Vikan

Tölublað

Vikan - 21.01.1965, Blaðsíða 30

Vikan - 21.01.1965, Blaðsíða 30
henni trú um að nú væri hún að horfa á óumræðilegan harmleik, grét hún svo að tárin streymdu niður vangana. Loks gaf hann fylginaut hennar, ungum manni, sem kallaður var Joe, vísbendingu svo allir máttu sjá; sneri sér síð- an að henni og sagði henni, að það væri óþolandi heitt inni; hún væri alein þar og fötin væru henni eingöngu til óþæginda — og hún byrjaði óðara að hneppa frá sér treyjunni....“ „Nei, þetta er einum um of, Horne," mælti Joe, fylginauturinn. Horne gerði sér þá lítið fyrir og sneri algerlega við blaðinu; sagði henni, að nú væri farið að lcólna inni, nístingskuldi.... og óðara hneppti hún treyjunni að sér aft- ur. Þá sneri Horne sér að Mavis. „Skilurðu nú við hvað ég átti, þegar ég sagði að hægt væri að fara í kringum siðgæðisvitund- ina? Þarna hefði hún hiklaust klætt sig úr hverri spjör, ef ég hefði ekki komið í veg fyrir það. Ef ég hefði hins vegar skipað henni að afklæðast, Þá hefði sið- gæðisvitund hennar óðara látið til sin taka....“ Enn sneri Horne sér að Doris. „Þegar þú vaknar aftur, verður allt þetta gleymt. Og tannpinan verður gersamlega horfin. Ein- hverntíma eftir að þú ert vöknuð, böður Joe þér sígarettu og um leið og þú dregur hana úr pakkam lim, tekurðu til að syngja hend- ingu úr þjóðsöngnum. Nú tel ég upp að fimm, og þegar ég segi „fimm“, opnarðu augun og ert samstundis glaðvakandi. Einn, tveir, þrír, fjórir.... fimm....“ Strax og stúlkan var vöknuð, veitti hún því athygli, að hún fann ekki hinnstu vitund til tannpínu. Og þegar hún hafði orð á því, út- skýrði Horne það nákvæmlega að hann hefði ekki numið brott orsökina, heldur eingöngu áhrif- in og tók það loforð af henni, að hún færi til tannlæknisins strax morguninn eftir. Eins og hálftíma seinna gaf Horne Joe bendingu um að bjóða henni sígarettu. Um leið og hún dró sígarettuna úr pakkanum, tók hún allt í einu að syngja hendingu úr þjóðsöngnum — enda þótt hún héldi ekki laginu og röddin væri ekki þjálfuð til slíkra hluta. Sonny varð eftir, þegar allir inir gestirnir voru farnir. Hann lét í ljós aðdáun sína á þessum dularfulla mætti Horne, en Horne vildi ekki heyra slíkt nefnt. „Ég var ekki að gera að gamni mínu, þegar ég kvaðst ekki vera neinn galdramaður. Það undarlegasta, eða öllu heldur það voðalegasta við dáleiðsluna er það hve auð- veld hún er. Nokkrar setningar, fast form, sem ekki er minnsti vandi að tileinka sér, auðsveipni af hálfu hins aðilans.... og Þú ert orðinn dávaldur. Það getur hver sem vill. Þú getur það.... Þú getur þaö. Með þessum orð- um, hafði Horne gerbreytt bæði lífsviðhorfi og lífi Sonnys. Óaf- vitandi auðvitað. Það tók Sonny ekki nema nokkra daga að til- einka sér grundvallaratriðin; vann sinn fyrsta sigur — smásigur að- eins viku seinna í öðru samkvæmi heima hjá Horne; þvínæst urðu honum á nokkur mistök, sem hann lærði mikið af, meðal annars hvernig gera ætti gagnaðilan auð- sveipan sér -— og loks gerðist það dag nokkurn, að honum gafst tækifæri til að hagnýta kunnáttu sína, til þess að íá leyndustu ósk- ir sínar uppfylltar og hann hafði óðara gengið á lagið. Hann drap í sígarettunni, sett- ist enn nær Söndru á rekkju- stokknum og sneri sér að henni. „Hvað þessa menn snertir, Sandra, — Hver er það af þeim, sem þú vildir helzt að elskaði þig?