Vikan

Tölublað

Vikan - 28.01.1965, Blaðsíða 19

Vikan - 28.01.1965, Blaðsíða 19
 " : . * Apollo, með tunglferju tengda við oddinn, á að staðsetja á braut umhverfis tunglið. Ferjan, sem er síðan losuð til að fara nið- ur til tunglsins, er í tveim hlutum, og sú neðri eða lendingarhlutinn, hefur lending- argrind og vökvaflaug (eldflaug með vökva- eldsneyti), til hemlunar. Efri hlutinn tekur tvo menn og vökvaeldflaug, sem getur lyft geimförunum frá yfirborði tunglsins og flytt þá til baka til móður-Apollo, þar sem hún bíður í tunglbraut sinni í um 130 km fjar- lægð. Árið 1962, þegar reiknivélar og rafmagns- heilar höfðu sagt álit sitt á þessum þrem aðferðum, ákvað NASA að nota LOR, vegna þess að sú aðferð tæki minni undirbúning og var jafnframt betri frá öryggissjónarmiði. Áður en ákvörðun var tekin, var þó þegar farið að byggja stjórnhluta Apollo hjá North American Aviation Inc. Ferjan hlaut hið opinbera nafn „Lunar Excursion Module“ (Við notum skammstöfunina LEM eða orðið tunglskip í greininni) og Grumman verk- smiðjurnar fyrir utan New York fengu ábyrgðina af að byggja þennan hluta Apollo. Aðeins teikningar og tréstykki. Þegar ég var valinn til geimferða fyrir rúmum tveim árum síðan, hafði þegar ver- ið gengið að mestu leyti frá fyrstu áætlun- um, en allt og sumt, sem við höfðum til að átta okkur á voru teikningar og nokkrir hlutir úr tré, sem voru líkön af ýmsum hlut- um skipsins. Við sátum tímunum saman við fundarborðið og ræddum um hugmyndir okkar og áætlanir. Við urðum ávallt að hafa það hugfast að þyngd skipsins mátti ekki vera meiri en nauðsynlegt var. Hlutverk geimfarans er hvorki að byggja né leiðbeina — heldur ekki að hafa áhyggjur af læknis- fræðilegum vandamálum í tunglferð. Hið síðastnefnda er hlutverk geim-læknisfræð- inganna. Okkar hlutverk er aðeins að fylgjast með framkvæmdum og segja álit okkar frá sjón- armiði neytandans. Það eru þó alltaf við, sem eigum að fljúga tækinu. Þess vegna er það nauðsynlegt að við séum nákunnir hverj- um einasta smáhlut, — vegna hvers þetta er svona en ekki hinsvegin, og hvaða áhrif hluturinn hefur á eiginleika farartækisins. Til að komast sem nánast að öllu slíku, vinnum við mjög náið með þeim, sem setja hlutana saman. En það er hreint ekki svo einfalt þegar á það er litið að fyrirtækin, sem smíða farartækið, eru aðallega tvö — North American, með stjómhlutann, og Grumman með LEM — annað fyrirtækið í New York en hitt í Kaliforniu. Ég er nokkurskonar milligöngumaður, og á ferðum mínum til austur- og vesturstrand- arinnar geri ég hluti og sinni erindum, sem í rauninni hafa enga úrslitaþýðingu, en hafa geysimikla þýðingu fyrir þá, sem eiga að stjórna geimförunum. Stundum kemur það líka fyrir að einhver utanaðkomandi mað- ur getur gert eitthvað til að leysa vanda okkar. Það vildi til dag einn, að ég var af Framhald á bls. 39. VIKAN 4. tbl. JQ

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.