Vikan

Tölublað

Vikan - 28.01.1965, Blaðsíða 2

Vikan - 28.01.1965, Blaðsíða 2
í FULLRI flLVÖRU 7 ? • • _ 9 *? ?’? 9 • brotnSði V w NOGL ?? jú aó vísu,-en gerir ekki svo zrxilEÍð til,- þvi aó meó n«u model nail geturóu búió til nýja álOmin. moyu mode nai algjör nýjung i handsnyrtingu Svo dásamlega einfalt er það: Plastmótinu er komið fyrir á fingrinum, grunnvökvinn borinn á og síðan dropi af sjálfu efninu. Eftir örstutta stund er nýja nöglin tilbúin til snyrt- ingar. Nýja nöglin er sterkari en þínar eigin, og efnið má jafnvel nota til þess að styrkja brotgjarnar neglur. snyrtivörur hf Laugavagi 20A — Sími 19402 Ekkí gert ráð fyrir snjð á ísiandi Laust fyrir áramótin gerði lieldur óverulegan bylslitring um Suðurnes og reyndist vera 18 cm jafnfallinn snjór, sem varla er liægt að kalla annað en föl, þegar haft er í huga það sem komið getur fyrir á íslandi. Samt dugði þetta föl til þess að hjá fjölda fólks í Reykjavik, Kópavogi og Hafnarfirði fór lífið úr skorðum; sumir náttuðu sig hjg venzlafólki eftir langa mæðu, aðrir á hótelum. Ressi bylgusa með litlum snjó en talsverðum erfiðleikum varð til þess að ýmsir fóru að hug- leiða, hvað gæti komið fyrir á ísa köldu landi, ef brygði til þess árferðis, sem annálar herma um. í fáum orðum sagt: lverfið ger- ir ekki ráð fyrir snjó og þess- vegna yrði fullkomið neyðar- ástand i harðindum. Allar sam- göngur á landi legðust af.. Jafnvel strætisvagnaferðir i Reykjavik legðust af. Fólk utan úr úthverfum kæmist ekki í vinnu. Vörur kæmust ekki i búðir. Olíufélögin gætu ekki fyllt á tankana og það tæki fyrir upphitun hjá þeim, sem ekki hafa hitaveitu, en vel má vera, að þvílíkt fannfergi gæti komið, að truflaði eða tæki fyrir raf- magn frá Soginu og þá mundi hitaveitan lamast um leið. Flug- samgöngur legðust líka niður af augljósum ástæðum. Mjólk bær- ist ekki til borgarinnar nema kannski úr Borgarnesi. Þesskonar ástandi er aldrei gert ráð fyrir, en það gæti kom- ið. Það eru tæpast til snjóplóg- ar, sein hafa undan að ryðja 18 cm snjólagi af helztu um- ferðaræðum. Það vantar heilan flota af slíkum verkfærum og það jafnvel miklu stærri og stór- virkari en við eigum nú. Það er einasta lausnin til að halda samgönguæðunum opnum og koma í veg fyrir algert neyðar- ástand. Einliver kann að segja, að svo mikil snjóþyngsli gætu ekki komið, en þeim hinum sama mundi ég ráðleggja að kynna sér árferði á íslandi fyrr á öldum og hnattstaðan er enn hin sama enda þótt við höfum búið við óvenjulegt góðæri að undan- förnu. Það nægir að minna á að seint á öldinni sem leið gerði nálega mannhæðar djúpan jafn- fallinn snjó og eitt sinn urðu kirkjugestir á Rangárvöllum að grafa sig þrjár mannhæðir nið- ur til þess að finna kirkjuna. Það sem hefur gerzt, lilýtur að geta orðið aftur. G.S.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.