“ „Bob,“ svaraði hún eftir andar- taks umhugsun. „Og hver er Bob?“ „Bob.... Ritchie...." „Og hver er Bob Ritchie?" „Körfuboltagarpur....“ Sonny brosti. Semsagt — ekkert i hann spunnið. Undarlegt að það skyldi yfirleitt vera einmitt ná- ungi, sem ekkert var í spunnið. Undarlegt hve það var sjaldgæft, að draumaprinsinn væri úr hópi þeirra, sem mest var í spunnið. Semsagt... 1 Bob Ritchie." „Hvað er langt orðið síðan , þú sást hann seinast?" „Nokkur ár.“ Það lifir lengi í gömlum glæð- um. „Bob hefur verið.... er mjög glæsilegur og dáður?" „Þú hefur átt stefnumót við hann?“ „Nikkrum sinnum...." „Hefur hann farið undir föt við Þig?“ „Nei, eiginlega ekki.“ „TL'n þú þráir það?“ „Já.“ „Mjög sterkt?" „Já...." „Þú elskar haann þá af öllu hjarta?" „Já...." „Og þú vildir allt fyrir hann gera, verða við öllum óskum hans, vegna þess að þú elskar hann og vilt gleðja hann á allan hátt?“ „Já....“ „Kallaði hann þig einhverju gælunafni, sem enginn annar not- aði?“ „Já.... Móu....“ „Vegna þess að þú ert móeygð?" „Já....“ Sonny varp þungt öndinni og stóð á fætur. Hann tók af sér bind- ið og skóna og fór úr jakkanum; settist að því búnu aftur við hlið henni og i þetta skiptið lagði hann arminn um mitti henni. „Halló, Móa.... Það er ég, Bob Á eftir lá hann við hlið henni i myrkrinu og hugsaði sitt. Hann gerði sér það fyllilega ljóst, að margir mundu kalla hann samvizkulausan fant, er hann ginnti grunlausar stúlkur til sín, náði valdi yfir þeim með svarta- galdri, unz þær urðu honum auð- unnin bráð; náði valdi yfir þeim til þess eins að geta notið þeirra á fölskum forsendum og svalað þannig fýsn sinni. Væri það fantaskapur að breyta sjálfum sér, vesælum og minni- máttarsjúkum einmana, sem aldr- ei mátti njóta neins I lifinu, í hamingjusaman mann, sem söng La Traviata í steypibaðinu á hverjum morgni og heilsaði hverj- um nýjum degi með fögnuði.... þá var hann ótíndur fantur, satt var það. Hann virti Söndru fyrir sér. Jafnvel þó að myrkt væri, duld- ist honum ekki lifsfyllingin og fullnægingin í svip hennar. Væri það fantaskapur, að láta heitustu þrá ungrar stúlku verða að veru- leika, og dýrasta draum hennar rætast.... þá var hann fantur. Árum saman hafði Sandra borið einlæga ást í hjarta til Bobs, ár- um saman hafði hún þráð hann svo heitt, að hún var sjálfri sér ónóg, eirðarlaus og þjáð, vegna þess að hún fékk þessari þrá sinni ekki fullnægt. Og nú, fyrir stund- arkorni síðan, hafði hún loks feng- ið ást sina endurgoldna í vissum skilningi. Ekkert ósæmilegt hafði átt sér stað. Engum dýrslegum hvötum verið sleppt lausum. Ekkert saur- ugt atferli, enginn ranghverfu- losti. Hverjum hafði verið unnið tjón eða mein? Söndru? Sonny? Bob Richtie? Engu þeirra hafði verið unnið minnsta mein. Aftur á móti hafði tveim þeirra verið gerður ómetanlegur greiði. Kannski, hugsaði Sonny, kann- ski hefði hann blygðazt sín og fundizt stolti sínu misboðið, er hann laut svo lágt að stela ástum út á annars gervi ef hann hefði