Vikan

Tölublað

Vikan - 04.02.1965, Blaðsíða 6

Vikan - 04.02.1965, Blaðsíða 6
KRISTINN GUÐNASON H.F. KLAPPARSTÍG 25-27 - SÍMAR: 12314 & 21965. HER EÐA ÞEGNSKYLDUVINNA. Ég þakka fyrir allt gott í Vik- unni og bið að heilsa Lofti Guð- mundssyni með sérstöku þakk- læti fyrir greinina um herdeild- ina „Paa Wespanoö“. Stundum fáið þið góðar ídeur á Vikunni, en nú er röðin komin að mér. Því ekki að endurlífga herdeild Von Kohls, ekki bara í Vest- mannaeyujm, heldur um allt land og skylda unga menn til þess að gegna herþjónustu um einhvern tíma, t.d. sex mánuði. Þar ætti að hafa fullkominn her- aga og ég spái því, að þetta mundi smám saman hafa áhrif á móralinn, sem er nú ekki alltof góður eins og allir vita. Hvað segið þið um þetta? Kær kveðja, Árni Guðmundsson. -------Hugmyndin er nú ef til viil ekki eins frumleg og þú held- ur, Árni. Það hefur margoft ver- ið gert að umtalsefni, að íslend- ingar færu á mis við ákveðin upp- eldisleg atriði vegna þess að hér er ekki herþjónusta. Líklega verður seint horfið til þess að koma upp íslenzkum her, en ýms- ir gegnir menn hafa bent á, að nokkurra mánaða þegnskyldu- vinna á sjó eða landi mundi gera sama gagn og herþjónusta, ef þar væri beitt ströngum aga. Það er eins og þú segir, að það veitir ekki af því að aga mannskapinn til og hressa upp á móralinn. VINDUR, HA? Góði Póstur! Ég er eins og fleiri í vanda stadd- ur, og eins og fleiri leita ég til þín. Ég hef verið nokkuð lengi með stúlku, sem út af fyrir sig er ekki tiltökumál með ungan mann, en það er bezt að játa það, að ég held að ég sé orðinn ástfanginn af henni. En um dag- inn kom svolítið babb í bátinn. Það var þegar ég fékk fyrst að vera hjá henni heila nótt. Hún er falleg og fíngerð og blátt áfram elskuleg í alla staði, þegar hún lá þarna í bláa, hálfgagn- sæja náttkjólnum sínum, hugsaði ég, að hér væri ég að eilífu bundinn. En þá allt í einu rís hún upp á olnbogann og hleypir lofti upp í gegnum hálsinn með þó nokkrum hávaða. Það hefði svo sem verið fyrir sig, hefði hún ekki skömmu síðar látið það fara hina leiðina og tekið fyrir nefið á eftir. Kæri Póstur, hvað á ég að gera? Hætta við stúlkuna eða láta þetta sem vind um eyru þjóta? Með fyrirfram þökk fyrir svar- ið. Rugreb. — — — Var þetta ekki bara vindur, ha? KELI TEKUR TIL SINNA RÁÐA. Háttvirta Vika! Ég verð að játa, að ég hef lúmskt gaman af þessu skáld- verki ykkar með handritin og sérstaklega finnst mér að ykkur hafi tekizt sæmilega að búa til trúverðugar persónur fyrir grín- ið. Alveg sérstaklega er kaup- maður rammíslenzkur bísnismað- ur: Leigubílstjóri, sem fer að selja nylonsokka og smygl og nær svo í saumavélaumboð frá Japan. Og þegar hann er orðinn ríkur, þá vill hann vera merkilegur maður líka. Það er einmitt merg- urinn málsins, að auðævi duga engum til lengdar. Þá kemur hégómagrindin til skjalanna og hvíslar því að auðkífingnum, að peningar út af fyrir sig séu harla ómerkilegir. Nóg um það. Með ástarkveðju frá Neskaupstað, — R.P. Góða Vika! Sjáið þið ekki sjálfir, herrar mínir, hverskonar endemis sam- setningur þessi rán-historía ykk- ar. Ef þið eruð svo blindir, þá vil ég hér með benda ykkur á það. Auk þess kemur þetta á mjög óheppilegum tíma og kynni að gefa Dönum þá hug- mynd, að endurheimt handrit- anna sé bara próforma grínmál, sem haft sé í flymtingum ... Kj. Ó. Kr. Kæri Póstur! Ég er að vísu ekki búinn að sjá þessa sögu af handritaráninu til enda, en ég hef haft gaman af henni það sem komið er. En vegna þess að ég tel mig hafa ótvíræða leynilögregluhæfileika, þá datt mér í hug, að hr. Thran Karasen væri mjög veikur hlekk- ur í sögunni. Hann er neyddur til hlutdeildar með því að hann hafi einhvemtíma haft eitthvað óhreint í pokahorninu hér heima, sem honum er illa við að verði kjaftað frá. Thran Karasen hlýt- ur að skilja, að það eru samt 0 VIKAN 5. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.