Vikan

Tölublað

Vikan - 28.01.1965, Blaðsíða 27

Vikan - 28.01.1965, Blaðsíða 27
 VETURINN HEFUR VÖLDIN 0 Hvergi er eins fallegl eftir logndrífu sem í skógi, en skógar eru ekki beinlínis það, sem maður hefur oftast fyrir augunum á íslandi. Ef mað- ur vill sjá þessa sérstöku feg- urð, þá er það einna helzt í kirkjugörðunum. Þessi mynd er úr Fossvogskirkjugarði, þar sem hinum dauðu var af helzt til miklu örlæti val- inn staður á einum fegursta byggingastað borgarinnar. Snjórinn situr á veggjum og legsteinum, grenitrjám og birki. En í baksýn trónar Kópavogskirkja. Sí-wSSiííííýSá . 1 fi f "" iw wm s"'' * % m : Hfs; Einn fegursti blettur í landi borgar- innar er Blesugróf, þar sem haugað hefur verið upp kassafjalahúsum án skipulags. Þar eru fagrir hvammar og Ijúfar lautir og snjórinn gerði það allt enn fegurra. í baksýn er Bústaða- hæðin. Innan borgarinnar var snjórinn eins og blóm í hnappagatinu; hann gerði allt fallegra og hreinna. En strax utan við bæinn kvað við annan tón. Þar setti hann hörkusvip á landið, kuldalegan harðindablæ. Þorgeir bóndi í Gufunesi var nýbúinn að fleygja í hrossin og þau voru að bftast um tuggurnar eins og hrossa er vandi. í baksýn er Viðeyjarsundið og húsin í Kleppsholtinu. VIKAN 4. tbl. 27

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.