Vikan

Tölublað

Vikan - 21.01.1965, Blaðsíða 31

Vikan - 21.01.1965, Blaðsíða 31
ilisfang. En þú gengur rakleitt aS símanum. Um leið og þú lyftir talnemanum, manstu simanúmerið mitt. Þú velur það, og ef þú heyr- ir að það er á tali, leggurðu á og reynir aftur eftir fimm mínútur. Ef ég svara ekki, hringirðu ein- hverntíma á næstunni, en aldrei manstu símanúmerið mitt nema á meðan þú hefur talnemann i hend- inni, og einungis við áðurnefndar aðstæður. Ef ég svara, segir þú: Þetta er Sandra Sharnhoe. Ég á vinstúlku, sem heitir.... og þú nefnir nafn hennar.... sem lang- ar til að tala við þig. Þvínæst færðu henni talnemann, en gleym- ir um leið símanúmerinu minu. Endurtaktu þessar fyrirskipanir.. << Hún gerði það. „Og enn er það eitt, sem þú verður að muna, Sandra.... Þess- ar vinstúlkur þínar verða að vera ógiftar, ungar og fallegar.“ Það var einmitt þetta atriði, sem Sonny var stoltastur af. Ekki fyrir það, að siðgæðisvitundin bannaði honum að eiga slík mök við gift- ar konur, heldur einfaldlega þetta, að kvæntur maður mundi strax fá einhvern illan grun i sambandi við dularfullar ferðir eiginkonu sinnar og taka að gera sinar ráð- stafanir. „Ungar,ógiftar stúlkur," endurtók hann, „ungar stúlkur með fagurt andlit, mjúkan, heitan íturvaxinn og ferskan líkama, eins og þú, Sandra. Ekki aðrar. Aðrar koma alls ekki til greina. Endur- taktu þessar fyrirskipanir." Hvað hún gerði. Að þvi búnu aðgætti hann vandlega að ekkert væri við klæðnað sinn eða hennar að athuga; að handtaskan væri nákvæmlega á sama stað og þeg- ar eigandinn féll i dásvefninn. „Nú tel ég upp að fimm, og um leið og ég segi „fimm“, ertu glað- vöknuð. Þú manst ekki neitt af því, sem gerzt hefur á meðan þú svafst dásvefninum. Höfuðverkur- inn verður gersamlega horfinn og þú finnur ekki til hans allan næsta dag. Þegar þú kemur á æfinguna, verðurðu hress, endurnærð og hug- hraust og aillt gengur eins og bezt verður á kosið. Einn.... tveir.... þrír.... fjórir.... FIMM." „Ó,“ andvarpaði Sara feginsam- lega. „Höfuðverkurinn er alger- lega horfinn.... ó, hvað mér líður dásamlega vel!“ Sonny brosti hæversklega. „Það gleður mig sannarlega, að mér skuli hafa tekizt að hjálpa yður,“ sagði hann. „Þetta er blátt áfram lygilegt, herra Gray.“ Hún setti á sig skóna. „Hvernig í ósköpunum á ég að launa yður þetta?“ „Eg þarfnast ekki neinna launa," svaraði Sonny. Því næst reis hann á fætur. „Eg er hræddur um að ég verði að biðja yður að tefja ekki öllu lengur, því miður; ég hef í ýmsu að snúast," sagði hann og leiddi hana hæversklega á dyr. Þegar þau fóru framhjá þar, sem síminn stóð, nam hún staðar og sagði: „Munduð þér vdlja segja mér simanúmerið, svo að ég geti skrifað það hjá mér?“ Hún opnaði handtöskuna og leitaði þar að blýanti og einhverju til að skrifa á. En hann var fyrri til. „Eg skal gera það sjálfur," sagði hann og greip pappírsblað og dró kúlupenna upp úr vasa sinum. Hann hripaði eitthvað í skyndi, braut saman blaðið og stakk því ofan í töskuna hennar, smellti henni siðan aftur. „Gerið svo vel,“ sagði hann. Vitanlega hafði hann ekki skrifað neitt á blaðið. Og þegar þaú kvöddust i útidyr- unum, þakkaði hún honum enn einu sinni ástsamlega fyrir þann mikla greiða, sem hann hefði gert sér. „Mín var ánægjan," sagði hann kurteislega. „Þarna fer hún,“ hugsaði Sonny og horfðl á eftir henni. „Enn ein kjörin til að leiða hinar fegurstu og unaðslegustu meyjar í einka- safn mitt.