Vikan

Tölublað

Vikan - 21.01.1965, Blaðsíða 44

Vikan - 21.01.1965, Blaðsíða 44
j ollum siœrðum * Einnig glctr kassalok ármúla 16 - Símí 38400 Við framlciðum ‘‘ i' •' '''jfa glctrar plasíumbúðir Hann ótti erfitt með að anda. Hann reyndi að draga andann djúpt að sér. Hann beit ó jaxlinn og hálflokaði augunum, eins og maður, sem er að reyna að dylja ölvun sína. /V\eð hálfluktum augum horfði hann á, þegar þeir báru körfuna til dyra. Svo reif hann augun opin. Hann reyndi í örvæntingu að festa sjónar á Mathis. — Ég þarf ekki stúlku, René, sagði hann loðmæltur. Nú varð hann að grípa andann á lofti. Aftur hreyfði hann hönd- ina upp að ísköldu andlitinu. Hann hafði á tilfinningunni að Mathis væri að koma til hans. Svo létu hnén undan. Hann sagði, eða hélt hann hefði sagt: — Ég veit þegar um þá allra dá- samlegustu . . . Hann snerist hægt á öðrum hæln- um og féll hægt á vínrautt gólf- teppið. E N D 1 R . Spánarstyrjöldin 1936-1939 Framhald af bls. 27. Tarragona og áttu þá opna leið til Barcelona. Var búizt við afarhörð- um bardögum um þessa aðra helztu borg Spánar, enda höfðu stjórnar- liðar mjög gumað af víggirðingum hennar. En þar fór á aðra leið. Barcelona var gefinn upp svo ti. bardagalaust og stjórnarherinn hörfaði undan áleiðis til frönsku landamæranna. í febrúarbyrjun var allri skipulegri vörn stjórnarliðsins í Katalóníu lokið. Madrid hélt þó út enn um sinn. Verjendur hennar lýstu því nú yfir, að ný stjórn væri mynduð með Miaja í forsæti en Negrín og ráð- herrum hans vikið frá völdum. En í herbúðum hinnar nýju stjórnar ríkti alger ragnarökkursstemning; Miaja lýsti því yfir í útvarpsávarpi, að hann væri vonlaus um sigur, en kvaðst þó mundi berjast til síðasta blóðdropa. Ástandið I höfuðborg- inni var orðið hörmulegt vegna loft- árása og hungursneyðar, því tek- ið hafði verið fyrir mestalla að- flutninga. Dó fjöldi manns úr sulti á degi hverjum. Þann 24. marz 1939 hertóku stríðsmenn Francos loks hina fornfrægu spænsku höfuðborg, og var ófriðn- um þar með lokið. Hann er talinn einhver grimmasta borgarastyrjöld sögunnar og var blóðugur eftir þvþ telja sumir að hálf milljón manna hafa látið lífið af völdum hans, aðrir heil. Rúmlega helmingur þess fjölda féll á vígvöllum, hitt ýmist dó úr hungri eða var drepið af aftökusveitum eða í múgofsóknum. Afhroð beggja aðila voru óskap- leg en sigurinn hafði uppreisnar- mönnum hlotnazt vegna betri her- stjórnar og vopnabúnaðar. Þótt annar ófriður margfalt blóð- ugri og víðtækari fylgdi þessum fast á eftir, þá á spænska borgara- styrjöldin engu að síður enn rík ítök í hugum manna. Hún var háð á þeim tíma, er stjórnmálastefnur, og þær sumar meira en lítið öfga- kenndar, áttu hvað sterkust tök á hugum manna í Evrópu og Ameríku. Því varð hún að nokkurskonar póli- tísku trúarbragðastríði — og raunar meira en það. Sjaldan eða aldrei hafa jafnmargir menn barizt af jafn mikilli einlægni og ofstæki fyr- ir jafn margvíslegum hugsjónum — hugsjónum tengdum lýðræði, sósíalisma, kommúnisma, anar- kisma, fasisma, kaþólsku, múham- eðsku og guð veit hverju. Sjaldan eða aldrei hafa jafnmargir menn slátrað náungum sínum í þeirri sælu trú að þeir gerðu það fyrir mál- stað, sem gæti frelsað heiminn. Sem nærri má geta, tældi þetta stríð rómantísks og þjóðsagna- kennds hetjuskapar til sín ótöluleg- an grúa misjafnlega gæfulegra eldhuga hvaðanæva að úr heim- inum. Sumir þeirra komu sem stríðs- menn í Alþjóðaherdeildinni. Margir þeirra voru þýzkir og ítalskir and- fasistar. Hinir síðarnefndu stofnuðu meira að segja með sér sérstaka herdeild ,sem heitin var eftir Gari- baldi sáluga. Þarna mætti Tító af Júgóslavíu fyrst þýzk-ítölskum fas- istum á vígvelli. Einn þessara eld- móðugu sjálfboðaliða var Frakki að nafni André Malraux; hann varð foringi í flugliði stjórnarinnar, en er nú menntamálaráðherra hjá de Gaulle. George Orwell, síðar höf- undur að The Animal Farm og 1984, barðist í skotgröfunum í Ara- góníu og særðist nálega til ólífis. Þarna var Willy Brandt núverandi borgarstjóri Vestur-Berlínar, á ferð og flugi sem fréttaritari sænskra blaða, og nágranni hans austan múrs, Walter Ulbricht, önnum kaf- inn við njósnir fyrir rússnesku leyni- þjónustuna, eins og hans var von og vísa. Þangað kom Auden og kvað eitt sitt frægasta Ijóð hinum lýðræðissinnaða Spáni til hvatning- ar og kunnasta smásaga nýslegins nóbelsriddara, Jean-Paul Sartres, Múrinn, sækir og efni sitt í þennan hildarleik. Þetta var ekki hvað sizt stríð skálda og rithöfunda, og í samræmi við það var fjöldi og 44 VIKAN 3. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.