli, þó að þér finnist það hálfkjána- legt — það er ekki annað en eðli- leg afstaða. Heilbrigð afstaða, sem auðveldar þér að slaka á. Hugsaðu þér þetta eins og leik, sem þú tek- ur þátt í eins og góður leikfélagi, þó að það geri mig hálfkjánalegan. Allt í lagi?“ Sonny fylgdist undrandi með því, þegar Doris lokaði augunum, og smám saman varð öll hans tor- tryggni og efi að engu, eftir þvi sem dásvefn hennar varð stöðugt dýpri og fastari. Loks lék Horne allar sínar brellur við hana; sagði henni að hún væri lítil kisa, og hún skreið á fjórum fótum og mjálmaði og sleikti á sér loppurn- ar; sagði henni að hún væri að horfa á þá stórkostlegustu grín- mynd, sem nokkurntíma hefði verið kvikmynduð — og hún hló eins og hún væri gengin af af göflunum, en þegar hann taldi Framhald á bls. 30. IVI T U P8 Spaghetti með fiski 200 gr. spaghetti, ca. 250 gr. soðinn fiskur, 1 dós tómatsúpa, 200 gr. 45% ostur, 1 grænt piparhulstur. Spaghetti soðið ! nægu saltvatni í 15 mín. Á meðan er tómatsúpan hituð og osturinn skorinn í smóbita og látinn bráðna í súpunni. Fisk- inum blandað í spaghettíið, græni piparinn skorinn í hringi og settur saman við, og sósunni síðan hellt yfir. Kreolanýru 500 gr. nýru, hveiti, pipar og salt, 40 gr. smiörlíki, 2 stórir lauk- ar, 4 gulrætur, 1 púrra, 2 matsk. tómatpurré. Nýrun skorin ( sneiðar og velt upp úr hveiti, salti og pipar, síðan brúnuð í smjörinu. Laukurinn skorinn í sneiðar, gulræturnar rifnar á grófu rifjárni, púrran skorin í þunnar sneiðar. Þessu bætt í pottinn ásamt tómatmaukinu og vatni hellt á svo að fljóti upp að miðju. Látið malla undir loki í 10 mín, og laussoðin hrísgrjón eða kartöfl- ur borið með. Nýrnarúllur 4 stór nýru, 1 stórt búnt persilja, salt, 30 gr. smjörlíki, hveiti og soja. Nýrun hreinsuð án þess að skera þau í sundur. Leggirnir skornir af persiljunni og nýrun fyllt með henni og síðan bundið um þau. Svolitlu salti stráð á þau og brúnuð í smjörinu. Ca. 2V2 dl. af sjóðandi vatni hellt yfir og soðið við lítinn hita í hálftíma. Sósan jöfnuð upp með hveiti og soja sett í. Bandið tekið af áður en nýrun eru borin fram. Bacon-pönnukökur 3 egg, 2 dl. hveiti, 2V2 dl. mjólk, Vt tsk. salt, smjörl. til að steikja úr, ca. 200 gr. bacon. Eggin hrærð með hveitinu og mjólkinni og deigið helzt látið standa á köldum stað i klukkutíma áður en bakað er úr því. Ágætt er að setja pilsner í deigið í stað Vt hluta af mjólkinni, því að pönnukök- urnar verðq vel stökkar á því. Þunnar baconsneiðar steiktar Ijósbrún- ar, en ekki of harðar og feitinni af því blandað saman við aðra feiti, sem pönnukökurnar eru steiktar úr. Líka má steikja úr henni eingöngu. 1—2 baconsneiðar lagðar á pönnuna og deiginu hellt yfir, og kökurnar steiktar eins og venjulega. Gott að bera hrátt græn- metissalat með kökunum. • Pönnukökur með spínatfyllingu Bakaðar pönnukökur úr sama deigi og hér að ofan, en ekkert bacon haft með. Hverri pönnukpku er rúllað utan um spínatjafning, lagðar ( eldfast fat og rifnum osti stráð yfir. Bakaðar í vel heitum ofni f 5 mín. Sveppakartöflur 6 vel stórar kartöflur, 500 gr. sveppir, 2 dl. rifinn ostur, 1 búnt persilja, 2 dl. rjómi, salt, pipar. Smyrjið eldfast fat með nægu smjöri. Þeim, sem þykir hvítlauks- brað gott, geta nuddað fatið að innan með hvítlauk áður en það er smurt. Kartöflurnar skornar ( næfurþunnar sneiðar og sveppirnir skornir en ekki eins þunnt, og þettalagt til skiptis í fatið. Á milli lag- anna er stráð salti, pipar, osti og smáskorinni persilju. Efsta lagið á að vera kartöflur. Rjómanum hellt yfir og afganginum af ostinum stráð ofan á. Soðið í meðalheitum ofni þar til kartöflurnar eru meyrar, eða ca. % klst. Júnísíld 1/2 kg. síldarflök, 1—2 búnt dill, salt, 2 egg, 2 dl. mjólk, 2 matsk. tómatpúrré. Síldarf lökin söltuð í 10 mín., skoluð og söxuðu dill stráð á. Flök- unum rúllað saman og raðað ( smurt eldfast fat. Egg, tómatpurré og mjólk þeytt saman með gaffli og hellt yfir. Sett í meðalheitan ofn og soðið í ca. 40 mín. Brauð og grænt salat borið með. Gratin út reyktri síld 4 reyktar síldir, 50 gr. smjörlíki, 1 dl. hveiti, 3 dl. mjólk, salt, paprika, 3 eggjarauður, 1 búnt persilja, 1 búnt hreðkur, 3 eggja- hvítur. Oll bein tekin úr síldinni og hún mörð með smjörinu og hrærð í gegnum sigti. Hveitið hrært út með mjólkinni og suðan látin koma upp á því. Síldarmaukinu bætt í og lát- ið sjóða aftur. Tekið af eldinum. Eggjarauðunum, persiljunni og hreðkunni (söxuðu) blandað í og loks stífþeyttum eggjahvítunum. Sett í smurt gratinfat og bakað í ca 50 mín. í meðalheitum ofni. Lifur 500 gr. lifur (heil), 1 sneið spekk, pipar, salt, all rahanda, 1 lítill laukur, 40 gr- smjörlíki. hveiti, sósulitur. Kryddinu og rifnum lauknum blandað saman og spekkið skorið ( ræmur, sem velt er upp úr krydd- inu. Síðan er lifrin spekkuð með krydduðum ræmum og steikt í potti í smjörlíkinu. Soðnu vatni hellt á og látið ná upp að 1/3 af lifrinni. Látið sjóða við lítinn hita u. þ. b. klukkutíma. Sósan jöfnuð með hveit- inu og lituð með sósulit. Smjörsoðið hvítkál 1 hvltkálshöfuð, 30 gr. smjör, 2 matsk. hveiti, múskat, grænmetis- soð, (ca. 3 dl.), 4 pylsur. Hvítkálshöfuðið skorið f stór stykki, ef til vill fjóra hluta, salti stráð yfir og soðið meyrt í helmings smjörsins. Hitinn hafður jafn og lokið falli þétt að pottinum. Kálið sett í sigti og soðið látið renna af. Haldið heitu meðan sósan er búin til, en hún er gerð úr blöndu af soðinu af kálinu og mjólk, ef soðið er ekki nóg. Látin sjóða og krydd- uð með salti og múskati. Kálið sett í heitt fat og sósunni hellt yfir. Pylsurnar skornar ( bita og síðan stráð yfir kálið á fatinu. Ágætt að borða með þessu rúgbrauð og smjör og sinnep. VIKAN 3. tbl. 29

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.