Vikan

Tölublað

Vikan - 28.01.1965, Blaðsíða 48

Vikan - 28.01.1965, Blaðsíða 48
\ Það er ákaflega vinsælt erlendis, að eiga peysu og sokka í sama lit og mynztri. Hér hefur enn sem komið er fengizt lítið af þessum blúndu- sokkum, sem alls ráðandi eru í París í vetur, hvað þá að á boðstól- um hafi verið þannig sett - peysa og sokkar. Þessi klæðnaður er á myndunum no. 1 og 2 úr mjög fín- gerðri ull og auðvitað með opnu prjóni. Allt er notað úr prjónaefni núna og flest svona opið og mynztr- að. í Frakklandi er þetta dýr fatn- aður, peysur eins og þessar kosta á miíli eitt og tvö þúsund krónur og sokkarnir frá fimm hundruð og upp í þúsund - en þetta er sem sagt úr ull og ekki sambærilegt við venjulega bómullarblúndusokka, sem t. d. í Svíþjóð kosta ekki meira en sex krónur sænskar. Þótt pilsið sjáist lítið á þessum myndum er það auðvitað til staðar, og venju- lega er það haft í sama lit og peys- an og sokkarnir. Á mynd 3 er miklu grófari fatnaður, en í síðasta blaði sýndum við mikið af grófum sokk- um, en hér er peysan höfð eins. Teiknaða myndin no. 4 sýnir svo stúlku, sem hefur notað hugmynda- flugið og komið sér upp fallegum og tízkulegum fatnaði fyrir lítið verð. Hún keypti bara tvenna blúndusokka, gerði sér ermar úr öðru parinu - en gekk auðvitað vandlega frá saumunum í sárið. Á mynd no. 5 er svo grófprjónaður eða heklaður dökkur kjóll með opnu gatamynztri, en hann er allur fóðr- aður. VIKAN 4. tbL 2 #11

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.