Vikan

Tölublað

Vikan - 28.01.1965, Blaðsíða 9

Vikan - 28.01.1965, Blaðsíða 9
Jagúar MK BB Það er ekki hægt að segja, að Jagúar sé bíll fyrir almenning, því verðið er nokkuð hótt miðað við hvað hann rúmar. En hann er heims- frægur fyrir gæði; sportbíll, sem rúmar f|óra eða iafnvel fimm. Sætin eru bólstruð með ekta leðri. Línur allar eru miúkar og frógang- urinn framúrskarandi. Fóanlegur með teinafelg- um, snúningshraðamæli, klukku og þokuliósum. Þessi virðulegi sportbíll, sem í rauninni er lúxus- bíll um leið, er fáanlegur með 6 strokka eða 210 hestafla vél, hámarkshraði er nálægt 200 km. Umboð hefur Orka h.f. Verð frá 277 þús. kr. 81111 i Opel Record 1,7L Opel er alltaf að stækka öðru hvoru og er nú orðinn rúmbezti bíllinn í sínum verðklassa. Skyldleikinn við General Motors og þá amerísku leynir sér ekki, hvorki að utan né innan. Til að sjá virðist Opel ekki sterk- legur bíll, en hann hefur reynzt vel og hefur verið einn af þeim bílum hér, sem hvað bezt seijast. Fjöðr- unin er mjúk og þægileg og hann vinnur ótrúlega vel enda þótt vélin sé aðeins 67 hestafla. Farangurs- rými er mjög rúmgott. Stýrisskipting. Hámarkshraði 138 km. Dekk: 590x13. Umboð: Samb. ísl. sam- vinnufél., Véladeild. Verð: Tveggja dyra: 212 þús. Fjögurra dyra: 225 þús. BiLAR 1965 Saab Saloon Saab er ekki gömul bíltegund, en verksmiðjurnar í Trollhattan fram- leiða flugvélar og undirstrika það í útliti bílsins. Saab hefur unnið sér gott álit og verið framleiddur óbreyttur þar til nú, að hann kem- ur með nýtt andlit. Gamla grillinu er haldið sem einskonar ein- kennismerki líkt og margar tegundir gera. En auk þess hefur verið gert nýtt grill, sem sýnist breikka bílinn og gera hann svipmeiri. Saab er framhjóladrifinn með 44 hestafla vél, borðabremsum og tekur fimm í sæti og hámarkshraði er í kringum 130 km. Sveinn Björnsson hefur umboð fyrir Saab. Verð: 182 þúsund kr. Renault 1500 Fransmenn eru þekktir fyrir að fara sínar eigin leiðir í bílaframleiðslunni. Renault er ein elzta bílaverksmiðja heimsins og þaðan má alltaf vænta merkra nýjunga. Nú hafa Renault verksmiðjurnar nýlega kynnt eina splunku- nýja og bráðfallega gerð: Renault 1500. Hann er í þessum milliklassa, sem allar evrópskar bílaverksmiðjur keppast um. Hann er skásneiddur að aftan og spurning, hvort hann á að teljast stationmódel eða saloon. Af öðr- um upplýsingum, sem fyrir liggja á þessu stigi málsins, má nefna, að hann er með framhjóladrifi, fjögurra dyra og afturgaflinn er á lömum að ofan og bíllinn opnast alveg að aftan. Umboð: Columbus h.f. Verð ca. 200 þúsund krónur. VIKAN 4. tbl. 0

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.