Vikan

Tölublað

Vikan - 21.01.1965, Blaðsíða 48

Vikan - 21.01.1965, Blaðsíða 48
Gengið í búðir Öðru hverju verður sýnt hér í opnunni ýmislegt, sem fæst í búðum hér í Reykjavík. Það þurfa ekki að vera neitt sérlega merkilegir hlutir, heldur eitt- hvað hentugt og eigulegt, sem hugsanlegt er að lesendur hafi ekki komið auga á. GRÆNMETISKVÖRN Grænmetiskvörn er ákaflega þægilegt áhald og ekki ýkja dýrt, því að sú, sem ég skoðaði kostaði 170,00 krónur. Það er ótrúlega margt hægt að gera í henni, en nákvæmur leiðarvísir fylgir auðvitað. Margir reka fingurna illilega í rifjárnið, þegar grænmeti, t.d. gul- rætur eru rifnar á því, en sé svona kvörn notuð er allt slíkt úr sögunni. Rétt skífa sett í og svo bara snú- ið og allt gengur eins og í sögu. Það er sem sagt hægt að rífa 1 henni grænmeti og ost, skera í sneið- ar af ýmsum þykktum og bita af öllum stærðum. ÚTBLÁSIÐ HERÐATRÉ Útblásið herðatré, sem hefur marga kosti. Á ferðalög- um eru þetta alveg sjálfkjörnir gripir. Áður en farið er af stað er vindinum hleypt úr og þá fer ekkert fyrir þeim inn á milli fatanna, en á áfangastað eru þau svo aftur blásin upp. Gott er að hengja á þau blautan fatnað, ekki eingöngu vegna þess, að ekki kemur litur úr þeim, held- ur líka vegna þess hve ávöl og mjúk þau eru og mynda því engin för á fötin. Mörgum karlmannsskyrtum fylgja lítil plast-herðatré, en þau eru venjulega svo mjó og hörð, að þar sem endarnir standa út í ermarnar koma för eftir. Margar stúlkur geyma líka viðkvæman fatnað á þeim daglega í fataskápunum, og það er sama sagan, að fatnaðurinn fer sérlega vel á að hanga á þetta breið- um og mjúkum trjám. Eini ókosturinn við þannig dag- lega notkun er sá, að það fer nokkuð mikið fyrir þeim í skápnum. í þeirri búð, sem ég sá þetta, kostaði herða- tréð 32,00 krónur. Vetrar- Kvenfólkinu er oft álasað fyrir að klæða sig illa að vetrarlagi. Er þá sagt, að það sé að líkja eftir suðrænni tízku, sem alls ekki eigi við loftslagið hér, og er þá bæði tízku og kvenlegum hégómaskap oft valin heldur óvönduð orð. Þetta á ekki sízt við sokkana og því er ekki að neita, að kvenfólk í nælon- sokkum á götum úti í vetrarveðrum er ekki hlýleg sjón. Nú vill svo til, að sjálf höfuðborg tízkunnar, París, ásamt öllum öðrum Evrópuborgum, hefir tekið hina hlýrri sokka í notk- un, svo nú hefir engin afsökun lengur fyrir því að vera illa sokk- uð í vetrarkuldanum. Grófir og munstraðir sokkar úr „crepe-nylon" og ull eru nú alls staðar notaðir og eru þeir ýmist háir eða sportsokkar um hné, not- aðir utan yfir nylonsokka. Við þessa sokka eru míkið not- aöir kvart- og breiðhælaðir götu- skór. Hér sjáið þið ýmsar gerðir af þessum sokkum, og fylgir prjóna- uppskrift sokkunum hér lengst til vinstri, en um leið fylgja með stækkuð sýnishorn af prjóni hinna tegundanna, ef einhver vildi spreyta sig á þeim. Handprjónaðir sokkar. Efni: 250 gr. af fremur fíngerðu Framhald á bls. 50. Sérfræðingur í plastik-skurðlækn- ingum hér í Reykjavík var svo vin- gjarnlegur að svara nokkrum spurn- ingum VIKUNNAR um mál, sem telja má víst, að lesendur hafa