Vikan

Tölublað

Vikan - 28.01.1965, Blaðsíða 36

Vikan - 28.01.1965, Blaðsíða 36
ENGAR ÞAÐ GAT EKKI VERIÐ, GABBA UNGA STÚLKU SPURNINGAR T Jæja, þá tjöldum við því sem til er, einu sinni enn stundi Karen, og horfði í spegilinn í síðasta sinn áður en hún legði af stað á ballið. Kvöld- var framundan, enginn vissi hvaða tækifæri það hafði upp á að bjóða, og samt hafði hún ekki minnstu löngun til að fara. Þetta undarlega óyndi var ekki því að kenna að hún væri hrædd um að verma bekkina, það var sannarlega ekkert at- hugavert við útlit hennar. Hún klæddist mjög smekklega, eftir því sem naum skrif- stofulaun hennar leyfðu. Og til þess að viðhalda línunum og lipurðinni fór hún í dansskóla tvisvar í viku. Á skemmtun- um í klúbbnum eins og í kvöld, eða á helgarferðum með kunningjum sínum, ýmist út á baðströndina eða á fjallahótel- um, vantaði hana aldrei herra. Þetta voru vel stæðir ungir menn, sem alltaf mundu eftir nafninu hennar og símanúmeri, og gleymdu aldrei að hringja. — Það eru þessar byrjunar tilfæringar, sem fara svo ofboðslega í taugarnar á mér, sagði hún við Marge, herbergisfélaga sinn þegar þær sátu í bílnum á leiðinni í klúbbinn. — Mér er alveg sama þótt ég hafi ekki hitt þann eina rétta ennþá. Það sem gerir mig svona smáskrítna eru þessar eilífu spurningar, alltaf þær sömu, í hvert sinn sem ég hitti einhvem ókunnug- an mann: „Hvað heitið þér?“ „Hvað ger- ið þér?“ „I hvaða skóla voruð þér?“ — Það er sama romsan, hvert einasta sinn. — Nú, maður verður þó að kynnast, finnst þér það ekki? Við erum of gaml- ar til að leika skollaleik í myrkri, eins og við gerðum þegar við vorum í skóla. Við skulum bara horfast í augu við það, að nú er það alvara. Þessi gatslitna plata er ill nauðsyn. Upplýsingamar gefa meira öryggi, brjóta ísinn og opna nýjar leðiir, og ef þær eru fullnægjandi, er um að gera að halda sér við efnið. Jú, Karen varð að viðurkenna, að þetta skapaði öryggi, og svo var þetta líka leið- inda venja, sem ætlazt var til að allir færu eftir. En hún hafði andstyggð á þess- um spurningaleik við ókunnuga menn. Stöðug leit eftir sameiginlegum áhuga- málum, kannske áttu þau sömu kunningja, eða höfðu búið í sama hverfi. Svo voru það bíómyndimar, þær voru sígilt um- ræðuefni, allt var þetta gert til þess að finna hvort þau væru svo mikið á sömu bylgjulengd, að möguleikar væru til frek- ari kynna. Dyravörðurinn í klúbbnum leit varla á félagsskírteini þeirra, hann bara brosti, eins og þær væru þarna fastagestir. — Nú jæja, hugsaði Karen, hér tínist ég í fjöld- anum eins og venjulega. Hún heyrði sjálfa sig romsa þessum venjulegu byrjunar- setningum, með þögnum á réttum stöð- um, þar sem menn áttu að hlæja, alveg eins og í skopleik. — Hvað ég heiti? Karen Hunter, rósin frá steineyðimörk- inni Manhattan. — Ja, — maður getur sagt að ég sé „trúnaðarvinurinn Eva“ í snyrtivörubransanum. Örvæntingarfullar smámeyjar skrifa og senda mér neglurn- ar, já, það er alveg satt, fingurneglurnar. Þær skrifa mér átakanleg bréf um flosn- aðar neglur og brotnar. Stundum fæ ég það sem ennþá verra er, hárflyksur, græn- ar og lillabláar, sem ekki hafa þolað shampóið okkar. Mitt hlutverk er að róa þær og hughreysta með bréfi nr. 370 og stórum kassa a!f óikeypis sýnishomum. Hversu oft skyldi hún vera búin að romsa þessu upp úr sér, einstaka sinnum með smábreytingum. Þegar hún og Marge loksins komust út úr snyrtiklefanum, hafði hún það á til- finningunni, að þetta kvöld yrði nákvæm- lega eins og öll önnur. Áður en varði var Marge, sem var há og grönn, með eldrautt hár, komin af stað út á dansgólf- ið með ungum manni, sem brosti ósköp þreytulega. Karen ruddi sér braut milli borðanna sem stóðu í þéttum röðum með- fram dansgólfinu, og horfði á hitt fólkið. Andartak hætti hún að hlusta á hljóm- sveitina og fór að