Vikan

Tölublað

Vikan - 28.01.1965, Blaðsíða 33

Vikan - 28.01.1965, Blaðsíða 33
vöru Herb, hvað er eiginlega um að vera? — Uss, hér hefirðu fimm doll- ara. Hann rétti henni peningana og tók við speglinum, sem hann vafði varlega í vasaklútinn sinn. — Náðu í leigubíl þarna á hom- inu. Ef ég er þér nokkurs virði þá hittu mig við ellefu ferjuna til Staten Island, og við skulum vona það, að ég hafi það að ná þér þar. Ef ég geri það, þá mundu eftir hvað þú átt að segja, — í guðs bænum... — En... Þegar hann hvarf niður eftir götunni á harða hlaupum, fannst henni að nú væri nóg komið. Hún hljóp upp að Sheridan Square, reið, uppgefin og undr- andi og fastlega ákveðin í því að taka leigubíl og aka beint heim. — Og þó, sagði hún við sjálfa sig, var nú ekki eitthvað við þennan mann, sem hafði mætur á steiktum humar og hataði hrá- silkiföt. Svo gat það líka verið að þessi flótti hans og hræðsla ættu sínar orsakir. Ljósmerkin á svölunum, strætisvagninn, neð- anjarðarlestin, það gat ekki ver- ið að fullorðinn karlmaður léti sér detta slíka endemisvitleysu í hug, bara til að gabba unga stúlku. En ef hann væri nú í vandræðum, var þá ekki bezt að smeygja sér út úr þessu strax. En hvemig átti hún að fara að því, hún vissi nú þegar svo mik- ið um hann, að það væri eins og að bregðast gömlum vini. Og aðalatriðið var, að hann hafði sagt að hann treysti henni. — Ferjan til Staten Island, sagði hún við bílstjórann. Þegar hún stóð í hópnum sem beið eftir að hliðið að ferjunni yrði opnað, vissi hún ekki hvort heldur að hún væri meðsek í glæp, eða þá hreinn og beinn fábjáni. Ennþá sá hún ekkert til hans, og hún greip sjálfa sig í því að óska eftir því, að hann kæmi þarna skálmandi í gegn- um talningshliðið. Það var kveikt á ljósaskiltinu: „Næsta ferja“ og hliðið opnaðist. Hún gekk hægt upp landgang- inn og leit við og við um öxl, og þegar hún kom um borð tók hún sér stöðu aftur á, sem næst bílaþilfarinu. Hún var á leið út á Staten Island undir miðnætti, og það furðulegasta var, að hún hafði látið bláókunnugan karlmann gabba sig til þess arna. Nú skildi hún þetta allt, og þetta var svo sem mátulegt á hana, hún hafði alltaf gert hærri kröfur en stöll- ur hennar í kapphlaupinu um ást og hamingju. Vegna þess að hún hafði verið svo afundin við hann í fyrstu, hafði hann auð- vtiað útbúið þetta sniðuga bragð, til þess að láta hana fá mak- leg málagjöld ... Þarna stóð hann við borðstokk- inn, með hálfopinn munn og sama bjálfalega svipinn. — Nei, K envwood chef Kenwood hrærivélin er traustbyggS, einföld í notkun og umfram allt afkastamikil og fjölhæf. Með Kenwood verður baksturinn og matreiSslan leikur einn. Kenwood hrærivélin er bezta og full- komnasta hjólp húsmóSurinnar í eldhúsinu. Kenwood hrærivélinni fylgir: Stólskól, pískari, hrærari, hnoSari og sleikjari. VERÐ KRÓNUR: 5877,00. Ennfremur fóanlegt: Hakkavél, grænmetiskvörn, grænmetisrifjórn, kartöfluskrælari, sítrónupressa, kaffikvörn, dósaupptakari o.fl. er þetta ekki Herb Chase, heyrði hún sjálfa sig segja. — Hvenær komstu til... — Þetta er nauðsynlegt, greip hann fram í fyrir henni og kyssti hana. Hún hafði ekkert á móti því, en allt í einu datt henni í hug, að hér væri ekki allt með felldu, og hún sleit sig úr faðmi hans. — Hvernig komstu hingað? — f bílnum mínum. Ja, því- líkt og annað eins! Fyrst upp í miðbæ og svo alla leið hingað úteftir. Ég er að vona að við getum farið út að ströndinni, þeg- ar við komum þarna út. —• Jæja, svo að þú ert að vona það? — Já, og þakka þér kærlega fyrir að þú losaðir mig við þær. — Losaði þig við, hverjar? — Mér datt í hug, að þetta væri sniðug leið til að losna við allar heimskulegar byrjunar spurningar. Það var svo greini- legt þarna í klúbbnum að þú varst sjálf eins þrautleið á þess- um yfirheyrslum og ég. Og sjáðu nú til, nú veit ég heilmikið um Þig, og þú getur ekki neitað því að þú komst hingað af frjálsum vilja. — Þú neyddir mig til þess. Ég hélt að þú værir í einhverjum voðalegum vandræðum. — Nú hefir þú líka fengið nokkuð góða mynd af mér. Það var ekkert sársaukafullt, var það? — Og þú þvældir mér út í þetta allt, bara til að losna við ... -—• Þarna sérðu, þú varst reiðu- búin til að berjast fyrir mig. Þá erum við komin töluvert lengra en á byrjunarstigið. Til hamingju vinkona. Við erum laus við allt venjulegt kjaftæði. Seinna áttu þau eftir að kynn- ast betur, en núna, þegar þau sátu á bekknum og horfðu á alla ljósadýrðina á Manhattan hugs- aði hún ekkert um það. Hún hjúfraði sig bara upp að honum. ★ Hverju reiddust goðin þann dag? Framhald af bls. 14. að minnsta kosti hefði þá séð dags- ins Ijós ( heiminum: Acta Diurna, blað Caesars í Róm. En þeir höfðu yndi af því að hittast eins og ítalir enn [ dag og svo gátu þeir sett tilkynningar á húsveggi. Ef þeir Helgi Sæmundsson og Sigurður A. Magnússon hefðu verið uppi í Pompeji rétt upp úr Krists fæðingu, þá hefðu þeir ritað greinar hvor um annan á veggina og kannski hefðu þau skrif ekki síður verið les- in en dagblöðin hjá okkur. A annarri knæpu stendur þessi orðsending til veitingamannsins: „Þú ert lygari; þú selur vatn og drekkur sjálfur hreint vín". Það var áður en þeir fundu upp falska sjússamæla. A einum vegg les maður, að til leigu sé hjá Arris nokkrum Pollios „frá 1. júlí: verzlunarhúsnæði með tilheyrandi herbergjum og þar að auki rúmgóð herbergi á hæðinni fyrir ofan. Þeir sem hafa áhuga, snúi sér til Primusar, þrælsins hans Nigidiusar." Eitt hótel í plássinu hefur heitið „Fíllinn", þar gat maður fengið her- bergi með rúmi og dívan til að matast á". Þeim þótti ekki taka því að sitja uppréttir við máltíðir. Svo koma skemmtanatilkynningar, einkum plaköt til að minna á við- ureignir gladíatora á leikvangin- um og þá er sérstaklega undirstrik- að, að tjaldþak verði spennt yfir leikvanginn til að skýla áhorfend- um fyrir sólarhitanum. Þegar menn voru á biðilsbuxum og búnir að tjá hinni útvöldu hug sinn allan, þá máttu þeir eins eiga von á því, að hún krotaði svarið á húsvegginn hjá VXKAÍÍ «. *bL 33

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.