Vikan

Tölublað

Vikan - 28.01.1965, Blaðsíða 43

Vikan - 28.01.1965, Blaðsíða 43
finnst mer að öll áætlunin fái í sig meira líf. Stjórnklefinn er ennþá úr tré og aluminium, og þegar maSur bankar í vegginn heyrir maður ekki traustvekj- andi málmhljóð. Mælitækin eru ennþá álímdir miðar. En allt á sínum stað — mælitækjaborðin á þrjár hliðar, stjómtækin og gluggarnir. Fyrir nokkrum vik- um voru ljós sett á mælaborðið og þegar ég stend þarna einn inni í skininu frá tækjunum, get ég vel ímyndað mér að ég sé á leiðinni til tunglsins. ★ ■.. og talinn af Framhald af bls. 21. Monaghan var aðstoðarflugmað- ur. Af sérstakri ástæðu minntist hún Red og hún mundi eftir „Dixie Belle“, kránni, sem hún og Russ voru vön að fara á til að borða og dansa við tónlistina úr glymskratta. Og hún mundi eftir Tex Beneke, sem söng „don't sit under the apple tree with anyone else but me“, svo sem eins og þúsund sinnum. Red var ekki giftur. Hann eyddi öllum sínum frístundum á Dixie Belle. Eitt kvöld fór Russ fram á herrasnyrtinguna og hún og Red urðu ein eftir við borðið. — Elskan, byrjaði Red, þegar Russ var horfin. — Einhvern tíma, þegar enginn sér til, hefði ég ekkert á móti því að ... Hún var kafrjóð. Hún reyndi að láta sem hún heyrði þetta ekki og ekkert væri, og vonaði að Russ tæki ekki eftir neinu óvenjulegu. Hún ákvað að segja honum ekkert af þessu, en ráða fram úr þessum vanda sjálf, sem hún og gerði. Það sem eftir var kvöldsins var eyðilagt. En hún komst yfir það, einfaldlega með því að elska Russ. Henni heppnaðist enn einu sinni að loka sig inni í sínum eigin litla heimi og loka þar úti Red og litlu Texasborgina, flugvöllinn og hitann, sem ríkti sumarið 1942. Það var aðeins Russ, sem hún sá greinilega, og Russ var raunverulegur. Október 1942. Aftureldingin laumaðist upp eftir gulum gluggatj öldunum, köld, grá aft- urelding. Russ lá í rúminu, horfði drungalega upp í loftið á dingl- andi ljósaperuna. — Jæja, það er víst bezt, að ég fari að setja í gang, sagði hann. Rödd hans var annarleg. Hann steig fram úr rúminu en hún lá og horfði á hann. Hann klæddi sig, og svo stóð hann yfir henni, þessi myndarlegi flugmaður, þessi guð meðal manna. Hann beygði sig niður og kyssti hana enn einu sinni: — Vertu sæl, Julie. Hún fann varir hans, svalar og léttar á kinn sér. Hún teygði handleggina upp á móti honum. Þetta var svo óraunverulegt. Hún gat ekki skilið, að hann var að fara til Englands, nú þennan sama morgun. England. — Julie ... — Ég skil þetta bara ekki, Russ. — Það er ljómandi. Skildu það bara ekki. Og hann gretti sig. Svo fékk hann tár í augun. Hann stóð þarna á þröskuldinum og horfði á hana, löngu, dapurlegu augnaráði. Það var eins og hann væri að ljósmynda hana í heila sínum —■ andlit, sem hann ætl- aði að taka með sér til Helvítis. Augnaráðið skelfdi hana. Hún stökk fram úr rúminu og hljóp yfir kalt, nakið gólfið. — Hvað er það, Russ? ■— Ekkert. Mér þykir bara bölvað að þurfa að fara frá þér. Hún fann hann titra í faðmlag- inu. — Ég kem aftur, Julie. Ég lofa þér því, að ég kem aftur, Julie. Fjórða verkefni hans var sprengjuárás á Berlín. Flugvélin kom aldrei aftur. Skeytið, sem tilkynnti að hann væri horfinn, kom í apríl 1943. Eins og í leiðslu af þessu reiðar- slagi (daginn áður hafði hún fengið glóandi ástarbréf) hringdi Julie til frú Thorpe og síðan fór hún beina leið heim til hennar, gekk eins og á annars manns fót- um gegnum ausandi rigninguna frá listasafninu, þar sem hún nú vann. Um þetta leyti var ekki til neinn dr. Thorpe. Hann dó í janúar. í lestrarsalnum sat frú Thorpe teinrétt og virðuleg í leð- ursófanum. — Komdu inn, Julie, sagði hún með skærri röddu. — Ó, frú Thorpe, sagði Julie og leyfði tárunum að renna. f augum frú Thorpe voru engin tár. Hún hlaut að vera lömuð af sorg, hugsaði Julie; hvenær sem var gat hún hrunið í mola, rétt eins og einn af þunnu, fínu te- bollunum hennar. Og þá kom frú Thorpe fram með tilgátuna sína. Russel var lifandi. f skeytinu stóð, að hans væri saknað. Þar stóð ekkert um að hann hann væri dáinn. Hún starði þrá á Julie: — En þegar allt kemur til alls, hafði Russel höfuð ofan á líkamanum. Og hann er sterk- ur eins og uxi. Það getur vel verið, að þeir hafi orðið bensín- lausir og neyðzt til að lenda á akri. Og hafi þeir verið teknir til fanga, þá er hann öruggur. Þá er hann öruggur og heill á húfi í fangabúðum. Þeir verða að gefa honum mat og föt. Þegar allt kemur til alls er til samkomulag, sem heitir Genfarsáttmáli. Og eftir nokkrar vikur fáum við að frétta af honum í gegnum Rauða krossinn. — Ó, frú Thorpe... Julie Nýtt! Olivetti verksmiðjurnar á ítalíu, stærstu skrif- stofuvélaframleiðendur í Evrópu, hafa sent frá sér nýja og ódýra margföldunarvél markaðinn. Olivetli Multisumma 20 Ódýrasta sjálfvirka margföldunarvélin, hraðgeng, létt og fyrir- ferðarlítil með kreditsaldo. Eigið verkstæði, sérþjálfaðir viðgerðamenn og gnægð vara- hluta tryggja góða þjónustu og langa endingu. Vér lánum yður vél til reynslu endurgjaldslaust. Einkaumboðsmenn: G. Helgason & Melsted h.f. Rauðarárstíg 1 — Sími 11644.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.