áhuga á að heyra um. Ekki sízt varðar það unga fólkið, því að fæst af því sleppur við þann sjúk- dóm, sem hér um ræðir, á vissu skeiði ævinnar — en þessi kvilli eru andlitsbólurnar og örin eftir þær. Auðvitað er það misjafnt, hve mikil brögð eru að þeim hjá hverjum og einum, en þeir, sem verst verða úti, fá oft Ijót og djúp ör og þá um leið sárar hugarkvalir — sér- staklega þar sem margir halda, að ekki sé um annað að ræða en sætta sig við orðinn hlut og ganga með örin ævilangt. Svo er þó ekki, og ætla ég að reyna að endur- segja aðalatriðin úr samtali mínu við lækninn, þar sem hann ræðir þetta og fleira. — Er mikið gert að því að slípa húð hér á landi? — Það er töluvert notað, bæði við andlitshúð, sem er örótt eftir bólur, og svo líka og ekki síður til að jafna ör eftir slys, einkum til að slétta úr smáörum eftir marga litla skurði sem oft eru nauðsyn- legir við stórar andlitsaðgerðir. Stundum sezt líka sandur og óhrein- Auðvelt að laga ör eftir bálur Viðtal við sérfræðing í húðslípun. r -> t» ... ' •' i r .e > indi undir húðina vegna slysa og slípun notuð með góðum árangri við að fjarlægja slíkt. — Með hverju er þetta gert? — Það er annað hvort notuð sér- stök slípunarvél eða bara sand- pappír. — Er þetta framkvæmt í sjúkra- húsi? — Hér á landi hefur verið not- uð staðdeyfing og sjúklingurinn lát- inn vera heima með umbúðirnar í u.þ.b. 10 daga. Víða erlendis er svæft við svona aðgerðir og þær gerðar í sjúkrahúsum — enn ann- ars staðar hafa verið reyndir sér- stakir frystivökvar, en árangurinn orðið misjafn. Að mörgu leyti er betra að svæfa sjúklinginn, því að við staðdeyfingu þarf margar stungur, en andlitið er mjög við- kvæmt fyrir sársauka. Af ýmsum ástæðum hefur þó reynzt hag- kvæmast að nota staðdeyfingu hér. Umbúðirnar eru svo látnar losna sjálfkrafa, en læknirinn fylgist auð- vitað með sjúklingnum allan tím- ann. — En ef um bólugrafna húð er að ræða, er þá hægt að gera þetta fyrr en allar bólur eru horfnar? — Beztur árangur næst venju- lega á alveg þurri húð, þar sem sjálfur sjúkdómurinn er liðinn hjá og uppþornuð örin sitja eftir, en það má líka framkvæma þetta þótt húðin sé enn bólótt. — Er það hugsanlegt, að að- gerðin geti komið í veg fyrir frek- ari bólumyndun? — Já, það getur í sumum tilfell- um bætt ástand húðarinnar. Á bólu- grafinni húð eru svitaholurnar dýpri en á heilbrigðri húð, og þessi slípun grynnir holurnar og getur þannig orðið til góðs. Oftast er þetta þó ekki gert fyrr en að kyn- þroskaskeiði loknu, eða eftir 17—18 ára aldur. — Er nóg að gera þetta einu sinni? — Stundum þarf að endurtaka aðgerðina allt að þrisvar sinnum og þá á þriggja mánaða fresti. — Verður húðin alveg slétt að aðgerð lokinni? — Það er alls ekki hægt að segja um það fyrirfram. Húðin tekur mis- jafnlega vel við þessu, og má segja, að hún sé því verri viðureignar því dýpri sem örin eru. Venjulega fæst þó einhver bót og stundum ágæt. — Getur þetta verið hættulegt fyrir húðina að einhverju leyti? — Ekki hef ég vitað um skaða ^g VIKAN 3. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.