ekki áður verið búinn að þjást af ástleysi og einmanaleika öll þessi mörgu og löngu ár. Auk þess var hann alltof ánægður með á- rangurinn til þess að hann gæti blygðazt sín fyrir aðferðina — og hvar er betlarans stolt? Og loks spurði hann sjálfan sig, fyrir hvað er manninum sjálfum unnað? Kemur þar ekki margt til greina; glæsilegt útlit, aðlaðandi fram- koma, göfgi, auður eða vald? Höfðu ekki örlögin niðzt á hon- um, þegar þau bjuggu svo um hnútana, að hann hafði ekki til að bera neinn af þessum verðleik- um? Hann sætti sig Því við að honum væri unnað fyrir að vera Bob Ritchie, og hann gat ekki séð neitt ljótt við það. Hann teygði út höndina og kveikti á borðlampanum, sem varpaði lágum mildum bjarma á rekkjuna. Hægt og varlega dró hann rekkjuklæðin ofan af alls nöktum líkama ungu stúlkunnar, alla leið ofan af gljálökkuðum lánöglunum. Góða stund teygaði hann að sér fegurð hennar, starði frá sér numinn á það landslag, sem auga mannsins getur unaðs- legast litið, með mjúkhvelfdum hæðardrögum, skuggsælum dölum og freistandi lautum. Hann hlust- aði á blæþýðan, reglulegan andar- drátt hennar; snart gómum silki- mjúkt, mjallhvítt, ylvarmt hör- undið, gripinn óumræðilegri hrifn- ingu og lotningu gagnvart þessu dýrlega meistaraverki. Hugur hans var þrunginn djúplægu þakklæti og heitri ástúð, eins og alltaf, þegar hann átti slíka stund. Loks fór hann framúr og klædd- ist. Hann var enn í hlutverki Bobs, Þegar hann bað hana vingjarnlega um að fara í fötin; horfði á hana aðdáunaraugum meðan á því stóð og mælti síðan: „Við sjáumst aft- ur innan skamms, Móa mín, en nú verð ég að fara og láta þig eft- ir í umsjá Grays." Svo tók hann í hönd henni og leiddi hana niður stigann. Skórnir hennar stóðu enn fyrir framan hægindastólinn, handtask- an hennar lá enn á borðinu. „Taktu greiðuna upp úr töskunni þinni og lagfærðu hárið,“ sagði hann, hvað hún gerði. Hann lét hana taka sér sæti og settist sjálfur. „Manstu fyrirskipanir mínar, varð- andi heimilisfang mitt og síma- númer? Endurtaktu þær,“ sagði hann. „Þegar ég fer héðan.... ek ég beinustu leið heim til min.... Við fyrsta græna umferðarljósið, sem ég sé, gleymi ég símanúmerinu þinu.... Við það næsta gleymi ég heimilisfanginu þínu....“ „Ágætt. Taktu nú vel eftir. Þrátt fyrir það, manstu símanúmerið mitt við vissar aðstæður.... CR- 23-041. Endurtaktu þetta." „C.... R.... Tveir, þrír.... núll, fjórir, einn....“ „Þetta símanúmer manstu því aðeins, að einhver af vinstúlkum þínum þarfnist aðstoðar minnar. Þær þjást kannski af höfuðverk, svefnleysi eða einhverjum dapur- leika, kvíða.... eða kannski þær vilji einungis venja sig af að reykja. Þegar þannig stendur á, segir þú þessum vinstúlkum þin- um, að þú þekkir undursamlegan mann. Þú segir þeim ekki hvað ég heiti — einfaldlega vegna þess, að þú manst það ekki •— og af sömu ástæðum segir þú þeim hvorki símanúmer mitt né heim- Safír slípað — vatnsþétt — höggvarin — Óbrjótanleg gangf jöður. Sendum í póstkröfu. gler SIGURÐUR JÓNASSON úrsmiður Laugavegi 10. Sími 10897. — ! ------ - 1 s /yr— - — — ■ ■' 1 PIERPOm m swiss gQ VIKAN 3. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.