Vikan

Tölublað

Vikan - 28.01.1965, Blaðsíða 50

Vikan - 28.01.1965, Blaðsíða 50
Ymsir réttir til tilbreytingar SÍTRÓNUSOÐNIR KJÚKLINGAR. 2 stórir kjúklingar, 40 gr. smjör, salt, paprika, safi úr einni sítrónu. Kjúklingarnir skornir ( fremur smó stykki. Smjörið brætt f potti, en ekki lótið brúnast, kjúklingastykk- in lögð þar í og salti og papriku stróð yfir. Sítrónusafanum hellt ó og soðið í potti með þéttu loki þar til kjúklingarnir eru meyrir, eða u. þ. b. í þrjú kortér. Ekkert vatn ó að setja í pottinn, en potturinn er hristur öðru hverju. Varizt að taka lokið af, svo að vökvinn gufi ekki upp. Borðað með soðnum kartöfl- um og grænu solati. KAFFIGELÉ MEÐ ROMMKREMI. 15 blöð matarlím, 1 I. mjög sterkt kaffi, sætt hæfilega. Kremið: 2 eggjarauður, 2 matsk. sykur, 1 matsk. romm, Vá I. rjómi. Matarlímið lagt f bleyti og síð- an leyst upp í heitu kaffinu, sem síðan er hellt í hringform og lótið stffna ó köldum stað. Hvolft úr forminu, þegar það er borið á borð, en kremið sett innan í. Það er gert þannig, að hráar eggjarauðurnar eru þeyttar vel með sykrinum, og þeyttum rjómanum og romminu bætt í um leið og það er borið fram. JÓNSMESSUDRAUMUR. 4 eggjahvítur, 2 dl. sykur, 50 gr. möndlur eða hnetukjarnar, 1 dl. hveiti, 50 gr. smjör eða smjörlíki, V2 I. mokka- eða súkkulaðiís. Eggjahvíturnar stífþeyttar, möndl- urnar flysjaðar og hakkaðar og smjörið brætt og öllu blandað sam- an ásamt hveitinu. Bakað í þrem- ur smurðum tertuformum, sem svo- litlu hveiti hefur verið stráð í. Ofn- inn má ekki vera of heitur og botn- arnir eru bakaðir Ijósbrúnir. Þeir eru teknir strax úr forminu og á milli þeirra er lagður mokka- eða súkkulaðiís, skorinn í sneiðar. Bor- ið fram strax. HAMBORGARAFAT. Fars gert úr: 500 gr. hökkuðu nautakjöti, ldl. rasp, 1 dl. rjómi, salt, svolítið hvítlaukssalt. Síðan eru 2 harðsoðin egg, 2 laukar, rasp, smjörbitar. Farsið hrært vel. Laukurinn skor- inn í sneiðar og brúnaður og harð- soðnu eggin söxuð og blandað saman við laukinn. Helmingur fars- ins lagður á botninn á eldföstu fati, eggja- og laukblandan lögð ofan á og það sem eftir er af fars- inu efst. Raspi stráð á og smjörbit- ar settir á víð og dreif. Bakað f ekki of heitum ofni f ca. 50 mfn. SPÁNSKUR SALTFISKUR. Ca. V2 kg soðinn saltfiskur, hreinsaður af beinum. Ví kg hrá- ar kartöflur flysjaðar og skornar f sneiðar og 2 laukar skornir f þunn- ar sneiðar. Laukurinn soðinn í smjöri litla stund, síðan blandað saman við fiskinn og kartöflusneið- arnar og sett í eldfast mót. Sósa ?r búin til úr lítilli dós af tómatpurré, 1 dl bræddu smjöri eða smjörlfki og IV2 dl heitu vatni, salti og hvít- lauksdufti, 1 lárviðarlaufi og hvít- um pipar. Hellt yfir fiskinn og form- inu lokað með málmpappír. Bakað í 225 stiga heitum ofni í ca. klukku- tíma. KÖLD TÓMATSÚPA. 