“ Og svo myndu hinar ungu meyjar hver um sig fara eins að, og sjálfar mundu þær heimsækja hann reglubundið einu sinni í viku, stundvíslega eins og hann til tók. Og ef sá unaður gerð- ist meiri en hann kæmist yfir að njóta, eða einhver þeirra yrði hon- um leiðigjörn, þrátt fyrir allt, þá var ekkert auðveldara fyrir hann en að tilkynna henni það, á meðan hún lá í dásvefninum, að nú þyrfti hún ekki að heimsækja hann oft- ar. Þarna hafði semsagt fjarstæðu- kenndasti og um leið unaðslegasti draumur karlmannsins rætzt — hinar fögru og siðsömu meyjar komu til hans á færibandi, reiðu- búnar til að láta að vilja hans i auðsveipni ástarinnar, án þess að hann þyrfti á nokkurn hátt fyrir því eða þeim að hafa. Já, hugsaði Sonny, þegar hann hvarf aftur i hina glæsilegu íbúð sína — það dásamlegasta og merkilegasta var einmitt það, hve þetta var allt ofur einfalt. Það var liðið langt á kvöld. Borgin logaði i marglitu ljósa- skrauti. Sonny komst ekki hjá að finna til valds síns. Funheitt blóð- ið svall í æðum hans. Þarna voru þær allar, einhvers staðar úti í Ijósadýrðinni, þessar litlu Ijúfur, sem bundnar voru fyrirskipunum hans órjúfandi böndum án þess að hafa sjálfar minnstu hugmynd um það, að þær lutu boði hans skilyrðislaust. Og fjöldi þeirra fór stöðugt vaxandi, margfaldaðist af sjálfu sér, samkvæmt óhagganlegu, stærðfræðilegu lögmáli. Sonny gat ekki að sér gert að hlægja lágt. Þetta var ósegjanlega kátbroslegt. Sonny Gray, rindillinn óásjálegi — allar fegurstu og yndislegustu meyjar borgarinnar voru hans, allar eins langt og augað eygði .... hans valda og leynilega kvennabúr.... dansmeyjar, sem létu stjórnast einungis af hörpu- slætti hans.... akur hvata hans og ástríðna, hin dýrlega hersveit hans; hans eigið keisaradæmi, hans Xanadu. Og engin vísbending, ekkert sem vakið gat grun. Jafnvel hans eig- in Ijúfur höfðu ekki minnstu hug- mynd um það sjálfar. Ekki nokk- ur lifandi sála I víðri veröld, sem vissi nokkurn skapaðan hlut, varð- andi þetta leyndarmál hans. Hann var þreyttur. Og að morgni beið hans enn annrikisdag- ur. Hann geispaði, afklæddist, lagð- ist í rekkju og var sofnaður innan stundar. Hann seig mjúklega of- an í hið myrka djúp svefnsins, en var skyndilega stöðvaður á miðri leið við hvella hringingu dyra- bjöllunnar. Hann hvarf smám- saman aftur til vökunnar, reis með hægð upp við dogg og skreidd- ist framúr, snakaði sér í slopp og tölti niður stigann og alltaf kvað NILFISK verndargólfteppin - því að hún hefur nægilegt sogafl og afburða teppasogstykki, sem rennur mjúklega yfir teppin, kemst undir lægstu húsgögn og DJÚP- HREINSAR jafnvel þykkustu gólf- teppi fulikomlega, þ. e. nær upp sandi, smásteinum, glersalla og öðrum grófum óhreinindum, sem berast inn, setjast djúpt i teppin, renna til, þcgar gengið er á þeim, sarga undirvefnaðinn og slíta þannig teppunum ótrúlega fljótt. NILFISK slitur alls ekki tepp- unum, þar sem hún hvorki bankar né burstar, en hreinsar aðeins með rétt gerðu sogstykki og nægilegu sogafli. ASrir NILFISK kostir: * Stillanlegt sogafl * Hljóður gangur * Tvöfalt fleiri (10) og betri sogstykki, áhaldahilla og hjólagrind með gúmmíhjólum fyigja, auk venjulegra fylgihluta * Bónkústur, hárþurrka, málning- arsprauta, fatabursti o. m. fl. fæst aukalcga. * 100% hreinleg og auðveld tæm- ing, þar sem nota má jöfnum höndum tvo hreinlegustu ryk- geyma, sem þekkjast i ryksugum, málmfötu eða papírspoka. * Dæmalaus ending. NILFISK ryksugur hafa verið notaðar hér- lendis jafn lengl og rafmagnið, og eru flestar í notkun enn, þótt ótrúlegt sé. * Fullkomna varahluta- og við- gerðaþjónustu önnumst við. * Hagstætt verð. * Góðir grclðsluskilmálar. * Sendum um allt land. ÚRVAL ANNARRA HEIMILISTÆKJA: ATLAS kæliskápar, frystikistur — BALLERUP hrærivélar — BAHCO eld- húsviftur, tauþurrkarar, gufubaðstofutæki — FERM þvottavélar, þeytivindur, strauvélar — GRILLFIX grillofnar — FLAMINGO straujárn, úðarar, snúru- haldarar — ZASSENHAUS rafmagnskaffikvarnir, brauð- og áleggssnelð- arar — Hraðsuðukatlar, vöfflujárn, brauðristar, eldhúsvogir, baðvogir o.fl. SÍMI 1-26-06 SUÐURGATA 10 REYKJAVÍK ----------------------------Klippið hér---------------------------------- Undirrit. óskar nánari upplýsinga (mynd, verð og greiðsluskilmála) um: ..................................................................... Nafn .................................................................... Heimili ................................................................. Til FÖNIX *J„ Suðurgðtu 10, Reykjavlk.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.