Vikan

Tölublað

Vikan - 21.01.1965, Blaðsíða 39

Vikan - 21.01.1965, Blaðsíða 39
— Við heilagan Nicholas! Þú lítur út alveg eins og dóttirin, sem við vonuðumst einu sinni til að eignast. Okkur dreymdi oft um hana. Ætli hún væri þá ekki svona 14—16 ára. Hún gæti einmitt hafa verið svona klædd.... Hún myndi hafa komið og farið í veitingastofunni, kát með viðskiptavinunum.... — Það er vingjarnlegt af þér, Maitre Jacques, að slá mér slíka gull- hamra, en því miður er ég ekki lengur 15 ára og ekki einu sinni sex- tán. Ég er móðir með stóra fjölskyldu. — Ég veit ekki, hvað þú ert, sagði hann hrærður og hristi stóra hausinn. — Þú ert ekki raunveruleg. Síðan þú komst Þjótandi inn í hús mitt, hefur allt breytzt. Ég veit ekki, nema að þú hverfir einn góðan veðurdag á sama hátt og þú komst. Það virðist svo langt um liðið núna, kvöldið þegar þú komst inn úr myrkrinu með hárið niður um axlirnar og sagðir við mig: — Hefurðu ekki þjónustustúlku, sem heitir Barbe? Ég heyrði eins og bjölluhringingu inni í höfðinu á mér. Kannske Það hafi verið vegna þess, að þú áttir þýðingarmiklu hlut- verki að gegna hér. Eg vona það, hugsaði Angelique. En hún mótmælti með vingjarnleg- um ávítunarhreim. — Þú varst drukkinn, og þessvegna heyrðirðu bjölluhljóminn. Veizla blómasölukvennanna á messu heilags Valbonne var stórkost- leg. Þrjár blómakörfur skreyttu borðin. Maitre Bourjus og Flipot báðir í bezta skarti, voru gestgjafar og báru fram réttina. Rosine hjálpaði Barbe í eldhúsinu. Angelique gekk frá einum til annars, fylgdist með steikarteinunum og pönnunum, svaraði glaðlega glettnis- legum athugasemdum gestanna og ýtti undir hæfileika Davíðs með gullhömrum og ávítum á víxl, því hann hafði verið hækkaður í tign yfirmatsveins, með suðræna rétti sem sérgrein. Og í raun og veru hafði hún ekki litillækkað sjálfa sig með Því að telja hann fyrir þessum ilmandi krásum. Hann vissi sitt af hverju, og hingað til hafði letin ein eða ef til vill skortur á tækifærum, hindr- að hann í að sýna hvað hann gæti. Hann hreifst með af ákefð Ange- lique, var yfir sig ánægður yfir hrósi hennar og leiðsögn, og fór langt fram úr því, sem hún hafði þorað að vona að hann gæti. Hann var hylltur, þegar hún dró hann kafrjóðan inn í borðstofuna. Konurnar, örvaðar af góðum vínum, komust að þeirri niðurstöðu, að hann hefði falleg augu, spurðu hann óviðurkvæmilegra og ósvífinna spurninga, kysstu hann, klöppuðu honum og kitluðu hann.... Linot tók fram lírukassann sinn og svo var sungið með lyftum glös- um, og hlátrasköllin glumdu við, þegar Piccolo hermdi miskunnar- laust eftir kækjum Mére Marijolaine og félaga hennar. Hópur fót- gönguliða, sem gekk um rue de Vallée-de-Misére í leit að skemmtun, heyrði þessar glöðu kvenraddir, kom þjótandi inn í Le Coq Hardy og heimtaði veitingar. Kvöldið endaði á þann hátt, að teprulegri dýíðlingar en heilagur Valbonne hefðu grett sig yfir. En þessi dýrðlingur, sem elskaði sólskin og gleði, leit skilningsríkum augum á þá óreiðu, sem hlaut að skap- ast, þegar hópur blómasölukvenna og riddaralegra hermanna skemmtu sér á sama stað. v Það var hringt til Angelus í turnum Sainte-Opportune. Með rjóðar kinnar, þung augnalok og verki í handleggjunum af því að bera alls- kyns mataráhöld, aum