5 dl tómatsafi úr dós, 1 dl rjómi, sítrónusafi, 1 dl. kjötsoð, salt, pip- ar og e.t.v. svolítið sherry. Allt sett í kokkteilhristara og geymt f ísskápnum þar til á að nota það og hrist vel áður en það er borið á borð, en þá á súpan að vera ísköld. Gott er að hafa með henni heitt ostabrauð, en það eru brauðsneiðar, smurðar með smjöri og þykkri ostsneið bakaðar í ofni. HRÍSGRJÓNA-KARMELLURÖND. V2 I mjólk, 75 gr hrísgrjón, van- illa, 2 matsk. sykur, 50 gr smjör- líki, 2—3 egg, 175 gr sykur, tæp- lega 2 dl vatn, 2 dl rjómi. Mjólkin og hrísgrjónin soðin með vanillunni og þegar grauturinn er fullsoðinn (má líka nota grautar- afgang) er hann hrærður með sykr- inum, smjörlíkinu og eggjunum. Karamellusykur er gerður úr sykr- inum og vatninu og hringform þak- ið með dálitlu af honum, hrísgrjóna- deigið sett f formið og bakað í vatnsbaði í ca. V2 klst. Hvolft úr forminu og gjarnan skreytt með niðursoðnum ávöxtum. Það sem eft- ir er af karamellusykrinum er sett f þeyttan rjómann, sem svo er sett innan í hringinn. ★ A K-8-3 y G-7-6-2 + K-9-3 * A-G-8 N V A S A A-7 y A-D-8-4 y A-7-6-2 * 10-9-7 Allir á hættu, suður gefur. Suður Vestur 1 hjarta pass pass pass Norður Austur 4 hjörtu pass A G-5 y K-10 y D-10-8-5-4 4 D-6-4-2 Með því að drepa á tígulkóng- inn í fyrsta slag, tryggir sagn- hafi sig fyrir því, að hann verði trompaður síðar eins og kom í ljós í ofangreindu spili. Austur fær að vísu að trompa tígul, en Útspil tígulfimm. Við fyrsta tillit virðist ofan- greindur samningur hafa mjög mikla möguleika á því að vinn- ast. Eðlilegt virðist að gefa einn slag á tromp, einn slag á tígul og einn slag á lauf. Getur mað- ur fyrst athugað hvort fjórði tígullinn fríast, en síðan tvísvín- að laufinu. f raunveruleikanum tapaðist spilið samt enda þótt trompin lægju 3-2 og laufhjónin skipt. Getið þið fundið út hvaða vitleysu sagnhafi gerði? Vestur spilaði út tígulfimmi og sagnhafi drap gosa austurs með ásnum heima. Síðan spilaði hann spaðasjöi, drap með kóngn- um í borði og svínaði síðan trompdrottningunni. Sagnhafi er nú búinn að tapa spilinu en hver er ástæðan? Já, það er rétt. Með því að drepa ekki á tígulkónginn í fyrsta slag fyrirgerði sagnhafi spilinu. Spil a-v voru þannig: D-10-9-6-4-2 y 9-5-3 ♦ G * K-5-3 hann trompar aðeins tapslag. Þetta sannar ágæti höfuðreglu allra góðra spilamanna, að hugsa sig vel um áður en látið er í fyrsta slag, því það getur verið of seint í þeim næsta. ★ N V A S UNGFRÚ YNDISFRÍÐ býður yður hið landsþekkta konfékt f rá N Ó A. HVAR E R ÖRKIN HA^S NOAI I>a8 er alltaf saml leUturlnn l hénnl Tnd- lsfrfð okkar. Hún hefnr fallff Brklna hana N6a elnhvers staffar f blaffinu og heltlr íóffum verfflaunum hanða þeim, sem gctur fundlff Srklna. Verfflaunin eru stór kon- fektkasal, fuliur af bezta konfektl, og framlelffanðinn er auffyltaff Sælgætlsgcrff- ln NóL Nafn HelmlU örkln er A ble. Siffast er ðreglff var hlaut verfflaunln: INGA MAGNADÓTTIR, Akurgerði 15, Akranesi. Vikunnar. 4. tbl. Vinninganna má vitja í skrifstofu gQ VIKAN 4. tbl. J

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.