Vikan

Tölublað

Vikan - 04.02.1965, Blaðsíða 7

Vikan - 04.02.1965, Blaðsíða 7
hreinir smámunir á móti því að verða fundinn meðsekur í stór- kostlegu ráni. Hann mundi að sjálfsögðu aldrei láta pína sig til þess á fyrrnefndum forsendum. Annars var margt gott í þessu. Sherlock. ---------Má vera, Sherlock, en Thran er bara svona einkenni- lega gerður. Kæri Póstur! Jæja, þá hafið þið bent á lausn- ina á handritamálinu og nú vant- ar bara einhverja vaska drengi, eða hvað? Ég hef heyrt að sum- ir dáist að þessu og aðrir hneykslist. Það.er eins og geng- ur. Fyrir mér er þetta aðallega saklaust gaman. En er það rétt, að sögupersónurnar og þá sér- staklega kaupmaðurinn, eigi að standa fyrir einhverjar ákveðn- ar persónur hér heima? Grandvar. — — — Nei, við höfum ekki sniðið þessar persónur eftir neinu sérstöku fólki. Sú tilgáta er alveg út I bláinn. VIRKIÐ SEM ALDREI GLEYMIST. Kæri Póstur! Ég fékk bók í jólagjöf, sem heitir „Árin, sem aldrei gleym- ast“, og hef verið að lesa hana að undanförnu. En mér finnst eins og ég kannist við flestallt sem þar er sagt og man ekki bet- ur en ég hafi lesið það í bók sem heitir „Virkið í norðri“ eftir sama höfund. Auk þess hef ég lesið eitthvað af þessu í greinum í Vikunni ■— líka eftir sama höf- und og ég man nú reyndar ekki betur en þær væru svo til skrif- aðar upp úr „Virkinu í norðri". Segið mér, er hægt að halda enda- laust áfram að þvæla um sama efnið afturábak og áfram og plata fólk til að kaupa það und- ir nýjum bókarheitum. Ég segi fyrir mig, að mér finnst þetta stríðsáraþras vera búið að ganga sér til húðar og hana nú. Klængur Klængsson. ---------Nei, nei, Klængur. Það er misskilningur. Það er hægt að skrifa þó nokkrar bækur enn um þetta efni. Ein gæti heitið „Árin í norðri", önnur gæti heitið „Virkið sem aldrei gleymist" og svo mætti koma með viðhafnar- útgáfu í skinnbandi, sem bæri heitið „Virkisárin i norðri sem aldrei gleymast." ÓF/ERÐ ER MATSATRIÐI. Kæra Vika! Ég er einn þeirra ólánssömu manna, sem á heima ofarlega á Lækjarbotnaleið, og á alveg und- ir SVR með alla aðdrætti til heimilisins. Það er nú svo með okkur, sem eigum heima svona nærri borginni, að við verzlum yfirleitt eftir hendinni og verð- um að fara ansi þétt í bæinn til að kaupa mjólk og mat. En það má ekki koma bylgúsa, til þess að strætisvagnarnir telji ófært og felli niður ferðir heilu og hálfu dagana, þótt í útvarpstil- kynningum segi, að litlum bílum með keðjur sé fært alla leið á Selfoss. Hjá SVR segja þeir bara, að vagninn þoli ekki ófærðina og komist ekki, og svo megum við bara sitja yfir svörtu kaffi, þar til búið er að hefla hvert snjókorn af veginum. Ég veit ekki betur en að Lækjarbotna- leið sé sérleyfi, og einhverjar skyldur hlýtur sérleyfishafinn að hafa -— að minnsta kosti hef- ur hann réttindi, því austanfjalls- bílunum, sem voru svo liprir og almennilegir að lofa okkur að fljóta með, hefur verið bannað að taka okkur. Og ekki getur verið tap á leiðinni, því vagninn er oftast troðfullur mestan hluta leiðarinnar, þótt yfir vetrartím- ann sé kannski farið að fækka í honum, þegar kemur upp undir Lækjarbotna. Höfum við ekki rétt til að krefjast þess, að sér- leyfið haldi uppi ferðum fyrir okkur, að minnsta kosti meðan sérleyfisbílar, sem fara austur fyrir fjall, halda uppi sinni áætl- un, og það meira að segja yfir heiðina? ------—- Ég þekki að vísu ekki sérleyfislögin út i æsar, en ég held að ég fari örugglega rétt með það, að sérleyfishafi sé skyldur að sjá farþegum sínum fyrir fari á auglýstum áætlunar- timum, er ófærð hamlar ekki. Það er náttúrlega matsatriði, hvenær telst ófært, en á þeim leiðum, sem samkeppni er ein- hver um fólksflutninga — með skipum eða flugvélum -— virðist seint svo ófært, að ekki sé hægt að halda uppi einhverri áætlun. Mér finnst að notendur Lækjar- botnavagnsins ættu að stofna til fundar og ræða málið, og bera það siðan undir póststjórnina, ef þeir þykjast órétti beittir. Norska Dala-garnið Tízknpeysai í ár ER PRJÖNUÐ ÚR DALA-GARNI. HEILO -4- ÞRÁÐA. FASAN SPORTGARN -6- ÞRÁÐA. DALA-GARNIÐ ER GÆÐA VARA. MÖLVARIÐ - HLEYPUR EKKI - LITEKTA OG HNÖKRAR EKKI. MJÖG FJÖLBREYTT LITAÚRVAL. TUGIR MYNSTRA FÁANLEG. ÞESS VEGNA VELJIÐ ÞER AÐEINS DALA-GARNIÐ TIL AÐ PRJÖNA ÚR. DALA-GARNIÐ FÆST UM ALLT LAND. DALA-UMBOÐIÐ VIKAN 5. tbl. rj

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.