í vörunum eftir ruddalega yfirskeggskossa, hresstist Angelique við að sjá Maitre Bourjus telja gullmyntina með varfærni. Hún hrópaði: — Hefur þetta ekki gengið vel, Maitre Jacques? — Svo sannarlega, stúlka mín. Það er langt síðan að aðrir eins pen- ingar hafa sézt í veitingahúsinu mínu. Og þessir herramenn reyndust ekki borga eins illa og ég bjóst við, þegar ég sá vopnin þeirra. — Heldurðu, að þeir muni vísa vinum sínum á okkur? — Það er vel mögulegt. — Ég sting upp á því, sagði Angelique, — að ég haldi áfram að hjálpa þér með öllum börnunum mínum: Rosine, Linot, Flipot og ap- anum, og Þú lætur mig hafa fjórðunginn af ágóðanum. Veitingamaðurinn yggldi sig. — Við skulum fara til Notarius Publicus og láta búa til samning, hélt hún áfram. — En þú skalt halda því leyndu. Þú þarft ekki að segja nágrönnum þínum um hag þinn. Segðu þeim, að ég sé ættingi þinn, sem þú hefur tekið að þér, og að við vinnum saman eins og ein fjölskylda. Þú munt komast að því, Maitre Jacques, að það er blóma- timi framundan fyrir þetta veitingahús. Allt hverfið mun tala um snilli þína, og fólkið mun öfunda þig. Mére Marijolaine sagði mér í kvöld, að appelsínusalarnir í Pont-Neuf ætluðu að halda veizlu á messu heilags Fiacres. Trúðu mér til, það er í þina þágu að þú hafir okkur hér. Við skulum sjá, hvað þú skuldar mér nú Þegar. Hún taldi í snarheitum það sem henni bar og fór svo. Hún skildi manninn eftir ruglaðan i ríminu, en vissan um, að hann væri mjög snjall verzlunarmaður. Angelique gekk út í garðinn til að anda að sér fersku morgunloftinu. Hún hélt gullmyntinni fast að brjósti sér. Þessir litlu gullmolar voru lykillinn að frelsinu. Maitre Bourjus hafði sannarlega ekki verið svik- inn af þessum viðskiptum. Angelique reiknaði það út, að þar sem fólk hennar hefði nærzt á leifunum frá veitingastofunni, myndi ekki liða á löngu, þar til hún hefði safnað sér álitlegri fjárhæð. Þá myndi hún reyna fyrir sér einhvers staðar annars staðar. Til dæmis, hversvegna ekki að reyna þetta einkaleyfi, sem Davíð Chaillou sagðist hafa á drykknum, sem kallaður var súkkulaði? Venjulegt fólk myndi senni- lega ekki hrifast mjög mikið af honum en spjátrungarnir og précieuses voru alltaf reiðubúnir til að leggja sér til nýja sérvizku, og hver vissi nema þau myndu íalla fyrir súkkulaði. Angelique ímyndaði sér vagna hefðarkvenna og borðaklæddra fyrir- manna nema staðar í rue de Vallée-de-Misére. Hún hristi höfuðið til að losna við þessa dagdrauma. Hún mátti ekki horfa of langt eða of hátt. Sem stóð var allt of óvisst og ótryggt. Framar öllu öðru varð hún að spara, spara eins og mögulegt var. Auð- æfin voru lykillinn að frelsinu, þau gáfu réttinn til að lifa, keyptu börnum manns líf, guldu bros þeirra. Ef eigur mínar hefðu ekki verið innsiglaðar, sagði unga konan við sjálfa sig, hefði ég áreiðanlega get- Norska Dala-garnið Tizknpeysai í ár ER PRJÖNUÐ OR DALA-GARNI. HEILO -4- ÞRÁÐA. FASAN SPORTGARN -6- ÞRAÐA. DALA-GARNIÐ ER GÆÐA VARA. MÖLVARIÐ - HLEYPUR EKKI - LITEKTA OG HNÖKRAR EKKI. MJÖG FJÖLBREYTT LITAÚRVAL. TUGIR MYNSTRA FÁANLEG. ÞESS VEGNA VELJIÐ ÞÉR AÐEINS DALA-GARNIÐ TIL AÐ PRJONA OR. DALA-GARNIÐ FÆST UM ALLT LAND. DALA-UMBOÐIÐ VIKAN 3. tbl. gg

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.