hugsa um að þetta væri jafn vonlaust og öll önnur skipti, og þegar hún heyrði sagt fyrir aftan sig: — Hvaðan komið þér? hreytti hún út úr sér: Frá tunglinu, og hljóp svo út á svalirnar. Þegar hann elti hana og króaði hana af í einu horninu, átján hæðum fyrir ofan Manhattan, átti hún von á því að nú kæmi þessa sígilda setning: — Hvað gerið þér? en í þess stað bað hann hana um að lána sér spegil. Hún þoldi ekki teprulega karlmenn og leitaði í huga sínum eftir nógu háðslegu svari, meðan hún tók spegilinn upp úr tösku sinni. En hann kinkaði bara kolli og fór að spegla ljósgeisla frá húsi ofar í götunni. Það virtist sem hann væri að senda merki til baka. Þegar hann hafði gert þetta dálitla stund leit hann á klukk- una og horfði svo rannsakandi á himin- inn hinum megin við East River. Hún fór að efast um að þetta væri sami maður- inn sem hún sá inni í salnum. — Hvað eruð þér að gera, eruð þér njósnari? spurði hún. — Engar spumingar, takk, svaraði hann ákveðinn. —- Viljið þér koma með mér? Ég þarf á hjálp að halda. — Ég er nú ekki vön... Allt í einu mundi hún eftir því hvað hún var vön að gera á slíkum kvöldum, og þótt hún vissi, að það væri brjálæði, sagði hún: — Allt í lagi, ef þér í raun og veru þarfnizt mín. Spurningunni um það hvort hann þyrfti á henni að halda eða ekki, var ósvarað, en hann ætlaðist greinilega til að hún SMÁSAGA EFTIR MIC elti hann yfir dansgólfið, og það gerði hún, alla leið út í anddyrið. Þar var hann og dansaði ósköp klaufalegan steppdans, meðan hann beið eftir lyftunni. Hún klapp- aði háðsleg á svip. — Þér eruð engill, sagði hann, hneigði sig djúpt og kastaði ímynduðum hatti og staf til hliðar. — Þér eruð ekki leikari, er það? spurði hún og var komin á fremsta hlunn með að fara inn í klúbbinn aftur. — Nei, guði sé lof! En látið mig nú um þetta. —- Þetta hvað? Hún ætlaði að spyrja, en þá stanzaði lyftan á neðstu hæð. Hann dró hana út um dyrnar, ýtti henni upp í strætisvagn og hvíslaði dularfullum rómi: — Þetta er bezt svona. — Það eru örugglega ekki ýkjur, sem sagt er um ungu mennina í New York, hugsaði hún, og það eina rétta væri að stökkva út við næstu stöð, og ganga heim. En þá sagði hann: — Ég reikna með að þér heitið einhverju dularfullu nafni, vir því að þér komið þarna ofan að. — Stendur heima, sagði hún, — en hér kalla ég mig bara Karen Hunter, til að forðast óþarfa spurningar. — Ég skil, hann kinkaði kolli eins og honum væri það ljóst, að það hlyti að vera erfitt að vera stúlka frá tunglinu. — Hlustið þér nú á. Það sem ég ætla að segja yður núna er ákaflega mikilvægt. Ég fer úr vagninum á næstu stöð, en þér haldið áfram að þarnæstu, þar stökkvið þér úr og gangið til baka. Ég kem labb- andi á móti yður, niðursokkinn í mínar eigin hugsanir, — svona, og hann opnaði munninn og horfði bjálfalega út í loftið. Um leið og þér komið í kallfæri segið þér, en passið bara að tala ekki of hátt: — Nei, er þetta ekki Herb Chase! Hvenær komstu til borgarinnar? -— Þetta er í raun og veru mitt rétta nafn, en mamma kall- aði mig alltaf Herbert, og það var ein ástæðan fyrir því að ég yfirgaf Queens- héraðið. Áður en hún gat komið upp orði spratt hann á fætur og hvarf út um vagndym- ar, og hvíslaði um leið: — Ég treysti yður. Hún leit í kringum sig og sá full- an bíl af fólki, sem horfði brosandi og forvitnilega á hana og hún dró andann léttar þegar hún gat skotizt út á næstu stöð. Hann er njósnari, hugsaði hún, eða einn af þessum sjónvarpsmönnum, eða þá hjálp- arkokkur hjá Alfreð Hitchcock. Hún leit í kringum sig til að vita hvort hún kæmi hvergi auga á grunsamlega bíla eða sjón- varpsvélar. Þá sá hún hann koma á móti sér með þennan bjánalega svip á andlitinu. — Nei, er þetta ekki Herb Chase! Hvenær komst þú ...? gg VIKAN 4. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.